Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 16
16
friðarrAðstefna í reykjavík
Nú er röóin komin aó Reykjavik i friöarbaráttunni.
24.-26. ágúst veröur fundað aö Hótel Loftleiðum um vig-
búnaö i norðurhöfum og koma margir erlendir gestir og
fyrirlesarar til ráðstefnunnar.
Það er North Atlantic Network sem heldur ráðstefnuna,
en Samtök herstöðvaandstæðinga hafa annast undirbúning
hér.
Þær sem hafa áhuga á þátttöku leiti upplýsinga á skrif
stofunni á Vikinni, en það skal sérstaklega bent á að
fyrirlestrar sem haldnir verða föstudaginn 24. ágúst
eru öllum opnir.
friðarmAl
Þriöjudagskvöldió 14. ágúst kl. 20.30 verður opið h
hjá Kvennalistanum á Vik.
H
Jóhanna Maria Lárusdóttir,
Ingibjörg Hafstað,
Guðrún Agnarsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir
segja fréttir af frióarfundum i Stokkhólmi og á Alands-
eyjum.
Við ræðum um frekari stefnumótun i friðar og utanrikis-
málum.
Mætum nú allar og látum i ljós skoðanir okkar og hugmyndir.
LANDSFUNDUR 1984
Nú fer óðum að liða aó stóru stundinni. Landsfundur
Samtaka um kvennalista verður haldinn helgina 3. og 4. nóv.
1984 að Hótel Loftleiðum.
Æskilegt er að hver angi tilnefni eina konu i lagabreytinga-
nefnd.
Og takið vel eftir - BREYTINGATILLÖGUR við lögin þurfa að
hafa boristskriflega eigi siðar en 14 dögum fyrir landsfund
til ínu á Vik. Athugið að það sama gildir um orðalags-
breytingar.
KONUR ÚTI A LANDI - nú er kjörið aö drifa i að stofna
anga og mæta a landsfundinn. Varðandi hagstæð kjör á
fargjöldum - hafið samband við ínu i sima 91-13725.
Kristin Blöndal 27481
Kristin Sigurðardóttir 667211
Ingibjörg Guðmundsdóttir 54938
Bryndis Guðmundsdóttir 53951
Nánar um fundinn siðar.