Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 1

Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 1
FRÉTTABRÉF 7.tbl. 2.árg. 1984. Ötg. Kvennalistinn Ábm. Ina Gissurardóttir Landsbókasafn Isl Safnahúsinu Hverflsgötu lol Reykjavík KVENNARÓTAN ÞANKAR KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR "Ég stend alveg með ykkur. Gangi ykkur bara vel i þvi, sem þið eruð að gera, stelpur", sagði kotroskinn unglingur vió okkur kvennarútukonur á ísafirði. Þessi skemmtilega kveðja er táknraen fyrir hringferð okkar um landið, sem tókst svo makalaust vel. Þeim, sem tóku þátt i ferðinni lengri eða skemmri leið eftir ástæðum, verður hún ógleymanleg fyrir margra hluta sakir. Eins og veðurguðirnir virtust mótfallnir framboðsbrölti okkar fyrir siðustu kosningar, var rétt eins og þeir vaeru orðnir okkar dyggustu stuðnings"menn", þvi þeir léku viö okkur allan hringinn með óverulegum undantekningum, og "stelpur, er þetta ekki fallegt, þvilikt land", heyrðist andvarpað oft á dag, meðan Sigga bilstjóri skilaði okkur af öryggi um heiðar og dali, sléttur og brekkur. En þótt landið okkar hafi sannað fegurð sina og sérstöðu og veðurguðirnir keppst um að baeta fyrir gömul brot i okkar garð, er þó viðmót fólksins og höfðinglegar móttökur það, sem hæst ber, þegar ferðin er rifjuð upp. Á hverjum viðkomustað af öðrum var okkur tekið opnum örmum, svo að ólýsanlegt er. Hver var að segja, að gestrisnin vaeri dvinandi á íslandi? Sú, sem þetta ritar, var meó fyrstu tvo daga hring- ferðarinnar, varð svo að sinna öðru um hrið, en hoppaöi aftur um borð á Norðurlandi vestra. Þá var komið ákveðió snið á reisuna og algjört aevintýri að koma i fyrsta sinn meó rútunni inn á Blönduós undir dynjandi baráttusöngvum og köllum um hátalarakerfið og sjá viðbrögð fólksins, sem veifaði og hló við okkur. Kennarahjón á staðnum opnuðu heimili sitt upp á gátt, og með aðstoð nágrannakvenna var okkur borin hin ljúfasta máltið. Um kvöldið var vel sóttur fundur á Hótel Blönduósi, einn af þessum "bestu fundum", sem urðu býsna margir i ferðinni.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.