Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 11

Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 11
11 Þá var gert uppkast að frumvarpi um umhverfisfræðslu og greinargeró með þvi. Loks var sest nióur eitt kvöldiö og samið efnisyfirlit yfir hefti, sem gæti heitið "Umhverfismálahefti Veru" eóa "Kvennadraumar um betra og fegurra umhverfi". Því miður rætast stórir og fagrir draumar sjaldnast, en við erum þó vongóðar. 1 það minnsta erum við staðráðnar i þvi að láta drauminn um umhverfismálaheftið rætast. Hver er svo reynslan af umhverfismálavikunni i Herdisarvik? Ég held að ég mæli fyrir munn allra þeirra sem hlut áttu aö máli aó það var gaman að draga sig út úr amstri hversdagsins og vera samvistum við aðrar konur og ræða laust og fast um sameiginleg áhugamál. Hins vegar verð ég að játa, og ég býst við að sama eigi við um hinar, að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með afköst og beinan árangur. Það vantaði bæði vissar lykilpersónur og erfiðleikar með gagnaöflun stóðu okkur nokkuð fyrir þrifum. Er þá þessi háttur ekki vænlegur til árangurs? Jú, ég held það eindregið. Vinnuaðstæður sem þessar henta vel til þess að gera sér grein fyrir viðfangsefnum og hverjum tökum á að taka þau og til þess að móta stefnu. Ennfremur gætu þær hentað til þess að ganga frá verkefnum, sem væru að mestu fullbúin. Frumskilyrði fyrir árangursriku starfi er þó sæmilegur undirbúningur og að þátttaka sé nokkurn veginn tryggð. Að lokum vil ég þakka Bryndísi fyrir þetta bráóskemmtilega framtak. Ég er þess fullviss að árangur af umræöunum á eftir að skila sér i markvissara starfi umhverfismálahóps Kvennalistans og i skipulags- og umhverfismálahóp Kvenna- framboðsins, sem tók virkan þátt i þeim. Eftir að heim kom frá Herdisarvik hefur verið haldinn einn fundur i umhverfismálahópnum og voru þá ályktanir Náttúruverndarþings á siðastliðnu vori ræddar. Guðrún ólafsdóttir

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.