Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 23. maí 1985 VÍKUR-fréttir - bar Óskum eftirstúlku til aðstoðará bar. Umer að ræða kvöld- og helgarvinnu. Lágmarksaldur 20 ára. Umsóknir leggist inn á Skrifstofu Glóðar- innar, sem opin er frá kl. 9-13 alla virka daga. Lísa auglýsir: Falleg sumarefni og garn. Ódýr barnaföt, m.a. jogging-gallar. Rúmfatnaður í sumarbústaðinn og heimilið Verslunin LÍSA Hafnargötu 25 - Keflavik - Sími 2545 ATVINNA Vantar starfsfólk í saltfiskvinnu. - Upplýs- ingar í síma 2304 og 1333. Ragnarsbakarí færir út kvíamar Sendir fryst deig út á land Ragnarsbakarí er eins og öllum er kunnugt, eitt stærsta bakarí landsins og er enn að stækka. Nú er í deiglunni að hrinda af stokkunum nýrri fram- leiðslu, sem mun koma öllum bakaríslausum smá- stöðum á landinu til góða þegar fram líða stundir. Nefnilega það, að senda fryst deig til útibúa, sem síðan munu þíða og gerja deigið og baka á staðnum eftir þörfum markaðarins á hverjum stað. I fyrstu atrennu er hér um að 5 staði að ræða: Þórs- höfn, Egilsstaði, Hólma- vík, Suðureyri og Grundar- fjörð, og ef vel tekst til verður stöðunum hugsan- lega fjölgað. Helsti kostur- Vinnuslys í Njarðvík Sl. laugardag varð vinnu- slys á athafnasvæði Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur hf. Slasaðist starfsmaður eitthvað á hendi. - epj. inn við þessa aðferð er, að nú gefst fólki kostur á nýju brauði daglega, en yfirleitt er brauðið orðið 2-3ja daga gamalt þegar það kemst í hendur (munn) neytenda úti á landi. gera má ráð fyrir að brauðneysla aukist því verulega með tilkomu þess- arar aðferðar. Hugmynd þessi mun upprunnin í Bandaríkjun- um og tíðkast mjög í smá- plássum þar. Hugsanlega er hægt að fimmfalda neysl- una á þennan hátt og þannig auka veltuna og um leið þjóna hagsmunum landsbyggðarinnar. - ehe. Uppskeruhátíð UMFN Allir íþróttaunnendur og/eða aðstandendur íþróttafólks, eru eindregið hvattir til þátttöku í þess- ari hátíð og þar með gera hana eftirminnilega. Iþróttamaður UMFN 1984 verður einnig kosinn. Formenn deildanna leggja fram skýrslu um starfsemi síðasta árs og stjórn UMFN kosin. Bílvelta á Garðvegi Um sl. helgi varð bílvelta á Garðvegi rétt utan við Sandgerði. Er bifreiðin, sem var úr Keflavík, stór- skemmd ef ekki ónýt á eftir, en meiðsli urðu lítil. - epj. Uppskeruhátíð Ung- mennafélags Njarðvíkur verður haldin í Stapa, 29. maí kl. 20.30. Hér er um nýbreytni að ræða, þar sem allar starf- andi deildir innan UMFN, sunddeild, körfuknattleiks- deild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild, standa saman að einni veg- legri uppskeruhátíð. Að þessu sinni verður sá háttur hafður á, að þjálfar- ar ásamt stjórnum deild- anna tilnefna þrjá íþrótta- menn í hverjum flokki sem til greina koma, ýmist sem „efnilegasti leikmaður", „besti leikmaður“, eða fyrir „mestu framfarir". Endan- legt val verður síðan til- kynnt á hátíðinni. NJARÐVÍK iii—"fílihi ttlll. , Ui 'í - i. i ii' . l:,. :l L-lll.ijlitilitl::<(((.L,.{i :■ llf.iUiittw 'llíltiili, . ilflJlUlL.l k.... I ■iif. .iii-JLiL. .. aÁ.]ii.;JiAtU«aiiu»ii—uLudfU. iíliuiiú ■ ,u. .. Til sölu rúmgóðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í þessu glæsilega 2ja hæða fjölbýlishúsi, að Brekkustíg 33, Njarðvík. íbúðunum verðurskilað tilbúnum undir tréverk, öll sameign þ.e. stigahús og kjallari teppalögð og fullfrágengin. Húsið verður málað utan, ræktuð og girt lóð og mal- bikuð bílastæði. Aðeins 6 íbúðir í stigagangi. Þvottahús er í hverri íbúð og þurrkherbergi í kjallara, ásamt sérgeymslum og leikherbergi fyrir börn. Verð íbúðanna er: 3ja herb. endaíbúð ca. 90 m2 3ja herb. miðíbúð ca. 90 m2 . 2ja herb. íbúðir ca. 70 m2 ... 1.220.000 1.190.000 1.100.000 Byggingaraðili: Hilmar Hafsteinsson. Heimasími: 1303. Allar nánari upplýsingar og teikningar liggja frammi á skrifstofunni. ATH: LÆGSTA VERÐ Á MARKAÐNUM í DAG. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.