Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 23. maí 1985 VÍKUR-fréttir Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraös: LAUSAR STÖÐUR Deildarstjóra á röntgendeild sem fyrst. Röntgenlæknis frá 1. ágúst 1985. Meinatæknis frá 15. ágúst 1985. Læknaritara sem fyrst. Uppl. veita deildarstjórar viðkomandi deilda, eða forstöðumaður í síma 92-4000. Forstöðumaður Verslunarhúsnæði til leigu að Hringbraut 92a (Sportvík). Laust 1. júlí n.k. Uppl. í síma 1580 á daginn og 3538 á kvöldin. Grindavík Auglýst ereftirforstöðumanni að leikskóla. Um er að ræða tímabundið starf sem er heil staða frá 1. júlí til 31. okt. n.k. og 1/2 staða frá 1. nóv. n.k. til 1. sept. 1986. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf berist undirrituðum fyrir 10. júní n.k. Grindavík 21/5 1985. Bæjarstjórinn í Grindavík Grindavík 3ja herb. íbúð ,að Heiðarhrauni 30a, er til sölu með umsóknarfresti til 20. júní n.k. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýs- ingum fást á skrifstofu bæjarins. Grindavík, 21/5 1985. Stjórn verkamannabústaða í Grindavík Frá styrktarfélagi aldraðra: Leikhúsferð í næstu \iku Vetrarstarfi lokið Vetrarstarfsemi Styrkt- arfélags aldraðra á Suður- nesjum lauk með handa- vinnusýningu að Suður- götu 12-14, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Var sýningin vel sótt, en i henni tóku þátt aldraðir frá Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Garði. Hefur vetrardag- skráin verið með hefð- bundnum hætti, s.s. fönd- ur, spil, bingó, leirvinna, sund, bókband, leikfimi, hárgreiðsla og fótsnyrting. Auk opins húss með veit- ingum, skemmtiatriðum og dansi. Sumarstarfið mun hefj- ast með leikhúsferð 29. maí n.k. og eru aldraðir beðnir að muna eftir að láta skrá sig til þátttöku sem allra fyrst hjá einhverjum eftir- talinna: Soffíu í símum 1709 og 2172, Önnu í síma 6568, Gerði í síma 8195 eða Klöru í síma 1688. Að venju hafa um 70-80 manns unnið mikið og gott starf án endurgjalds, við starfsemi félagsins. Vill fé- lagið flytja þessu fólki mikl- ar þakkir fyrir, og eins flyt- ur það einstökum félögum og stofnunum sem stutthefur það peningalega, þakkir fyrir, en án þeirrar hjálpar hefði félagið lítið getað starfað. - epj. Frá ferðaneíhd aldraðra Á þessu ári var farin ferð til Kanaríeyja þ. 30. jan. með aldraða á Suðurnesj- um. Voru 30 manns í ferð- inni, tveir fararstjórar og ein hjúkrunarkona. Er þetta í fyrsta sinn sem farið er á þessum árstíma. Gekk ferðin vel og voru allir ánægðir er heim kom. Eins og að venju verða farnar tvær ferðir í sumar. Fyrri ferðin er að Flúðum, en þar erum að ræða viku- dvöl undir fararstjórn Jónínu Kristjánsdóttur úr Keflavík og Sveindísar Pét- ursdóttur úr Vogum. Hin ferðin er að Þelamörk í Eyjafirði þann 18. ágúst og verður dvalið þar í 9 daga undir fararstjórn Hrefnu Sigurðardóttur, Keflavík, og Gerðu Hammer úr Grindavík. Er þegar að verða fullt í báðar þessar ferðir. Dagsferðin verður 16. júlí og verður farið í Skál- holt, borðaður hádegis- verður þar, komið við í sumarbústað og drukkið kaffi, stoppað síðan í Hveragerði á heimleiðinni. KEFLAVfK Fasteigna gjöld Hér með er skorað á alla þá er standa í vanskil- um með fasteignagjöld til bæjarsjóðs Keflavíkur, að greiða þau nú þegar, og í síðasta lagi 30 dögum frá birtingu auglýsingar þessar- ar, ella má búast við því að beðið verði um uppboð á viðkomandi fasteign án frekari viðvör- unar skv. heimild í lögum nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Bæjariögmaður Eins og undanfarin ár eru allar upplýsingar um dags- ferðina veittar hjá Sérleyfis- bifreiðum Keflavíkur og í síma 1361. í fyrra fóru 93 í þessa ferð og er vonast til að svo verði núna. Á hverju hausti hefur Rotaryklúbbur Keflavíkur og Sparisjóðurinn í Kefla- vík boðið upp á hálfsdags- ferð og hefur sú ferð verið tilhlökkunarefni allt árið, svo vel hefur hún tekist að öllu leyti. Ferðanefndin þakkar öll- um aðilum á Suðurnesjum sem styrkt hafa hana í þessum ferðum, aldraða fólkið kann vel að meta þann hlýhug. - epj. Styrktarfélag aldraðra: Gísli Sigurbjömsson gefur stórgjöf Gísli Sigurbjörnsson tekur við heiðursskjali úr hendi Matta Ó. Asbjörnssonar. Gísli Sigurbjörnsson, kenndur við Grund, hefur nýlega gefið Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum stórgjöf til minningar um séra Pál Þórðarson, sókn- arprest í Njarðvík. Um er að ræða 50 þús. kr., sem fara skulu í sjóð til bygg- ingar langlegudeildar við Sjúkrahúsið í Keflavík. Bygging langlegudeild- ar hér við sjúkrahúsið er öldruðum mikið hjartans mál og það, að sú deild geti tekið til starfa sem fyrst. Gísli Sigurbjörnsson hef- ur margoft áður sýnt góðan hug til félagsins, en hann er aðal hvatamaður að stofn- un þess. Hann hefur stutt það og styrkt á margan hátt sem besti faðir og því senda aldraðir á Suðurnesjum honum bestu þakkir fyrir. Þá hefur hann m.a. séð til þess að öldruðum á Suður- nesjum hefur undanfarin 7 ár verið boðið í viku sumar- dvöl í Hveragerði og hafa þær vikur verið þeim alveg ógleýmanlegar. - epj. Garðyrkjudeild Keflavíkur Fundur verður haldinn í Skátaheimilinu við Hringbraut í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Fundarefni: Jóhanna Gunnarsdóttir svarar fyrirspurnum um almenna garðyrkju.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.