Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 10

Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 10
10 FRÁ UMHVERFISMÁLAHÓPI KVENNALISTANS Urahverfismála- og stóriðjuhópur Kvennalistans hefur starfaö allt frá því fyrir kosningar með meiri eða minni krafti. Að öörum ólöstuðum má segja að Bryndís Brandsdóttir hafi verið driffjöðurin í starfinu. Fundirnir voru lengi framan af haldnir heima hjá henni og leikur grunur á að kaffi- sjóðurinn hafi ekki alls kostar staðió undir öllum þeim kræsingum sem hópurinn sporðrenndi á milli umræðnanna um stóriðju, mengun, uppblástur og annan ódám i samfélaginu. Um 8-10 konur komu við sögu, þ.á.m. Sigrún Helgadóttir sem miðlaði af miklu örlæti af þekkingu sinni á náttúruvernd og náttúrufriðun og lýsti verkefnum sem brýnt er að snúa sér að. Hólmfríður Árnadóttir lá heldur ekki á liði sínu og aflaði ýmissa gagna um meðferð eiturefna, sem ekki virðist alltaf vera til fyrirmyndar i þessu landi. Þrátt fyrir það skilaði starfið ekki áþreifanlegum árangri i hlutfalli vió lengd og fjölda funda og umræðuefna. Til þess að koma málunum á traustari grunn tók Bryndis til sinna ráða. Hún fékk afnot af sumarhúsi Háskóla íslands 1 Herdisarvik vikuna 29. júni - 6. júli og lét það boó út ganga aó allar konur sem hefðu áhuga á að ræða um umhverfismál væru velkomnar til skrafs og ráðagerða. Með öll frumvörp sem nú liggja fyrir á Alþingi og snerta umhverfismál og Alþingistiðindi frá siðastliónu þingi i pússi sinu,ók Bryndis beint af hátið Kvennalistans á Þingvöllum til Herdisarvikur ásamt syni sinum, Brandi, 2 1/2 árs, og sló allar dyr upp á gátt. Inn um þær dyr gengu eftirfarandi konur til lengri eða skemmri dvalar: Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir og Guðrún ólafsdóttir tvisvar, Guórún Jónsdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hólmfriður Árnadóttir, ina og Dista Gissurardætur, Helga Jóhannsdóttir. Auk þess komu dætur Sigurbjargar og frænka þeirra, dætur Hólmfrióar og Helgu og undu hag sinu hið besta. í Herdisarvik var gert allt i senn, að njóta ánægjulegra samvista, útivistar og náttúrunnar bæði i glampandi sólskini og hita og i ausandi rigningu og að ræða um og kynna sér umhverfismál. Einn eftirmiddag sagði Dista Gissurardóttir frá reynslu sinni af starfi sinu sem efnafræóingur við hreinsistöð við frárennsliskerfi i Suður-Englandi og við ræddum um aðstæður hér á höfuðborgarsvæðinu og hvað brýnast væri að gera til þess að kippa holræsamálum i lag. Flett var i gegnum frumvörpin og þau skoðuð og rædd og gerðar athugasemdir um atriöi sem vert væri að kanna og ræða betur. Stóriðjumál voru mjög til umræöu og þá einkum hættan á álveri við Eyjafjörð og voru uppi háværar raddir um að hópurinn skrifaöi grein þá á stundinni. Greinin er óskrifuð enn enda erfiðleikar i Herdisarvik með upplýsingaöflun fjarri simum, skýrslum og sérfræðingum.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.