Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 3
Sætisbeltin dugOu ekld Mú voru góð ráð dýr. Átti ég að veröa eftir á Þingeyri og freista þess að komast næsta morgun til ísafjaröar eða fara aftur suöur? Ekki var neitt útlit fyrir flug tii ísafjaröar næstu 3 daga samkvæmt veöurspá. Meöan ég velti þessu fyrir mér, sá ég, hvar lítil vél frá Flugfélaginu Emi á ísafiröi kom út úr kóflnu og lenti rétt hjá Fokkem- um. Um leiö vissi ég, hvaö ég átti aö gera og var fljót aö stika út aö vél og spyrja bjargvætt okkar Vestflröinga í flugmálum, Hörö Quö- mundsson, hvort ég fengi far meö honum til ísafjaröar. Þaö var auösótt mál, 2 sæti laus, en hann átti aðeins eftir aö skreppa á Bíldudal og Patreksfjörö meö póst og farþega, áöur en ferðinni væri heitiö á ísafjörö. Litli feröafélagi minn vildi heldur koma meö mér en fara til baka til Reykjavíkur. Og eins og í Kardemommubænum „þá var þaö ákveöiö'. Hæsti viökomustaöur var BDdudalsflugvöllur. Þar var skipst á pósti og tekinn farþegi og svo aftur í loftiö og yflr Háifdán, vega- tálma þeirra Bílddælinga í samgöngumálum. Þá fór nú aö hvessa heldur betur, og yfir Patreksflröi dugöu sætisbeltin ekkl til aö halda okkur vinkonunum kyirum. En leikni flugmannsins brást ekki frekar en endranær, og viö lentum klakklaust Þá fengum viö útgönguleyfl á meöan veriö væri aö afferma og taka nýjan farm ásamt farþegum. Og þar fór kókómjólkin Ekki var mjög álitlegt aö hlaupa úr flugvélinni inn í flugstöö- ina, hvassviöri og snjókoma. Þar sá ég nokkur kunnugleg andlit, sem settu upp undrunarsvip og spuröu á hvaöa leiö ég væri. Enn meira undrandi urðu þeir þó, þegar ég sagðist vera á leiö til ísafjaröar frá Reykjavík og væri nú aö koma frá Þingeyri meö viökomu á Bíldudal. Eftir flugtak frá Patró gekk allt í haginn, enda veöriö á eftir okkur. En nokkrar sviptingar uröu viö lendingu á ísaflröi, enda aö sjá gufurok út úr Firöinum. Utla vinkona mín var því sammála og skilaöi kókórru'ólkinni sinni aftur, sem hún haföi veriö aö sötra í Fokkemum. Sem betur fór var nóg af til þess geröum pokum aö taka viö þvi. Á flugvellinum á ísaflröi var svo afinn mættur og haföi haft spumir af feröalagi okkar. Þetta er skrifaö tveimur dögum seinna, og enn hefur ekki veriö flogiö til ReyHjavíkur. Snjórinn, sem svo lengi hefur látiö bíöa eftir sér, er loksins kominn. Vonandi fer hann ekki alveg strax. Meö kveöju frá Vestfjöröum, Jóna Vaigeröur Kristjánsdóttir. 3

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.