Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.02.1992, Blaðsíða 13
Bókanir í Útvarpsráði: Útvarpsráð styður sjónarmið Kvennalista Eins og Kvennalistakonur væntanlega muna varð dag- skrárstjóm Rásar 2 á gamlársdag til þess aö þingflokkur Kvennalistans ritaöi Útvarpsráöi bréf og vakti athygli á rýrum hlut kvenna í þeirri dagskrá. Virtist okkur einsýnt, aö með því aö sniðganga Kvennalistann, einan þingflokka, þegar boðið var til almennrar sijómmálaumræöu á síöasta degi ársins, heföu reglur Ríkisútvarpsins um óhlutdrægni veriö þverbrotnar. Bréfið birtist í heild sinni í síðasta Fréttabréfi. Bókun Kristfnar Kristín A. Ámadóttir, varafulltrúi okkar í Útvarpsráöi, lagði svo fram eftirfarandi bókun á fundi Útvarpsráðs 10. jan.: .Qamla áriö var kvatt meö tilþrifum í beinni útsendingu Rikisútvarpsins frá Perlunni á gamlársdag. Mikiö var í lagt, dagskráin send út samtímis í sjónvarpi og hljóövarpi. Tækni- lega séö var um fyrirtaks útsendingu aö ræöa, en um dagskrár- gerðina er ekki sömu sögu aö segja, og hafa margir séð ástæöu til aö mótmæla. Ekki síst konur, sem á heildina litiö var mis- boðið. Hlutur kvenna var rýr í þættinum. Áberandi var að engin kona var í hópi sýnilegra dagskrárgerðarmanna, yfírgnæfandi meirihluti þátttakenda var karlkyns, og þegar kom að sljóm- málaumræðu í árslok vom til kallaöir .landsfeðumir" í fjór- flokknum, sem að því er viröist er hin eina viöurkennda stærð í íslenskum sijómmálum. Kvennalistanum, sem átt hefur fulltrúa á Alþingi allt frá árinu 1983, var ekki boöin þátttaka. Vinnu- brögð þessi eru ólíðandi og rétt að rifja upp, að sama var uppi á teningnum fyrir réttu ári, en þá var einnig litiö framhjá tilurö Kvennalistans í stjómmálum. Eina samtaliö sem átt var við alþingiskonu í þessari útsendingu snerist um klæöaburö og tísku og var m.a. spurt á þá leiö hvort sérstakur klæðaburöur 13

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.