Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 23. maí 1985 VÍKUR-fréttir Utiveran . . og fallegu höggin íþróttafjölskylda tekin tali Að þessu sinni ætlum við að líta inn hjá hjónunum Jóni Ólafí Jónssyni og Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og ijölskyldu þeirra. Jón Óli var í hópi kunn- ustu knattspyrnumanna landsins um langt árabil og hefur síðan hann hætti að sparka, fundið sér ýmislegt til dundurs, og fjölskyldan öll er sannkölluð íþróttafjölskylda. Börnin eru þrjú, Guðbjörg 18 ára, Gunnar Magnús 16 ára og Thelma 11 ára. „Ég held ég hafi spilað í m.fí. í 20 ár, fyrst með ÍBÍ í nokkur ár og svo byrjaði ég með ÍBK ’63 og lék minn síðasta leik 1977. Þegar ég var rrieð IBI, þá lékum við úrslitaleik um 1. deildar sæti við IBK, 1961, og unnum 7:3. Þá þekkti ég engan í Kefla- víkurliðinu og hafði enga hugmynd um að þarna væru framtíðarvinirogfé- lagar“, segir Jón Oli og glotti af tilhugsuninni um mörkin tvö, sem hann skoraði í úrslitunum forð- um. Hvernig var að vera fót- boltaekkja? spyr ég Böggu. „Það var erfitt fyrst á meðan maður var að átta sig, en mér fannst þetta rosalega skemmtilegur tími og félagsskapurinn Jón Ólafur hampar íslands- meistarabikarnum 1969, en þá varð hann einnig markakóngur. var góður. Það gekk yfir- leitt vel á þessum árum og það voru margar utan- landsferðir og mjög rnikið að gera í kringum fótbolt- ann. Við stofnuðum t.d. saumaklúbb, fótbolta- ekkjurnar, sem starfar enn þótt það hafi fækkað aðeins í honurn”. Hvað finnst þér eftir- minnilegast frá fótbolta- tímanum, Jón? „Það er nú erfitt að taka eitthvað eitt út úr. En ég held samt að fyrsti útileikurinn í Evrópu- keppni sé það eftirminni- legasta, ferðin til Ung- verjakands og leikurinn við Ferencvaros. Þetta var ógleymanlegt. Sama er að segja um Hooley- tímann, og svo á ég tvo landsleiki. Við vorum 4 sinnum Islandsmeistarar og það er svo margt sem hægt væri að telja upp“. Hvernig fínnst ykkur að vera nú laus við fót- boltann? „Við höfum nú aldrei losnað við fótboltann. Jón Oli var í stjórn knatt- spyrnuráðs og svo eru eldri krakkarnir, Guð- björg, sem er 18 ára, og Magnús, 16 ára, alveg á kafi í fótboltanum og kemst ekkert annað að. Svo eru old boys alltaf að spila annað slagið. Já, við fórum í Öðlingamótið á Akranesi um daginn og unnum það“. En hvað er efst á dag- skrá hjá ykkur núna? (asnalegt að spyrja svona þegar maður veit svarið). „Það er að sjálfsögðu golfið núna. Annars erum við nýbúin að leggja skíð- unum. Yngsta barnið, Thelma, er með blæð- andi skíðadellu og við erum reyndar öll áhuga- söm um skíðaíþróttina. Thelma hefuræft þrisvar í viku með skíðadeild IR frá því í janúar. Þær hafa stundað þetta saman, hún og Rakel Steinþórsdóttir (Júlíussonar), og Thelma tók þátt í Andrésar And- arleikunum á Akureyri um páskana. Varð 3. í svigi og 6. í stórsvigi. Það hlýtur að vera góður ár- angur hjá Kefívíkingi”. (Það er ekki laust við að Thelma fari sálítið hjá sér við orð föður síns, sem er áberandi stoltur af stelp- unni sinni). „Það er mikill kostur við skíðaíþróttina, að hana getur öll fjölskyld- an stundað saman. Þar eru allir á jafnréttisgrund- velli“, segir Sigurbjörg. En hvað með golfíð, nú leikið þið hjónin bæði golf? „Golfið á allan áhug- ann núna. Við fórum 16 holur í morgun, annars spilum við yfirleitt ekki saman golf. Mér finnst skemmtilegra að spila með konum, en það kemur þó fyrir að við Jón förum saman. Stundum kemur Gunnar Magnús með mér“. Hvenær byrjuðuð þið að iðka golf? „Ég byrjaði ’80, þá var ég endanlega kominn út úr fótboltanum. Ég þorði ekki að byrja fyrr, af því ég vissi hvernig myndi fara. Núna er ég alveg negldur í golfið, spila, æfa og er í stjórn. Bagga byrj- aði sem „kaddí” hjá mér“. „Já, ég var kaddí í 2 ár, og svo fór ég að spila sjálf og fékk mikinn áhuga á golfinu”. Hvað er svona heillandi við golf? (það vantar ekki að það sé gáfulega spurt). „Já, það er núþað”. Sigurbjörg og Jón Oli líta hvort á annað í leit að svari. „Útiveran ...” leggur Bagga til. „ . . . og falle^gu högg- in“, bætir Jón Oli við og að lokum koma þau sér saman um að það sé þetta tvennt plús ótiltekinn fjöldi af öðrum þáttum og uppákomum, eins og t.d. Þorgeirum, ígúlum og , • # bördium. „Upphaflega átti þetta bara að vera heilsusam- leg hreyfing. Ganga 9 holur og slá, og fara svo í kvöldmat. Svo lengdist völlurinn og er enn að lengjast, og kvöldmatur- inn færðist aftur að sama sk:api“, útskýrir Jón Ólafur. „En svo fór hann að tala um hvað hann Högni væri nú sniðugur að keppa aðeins í innan- félagsmótum, Högni væri aldrei að þvælast um allt land og keppa, eins og Siggi Alberts. Og Jón Oli ætlaði að hafa þetta eins og hann Högni . . . “ út- skýrir Sigurbjörg, ekki alveg stríðnislaust. „Aður en ég vissi af va~ ég farinn að spila í öllum keppnum sem ég náði í. Eftir því sem forgjöfin lækkar, verður. þetta ill- viðráðanlegra”, viður- kennir Jón. Undirritaður ætlaði sér aldrei að tefja þetta góða fólk lengi, en kaffið og kökurnar og skemmti- legt spjall um heima og geima stuðlaði að því að tíminn fíaug hratt. Við áttum eftir að fjalla um mörg önnur áhugamál, ballskák (billiard), bridge, skíðaferðir til Alp- anna o.m.m.fl., en það verður bara að bíða. ehe. Þrumu þrenning: Jón Óli, Jón Jóhanns og Einar Gunnarsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.