Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 5
5 UNDIRBÚNINGSNEFNDIN KVENNAÁRATUGSRÁDSTEFNA SÞ 1985 The lcolandic Preparalory Commlllee for the World Confereoce 1985 of the U.N. Decade lor Women. Fundur haldinn 10. april 1984 aö Hallveigarstöðum I tilefni aðgeröa á lslandi vegna loka kvennaáratugarins 1985. Mættir voru: Bergþóra Einarsdóttir Áslaug Jóhannsdóttir Fríða Björk Pálsdóttir Guðríður Ragnarsdóttir Elísabet Gunnarsdóttir Ásdxs Guðmundsdóttir Birna Hrólfsdóttir Esther Guðmundsdóttir Elin Pálsdóttir Arndis Steinþórsdóttir Álfheiður Ingadóttir Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna Jafnréttisnefnd Isafjarðar Jafnréttisráð Samtök kvenna á vinnumarkaði Samtök um kvennaathvarf Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt Landssamband sjálfstæóiskvenna og Hvöt Kvenréttindafélag íslands Undirbúningsnefndin Ráðgjafanefnd Jafnréttisráös Miðstöö kvenna AB. Vilborg Haröardóttir, formaður Undirbúningsnefndar, setti fundinn, bauó fólk velkomið og ræddi ástæðu fyrir fundinum. Elin Pálsdóttir rakti þær hugmyndir sem fram hafa komið um aðgerðir árió 1985, en þær eru: TILLÖGUR FRÁ ÝMSUM FÉLAGASAMTÖKUM 1. Frá Kvenréttindafélagi íslands: Aö konur á íslandi gangi hringveginn. Hugmyndin var ekki nákvæmlega útfærð, en hugmynd var um að leggja i gönguna 19. júni og i göngunni yrði ákveóinn kjarni sem gengi allan hringinn. Konur i hverri sýslu undirbúi fundi eða þ.h. hver á sinum stað. 2, Frá Friðarhreyfingu islenskra kvenna: a) Farið verði á fund menntamálaráðherra til að þrýsta á um aó Sáttmáli S.Þ. um afnám alls misréttis gegn konum verói fullgiltur. b) Studd hugmynd KRFÍ um að konur gangi hringveginn undir kjörorðum kvennaáratugarins: Jafnrétti - framþróun - friður. c) Aö fá útvarp og sjónvarp til að flytja fræðsluefni um breytta stöðu kvenna viðsvegar um heim og að kvenna- samtök skipuleggi erindaflutning i útvarpi.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.