Fréttabréf - 01.08.1989, Page 4

Fréttabréf - 01.08.1989, Page 4
 þingkonuna og aflað upplýsinga. Látið endilega heyra frá ykkur síminn er 91- 11560 á Alþingi og 91-13725 á Laugavegi 17. EFTA og EB Það hafa verið töluverðar umræður í þinginu um viðræður EFTA og Evrópubandalagsins. Kvennalistakonur hafa varað mjög við vinnubrögðum utanríkisráðherra í þessu máli og þeirri glígju sem virðist blinda marga sem um þessi mál fjalla. Fram hefur komið á Alþingi að Kvennalistinn telur að leita beri beinna samninga um samskipti okkar við bandalagið um útvíkkun á viðskiptasamningi með sjávarafurðir. milljónir, sem er jafnmikið og áætlað er að eitt starf í nýju álveri muni kosta. Ennfremur leggjum við til að framlag til Byggðastofnunar verði aukið um 20 milljónir svo hægt verði að gera sérstakt átak í atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni. Við leggjum einnig til að rúmum þrem milljónum verði veitt til UNIFEM, (hjálparstarf fyrirkonur í þróunarlöndum), að framlag til kven- naathvarfsins í Reykjavík verði tæpar ellefu milljónir og að Samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi fái ellefu milljónir í stað tveggja eins og lagt er til í frumvarpinu. Loks leggjum við til að veitt verði rúmum sex milljónum til kynfræðslu. ' 200 milljónir í til aö efla atvinnulíf kvenna Fjárlög þarf að afgreiða fyrir áramót . Málmfríður er fulltrúi okkar í fjárveitinganefnd og er desember mikill annatími hjá henni. Ekki liggur fyrir nú hversu mikill hallinn verður á Ijárlögunum að þcssu sinni Ijánnálaráðherra segir 3 milljarðar en aðrir telja að 6 - 7 milljarðar séu nærri lagi. Málmfríður hefur gagnrýnl ýmsa þætti frumvarpsins og hefur m.a. bent á að þær forsendur sem fjármálaráðherra gefur sér muni ekki standast. Þingkonur Kvennalistans fluttu breytingartillögur við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið þar skal fyrst nefna tvær tillögur sem tengjast beint atinnvumálum kvenna annars vegar að settur verði nýr liður á fjárlög sem nefnist “átak í atvinnumálum kvenna” og fari í það 200 Af öörum málum Kvennalistakonur gera fleira á Alþingi en að flytja sín eigin mál, þær taka að sjálfsögðu þátt í umræðum um hin ýmsu mál sem koma fram í þinginu. Kvennalistinn flutti vantrauststillögu á ríkisstjómina ásamt Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum hægrimönnum. Tillagan var ekki samþykkt eins og flestum er eflaust kunnugt. Virðisaukaskatturinn hefur komið nokkuð til umræðu á liðnum vikum, nú er ríkisstjómin búin að ákveða prósen- tuna 24,5% á allt og þar með talið matvæli. Kvennalistakonur hafa ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að best væri að fresta gildistöku laga um “vaskinn” til eilífðar. Það mætti vissulega minnast á fleiri mál hér, en við segjum þetta nóg í bili. Sigrún Jónsdóttir 4

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.