Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 2
Lítil ferðasaga landsb^taþin^ffinu Þó aö feröasögur geti veriö eitt þaö alleiöinlegasta, sem sett er á blaö, þá ætla ég nú samt aö Koma hér meö eina stutta: í þinghléinu 23. jan. til 6. feb. hélt ég aö sjálfsögöu til heima hjá mér í Hnífsdal. Viö Kvennalistakonur sátum þó ekki alveg fundalausar þennan tíma, og mánudaginn 3. feb. var boöaö til þingflokksfundar. Ég tók flugvél aö moigni frá ísafiröi og allt gekk vel. Fundurinn gekk greiölega og lauk fyrir kl. 19. Þá var of seint aö ná flugvél til baka til ísafjarðar, svo ég pant- aöi far næsta morgun. En þá hefst sagan fyrir alvöru, þ.e. það sem í frásögur er færandi. 5 ára meö kitl i maga Á flugvellinum kom til mín kunningi minn, sem var aö senda 5 ára dóttur sína í heimsókn til afa og ömmu á ísaflröi, og spuröi, hvort ég gæti lofaö henni aö sitja hjá mér á leiöinni, aflnn tæki á móti henni. Þaö var vitaskuld auösótt mál. Á leiöinni spjallaöi litla stúlkan um alla heima og geima og viö höföum þaö ágætt, þar til flugvélin lækkaöi flugiö í Djúpinu. Þá tók hún nokkrar aukadýfur, og sú litla tilkynnti, aö nú fengi hún kitl í magann. Kitliö breyttist síöan í verki meö fyrirsjáanlegum afleiöingum, sem enduöu í réttum umbúöum. Á meöan þetta geröist tilkynnti flugmaöurinn, aö því miöur væri oröiö of hvasst á ísafiröi til aö lenda og viö yröum aö snúa viö til Reykjavíkur. En 5 mínútum síöar var tilkynnt, aö viö myndum lenda á Þingeyri, ef hægt væri, og rúta kæmi frá ísafjaröarflugvelli meö farþega suöur og tæki okkur til baka. Ekki var annaö vitaö en aö Breiödaisheiöi væri vel fær. Eftir lendingu kom þó annaö í ljós, ófært yflr heiöi og ekki mokst- ursdagur Vegageröarinnar þannig aö ekki yröi mokaö þann daginn. Og þama sátum viö, og næsta frétt var, aö líklega yröum viö aö fara aö drifa okkur af staö til Reykjavíkur, því flugvöllurinn þar væri aö lokast vegna versnandi veöurs. 2

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.