Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 27. júní 1985 13 Margeir Ásgeirsson. „Þetta er fallegur fiskur.“ Kosturinn um borð. V^ÐCjp CREAM PO^ Grindvíkingar! vinsælu snyrtivörurnar '™ "Z&fcr fást nú í Apótekinu. „Lakari gæði - skreiðarfískur- inn fer nú allur í salt“ Rætt við fiskmatsmann Fiskveiðar og fiskvinnsla er mál málanna í Grinda- vík, aðalatvinna flestra vinnufærra manna og það sem tilvera bæjarins byggir á. Menn voru önnum kafnir við að ganga frá og pakka saltfiski í Gjögri og þar hitti ég fyrir Margeir Ásgeirsson fiskmatsmann. Margeir var að meta saltfiskinn frá Gjögri og ég spurði hann álits á stöðu saltfiskverkunar á Islandi. „Það sem er að gerast núna í saltfiskframleiðslu miðað við það sem verið hefur er það að allur verri fiskur sem fór áður í skreið fer nú í salt. Þar af leiðandi er mikið meira magn í verri gæðaflokkum upp úr salti heldur en var áður. Það er það sem gerist þegar skreiðarmarkaðurinn er enginn. Að öðru leyti er þetta eins og allir vita góður fiskur þegar vel gefur og slæmur þegar gæftir eru slæmar, eða þegar fiskur liggur í æti. Hráefnið skiptir öllu máli“, sagði Margeir. En ertu ánægður með gæðin hér í dag, nú ertu búinn að meta heilmikið magn fyrir útflutning? „JÚ, maður getur sagt, að maður sé nokkuð ánægður með gæðin, en það sem er mest um vert er að þessir verri gæðaflokkar eru meira áberandi“. Hvert er þessi farmur að fara? „Þetta fer til Portúgal og er að langmestu leyti þorskur, örlítið af löngu og þ.h. Eg gæti trúað að þetta séu svona 350-400 tonn sem fer með þessu skipi núna“, sagði Margeir að lokum. - ehe. Apótek Grindavíkur Víkurbraut 62 - Sími 92-8770 GRINDVÍKINGAR SRtnyiHHU JsOUUBOÐ. Einfættur á útkíkki. Pása til að svæla. LÍSU kex 33,40 BURBON kex 31,90 JUVEL hveiti 35,50 ZCO-OP spaghetti, 400 gr. ... 27,90 z! CO-OP spaghetti, 1 kg 59,70 JUVEL makkarónur 34,90 BULGAR jarðarber, 1/1 ds. .. 72,10 LIBBY’S tómatsósa 24,95 KAUPFÉLAG SUÐURNESJA GRINDAVfK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.