Fréttabréf - 01.10.1995, Page 15

Fréttabréf - 01.10.1995, Page 15
Stjórnarandstöðublað 1. des. Málgögn hinna stjómarandstöðuflokkanna á þingi höfðu nýlega sam- band við Veru vegna þess að var að undirbúa útgáfu á sameiginlegu tölublaði Alþýðublaðsins, Vikublaðsins og Þjóðvakablaðsins og var erindið að fá Veru til að taka þátt í útgáfunni. AÖeins verður um þetta eina tölublað að ræða og kemur það út 1. desember. Þar sem Vera er ekki beinlínis málgagn Kvennalistans heldur óháð tímarit um kven- ffelsismál þótti ekki rétt að nota hana af slíku tilefni. Framkvæmdaráð ákvað að okkar framlag til þessa blaðs yrði Pilsaþytur og var Þórhildi Þorleifsdóttur falið að sitja í ritstjóm fyrir okkar hönd. Nú þegar fréttabréfið er að fara í fjölritun er verið að leggja síðustu hönd á efni og vinnslu blaðsins og munu áskrifendur fréttabréfsins fá eintak sent. Vonandi verður þar eitthvað við allra hæfi. Kvennasýning í Nýlistasafninu Laugardaginn 2. desember kl. 16:00 verður opnuð sýning á verkum 16 bandarískra myndlistarkvenna í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B í Reykja- vík. Sýningin er unnin í samstarfi við Artemisia gallery í Chicago og ber yfirskriftina Viðhorf, góðar stelpur / slæmar konur (Attitudes, good girls / bad women) og vora verkin á sýningunni valin með tilliti til femínísks inntaks. 3. nóvember s.l. var, á móti, opnuð sýning á verkum 8 íslenskra myndlistarkvenna, „Altitudes", í sýningarsölum Artemisia í Chicago. Artemisia gallery er rekið af myndlistarkonum. Það var stofnað árið 1973 sem andsvar við hefðbundum sölugalleríum sem konur höfðu nánast engan aðgang að. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni Nýlistasafnsins og Artemisia og er ekki séð fyrir endann á því hvemig þau tengsl munu þróast. Nýlistasafnið er opið kl. 14:00-18:00 alla daga. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. desember. 15

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.