Fréttabréf - 01.10.1995, Side 11

Fréttabréf - 01.10.1995, Side 11
Ályktun landsfundar aðstæðum kvenna. Láglaunastefnan í þjóðfélaginu heldur konum í fátæktargildru. Sætta konur sig við þetla? Við segjum nei. Þrátt fyrir ávinninga finna íslenskar konur fyrir því bakslagi sem gætt hefur í kvennabaráttunni um heim allan á undanfömum misserum. Konur reka sig sífelit upp í hið ósýnilega glerþak ríkjandi viðhorfa og hefða. Sífellt fleiri konur gera sér grein fyrir því að lögin sem kveða á um jafnræöi kvenna og karla samræmast ekki skilaboðum sem stöðugt berast konum um að þær séu til færri fiska metnar. Er þetta sú veröld við viljum? Við segjum nei. Reynslan kennir okkur að það þarf stöðugt að standa vaktina og Kvennaiistinn gerir það nú sem fyrr. Settu marki hefur ekki verið náö fyrr en kynferði hættir að hafa áhrif á aðstæður, starfsferil og kjör fólks. Konur sætta sig ekki við neitt minna en efnahagslegt, félagslegt og líkamlegt sjálfstæði. Þær eiga rétt á frelsi til að velja Ufi sínu þann farveg sem hugur þeirra stendur til. Þær eiga skilið að vera metnar að verðleikum á eigin forsendum. Það er sú veröld sem við viljum. Það eru miklir umbrotau'mar í fslenskum stjómmálum. Þeir fela í sér tækifæri sem konur verða að nýta sér, minnugar þess að hvert eitt skref skiptir máli. Það er mjög mikilvægt að allar konur, hvar í flokki sem þær standa, vinni saman að framgangi jafnréttis og kven- frelsis. Karlar em þar heldur ekki undanskildir. Konur em ekki óvinir karla, en þær verða að fá að ráða nútíð og framtíð til jafns við þá. Kvennalistinn er eina stjómmálaaflið sem setur baráttu fyrir kvenfrelsi og mannréttindum kvenna í öndvegi og hefur því mikil- vægu hlutverki að gegna. íslenskar konur búa yfir mikill orku og krafti ekki síöur en náttúra landsins. Nýtum þessa orku til þess að takast á við hindranir og ryðja nýjar brautir. Eflum vitund kvenna um stöðu sfna. Stöndum saman um að ná því markmiði að konur hafi jafna hlutdeild og karlar við mótun samfélagsins. Konur eiga erindi f stjómsýslu sem og annars staðar, ekki einungis til að leita réttar sfns heldur vegna hugmynda sinna og viðhorfa. Þegar konur standa saman em þeim allir vegir færir. 11

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.