Fréttabréf - 01.08.1989, Side 11
Barneignabylgjan og baráttan um FHR
í Reykjavík
Fæðingum hefur fjölgað, rúmum
hefur fækkað, Fæðingarheimilið hefur
verið lokað lungann úr sumrinu. Allt
hefur verið fullt út úr dyrum á
Landspítalanum og Fæðingarheimilinu
og á sama tíma samþykkir meirihlutinn
í borgarstjóm að leigja “einkalæknum”
1. og 2,hæð FHR. Þetta er í stuttu máli
staðan.
Fulltrúi Kvennalistans í borgarstjóm
rak um ramavein, mótmælti, var auk
heldur uppi með kjaft við karlmann í
útvarpi og fjölmargar konur brugðu við
ótt og títt.
Haldinn var mörg hunduð manna
borgarafundur á Hótel Borg sem 16
fjölmenn samtök og félög kvenna stóðu
að. Stórkostlegt að sjá báða salina
fyllast af ungum konum með komaböm,
kasóléttum konum, óóléttum konum á
ýmsum aldri auk karla. Samþykkt var
áskomn á borgarstjóm að ganga ekki til
samninga við læknana og þess krafist að
2 hæð FHR, með 18 rúmum verði tafar-
laust tekin í notkun og þannig brugðist
við bameignabylgjunni á jákvæðan hátt.
(Ályktunin er birt í heild sinni hér á
eftir).
Stórkostlegt og við töldum að nú
væri lag, meirihlutinn tæki tillit til þessa
og félli frá áformum um leiguna. Auk
þess var vitað að allt fagfólkið á LSP og
FHR er á móti þessari ráðstöfun. EN
ekki varð okkur að ósk okkar - ekki enn.
Á borgarstjómarfundi 7.des. samþykkti
meirihlutinn þrátt fyrir allt, í trássi við
allt og alla, gegn öllum rökum og
skynsemi að ganga til samninga um
leiguna til “einkalæknanna”. Eg segi -
ekki enn því átakshópurinn sem
undirbjó “Bameignabylgjufundinn”
ætlar ekki að gefast upp. FHR skal ekki
úr höndum kvenna - í hendur
einkavæðingar fyrr en í fulla hnefana !
Það er til fullt af öðmm húsum sem þeir
eiga í að venda - við höfum bara þetta
enn sem komið er. Ég segi - enn sem
komið er - hver veit nema við setjum
okkareigið fæðingarheimili á laggir,
með tilstyrk kvenna um allt land.
Hvemig væri það ?
Alla vega er ekki bitið úr þessari nál.
Heilbrigðisráðherra á t.d. eftir að veita
starfsleyfi, við gmnum hann um
stuðning við okkur. Allt starfsfólkið á
kvennadeild LSP og FHR styður okkur
og landlæknir lýsti stuðningi á
fundinum á Borginni. Við emm ekki
fáar konur og fáliðaðar og alls ekki
einar í þessu stríði um bættan hag
kvenna og bama. Það á ýmislegt eftir að
ganga á áður en af þessu verður skaltu
vita borgarstjóri, Davíð og þið hin sem
samþykktuð!
Bókun minnihlutans í
borgarstjórn
Á fundi borgarstjómar 7.desember
sl. flutti Elín G. Ólafsdóttir eftirfarandi
bókun fyrir hönd minnihlutans í
borgarstjóm.
“Sjálfstæðismenn í meirihluta
borgarstjómar hafa nú samþykkt leigu á
n