Fréttabréf - 01.08.1989, Blaðsíða 6
Alþjóðlegur Kvennabanki er til - en
erum við íslenskar konur til ?
Ég var beðin um að endursegja í
stuttu máli frá hugmyndinni um
Kvennabanka, sem er spjallaði um hér í
Laugardagskaffi hjá Kvennalistanum
laugard. 2. des. sl. og geri ég það hér
með, með glöðu geði.
Ja hvað segir kvenpeningurinn í
þessu landi um að gerast aðili að
efnahagslegu kerft byggt á forsendum
kvenna, sem hefur það að leiðarljósi að
gera konur í heiminum efnaðri ? Ekki
veitir af!
Alþjóðlegi Kvennabankinn (Womens
World Bank) var stofnaður árið 1980 og
ástæðan fyrir því að nokkrar konur frá
ýmsum löndum hófu þessa starfsemi
voru þær dapurlegu niðurstöður sem
kynntar vom í upphafi Kvennaáratugar
Sameinuðu þjóðanna: “Konur ynntu af
hendi 65% allra starfa sem unnin vom í
heiminum, fyrir það framlag þáðu þær
10% af öllum greiddum launum en vom
eigendur að aðeins 1% allra eigna í
heiminum”.
Safnast þegar saman kemur
Allar viljum við bæta hag kvenna og
oft hefur það hvarflað að manni þegar
maður hefur horft upp á hver
fjármálamistökin á eftir öðmm hér á
landi, reyndar keyrir nú um þverbak
þegar afleiðingar vitleysunnar blasa við
okkur, þá hefur maður oft hugleitt hvort
konur gætu ekki sameinast um Kvenna-
banka því enda þótt við höfum ekki
mikið fjármagn milli handanna þá sa-
fnast þegar saman kemur. Einnig hefur
verið dapurlegt að horfa upp á hvemig
bankakerfmu hér er stýrt af körlum,
fyrir karla og konur þykja vart
lánshæfar. Það fer það orð af okkur
konum að við séum eyðslusamar, höfum
ekki vit á peningum né fjármálum enda
þótt þetta séu að verða hin mestu
öfugmæli. Já einhvetja von verðum við
að eygja og þá horfum við ekki til
karlanna - það er löngu ljóst og þess
vegna hef ég séð Kvennabanka fyrir
mér í hillingum í nokkur ár.
B^P.W. konur á íslandi
Hér á landi er starfandi alþjóðlegur
félagsskapur kvenna sem heitir B.P.W.
og stendur fyrir Bissness and
Professional Women. Hann hefur verið
starfandi í 60 ár úti í hinum stóra heimi
en á 10 ára afmæli hér heim um þessar
mundir (Nafngiftin inniber ekki
eingöngu konur í viðskiptum heldur eru
konur “bara” á vinnumarkaðnum
fjölmennari.)
B.P.W. konur hittast annað hvert ár
og halda alþjóðlegan fund í einu hinna
76 þjóðlanda sem hann er starfandi í og
alls eru meðlimir um 250.000 konur. í
október var XIX alþjóðlegi fundurinn
haldinn á Bahama-eyjum og þar var
boðið upp á “Work-shop” eða vin-
nufund með forseta Alþjóðlega Kvenna-
bankans, Michaelu Walsh. Ég var fljót
að láta skrá mig á alþjóðaþingið en ég
er í forsvari fyrir félagsskapinn hér á
ísland um þessar mundir (við erum um
60 B.P.W félagskonur á íslandi).
Hjól í staö pýramída
Fundurinn með Michaela Walsh var
mjög áhugaverður og alger uppljómun á
margan máta. Þama var upplýst að
Alþjóðlegur Kvennabanki er
viðurkenndur nú þegar í 41 landi og alls
eru 91 hópar starfandi sem vinna eftir
6