Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ✝ Hulda Kristó-fersdóttir fæddist í Holti á Djúpavogi þann 19. júlí 1925. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu á Höfn 1. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Kristófer Eiríksson, f. í Hólmi á Mýrum 1874, og Sig- urbjörg Sigurðardóttir, f. á Þvottá í Álftafirði 1887. Systk- ini hennar voru Sigurður, f. 1912, Kristín Guðlaug, f. 1913, Ragnar Héðinn, f. 1915, El- ínborg, f. 1916 , Guðný, f. 1917, og Kristbjörg, f. 1920. Systkinin eru öll látin. Hulda var sín æskuár á Djúpavogi, um ferm- ingu fór hún í vist til lækn- ishjónanna í Dölum á Djúpavogi og sá þar um heimilið, hún fór til Reykjavíkur og vann á Hótel Íslandi. Eftirlifandi eiginmaður Huldu til 70 ára er Sigurður Jónsson, f. á Norðfirði 7. októ- ber 1925. Þau byggðu húsið Dagsbrún á Djúpavogi 1947 og bjuggu þar öll sín búskaparár. Hulda stundaði sjóinn við hlið manns síns í 28 ár og vann al- menna verkamannavinnu, s.s. grét, f. 1973, d. 2011, eftirlif- andi sambýlismaður er Guð- mundur Þorsteinsson. Kristófer Eiríkur, f. 1976. Sambýliskona hans er Sandra Ólafsdóttir. Þorkell, f. 1983, giftur Oddnýju B. Helgadóttur.4) Þorgerður, f. 1956, búsett á Höfn, gift Guð- mundi L. Magnússyni. Þeirra dætur eru Ingibjörg, f. 1976, gift Jóni Þorbirni Ágústssyni. Sigrún Bessý, f. 1980, 5) Mar- grét Þóra, f. 1962, búsett í Stykkishólmi, gift Halldóri Lúð- vígssyni. Börn Margrétar og Ríkharðar A. Jónssonar eru Guðmundur Theodor, f. 1981, sambýliskona hans er Eva Lind Matthíasdóttir, Jóhanna Ellen, f. 1983, og Sigurður Örn f. 1985. Dóttir Margrétar og Þórarins Sigvaldasonar er Kristjana, f. 1977, gift Guðna Halldórssyni. 6) Ólöf Ragnhildur, f. 1963, bú- sett í Reykjavík, gift Bjarka Gunnarssyni. Þeirra börn eru Eva Björt, f. 1995, Marinó Bessi, f. 1999, og Rakel Hulda, f. 1999. Dóttir Ólafar og Ingvars Pét- urssonar er Jóhanna Vilborg, f. 1983, gift Birki Hrafni Jóakims- syni. 7) Guðrún, f. 1968, búsett í Reykjavík. Sonur hennar og Jó- hanns K. Halldórssonar er Brynjar Páll, f. 1988, sambýlis- kona hans er Rakel B. Garð- arsdóttir. Barnabarnabörnin eru 28 og barnabarnabarnabörnin tvö. Útför Huldu fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 10. októ- ber 2015, kl. 14. við fiskvinnslu og í sláturhúsi samhliða húsmóðurstörfum. Hulda og Sigurður eignuðust sjö börn: 1) Þráinn, f. 1948, búsettur á Djúpa- vogi, giftur Emi- liönu Lovísu, f. 1958, dætur þeirra eru María Emily, f. 1990, gift Jatinder Singh og Þórunn Amanda, f. 1999. Börn Þráins og Bjarneyjar Pálínu Bene- diktsdóttur eru Unnsteinn, f. 1969, í sambúð með Bryndísi B. Hólmarsdóttur. Hulda Sigurdís, f. 1971. Sambýlismaður hennar er Borgþór Svavarsson. Katrín Birna, f. 1977. 2) Jóna Sig- urbjörg, f. 1950, búsett í Kópa- vogi. Sambýlismaður hennar er Mustafa M. Koca. Börn hennar og Eiríks Marteinssonar eru Kristbjörg, f. 1969, gift Haf- steini Steingrímssyni. Ásta Huld, f. 1976, gift Guðlaugi Hannessyni. Íris Sif, f. 1980, sambýlismaður er Magnús Guð- jónsson. 3) Sigurbjörg, f. 1953, búsett í Mosfellsbæ , gift Guðmundi Árna Þorkeli Sigurðssyni. Þeirra börn eru Petrína Mar- Ég var svo heppin, aðstæðna minna vegna, að búa hjá ömmu og afa í Dagsbrún um tíma á unglingsárunum. Þá kynnist ég ömmu og afa. Amma var mikill dýravinur og þótti vænt um garðinn sinn og sinnti honum af alúð. Passaði að fuglarnir fengju nóg að borða. Verkaskiptingin á heimili þeirra eftir að ég kynntist þeim var langt á undan sinni samtíð. Amma fór á sjó með afa og afi eldaði oft matinn og vann önn- ur heimilisverk, þau unnu hlut- ina í sameiningu. Margar góðar stundir hef ég átt í eldhúsinu í Dagsbrún. Eft- ir að ég stofnaði fjölskyldu á Djúpavogi og réri á mínum bát, þá var iðulega farið í morg- unkaffi í Dagsbrún, þegar það voru brælur. Tók ég þá stundum börnin með og sátum við þá ég, pabbi og afi við eldhúsborðið og leyst- um heimsmálin, amma sat á kolli við eldavélina, hlustaði á okkur, fylgdist með pottunum og Hólmari og síðar Bjarneyju. Amma var hógvær en lét í sér heyra þegar á þurfti, og hafði sínar skoðanir. Hún var ekki bara amma, hún var einnig vin- ur og hún var engin venjuleg amma. Hún stundaði sjó með afa í nær þrjá áratugi. Einhverja hluta vegna kom ég mér oft í þær aðstæður að fá að fara með þeim, ömmu og afa, á sjó og á ég margar góðar minningar frá þeim sjóferðum. Minnisstæð er síðasta sjóferðin sem ég fór með ömmu í mars 2012. Þá fórum við inn í Beru- fjörð að draga þorskanet, sára- tregt var í netin, engin veiði. Á leiðinni í land ákveða þau að sýna mér miðin með stóru fisk- unum. Siglt var á blettinn og báturinn stoppaður. Við afi fór- um út á dekk en amma sest í stólinn og fylgist með tækjun- um og við gerðum handfærin klár. Stuttu seinna sprettur hún upp og kíkir út um dyrnar og segir „það er farið að lóða, það er kominn fiskur undir“ og kemur út til okkar og viti menn, við drógum tæpt tonn af rígaþorski á örskammri stundu. Það voru ánægðir veiðimenn sem lögðu að bryggju þann daginn. Amma, margar góðar minn- ingar fóru í gegn um hugann þær stundir sem ég sat hjá þér undir lokin á hjúkrunarheim- ilinu á Höfn. Amma, takk fyrir allt, ég lít eftir „Kallinum“. Unnsteinn. Elsku amma. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með sökn- uði í hjarta en minnumst um leið margra góðra minninga sem við eigum um þig. Það var alltaf gott að heimsækja ykkur afa í Dagsbrún á Djúpavogi. Í Dagsbrún var notalegt and- rúmsloft, stofan klædd mynd- um af barnabörnum og barna- barnabörnum sem eru orðin ansi mörg og alltaf var heimilið ykkar opið fyrir okkur og fjöl- skylduna alla. Góð matarlykt lék um húsið ykkar í hverri heimsókn, pott- arnir í eldhúsinu voru ýmist fullir af kjötsúpunni hennar ömmu eða fiski sem afi hafði veitt. Að ógleymdum vöfflunum sem voru á boðstólnum með kaffinu. Gestrisnin var mikil og hver heimsókn dýrmæt vegna fjarlægðarinnar frá ykkur. Amma var góð kona, hafði sterk bein og var full af krafti langt framan af og alltaf blíð. Hún er okkur fyrirmynd, stundaði sjóinn með afa og vildi öllum vel, bæði mönnum og dýrum. Það var aðdáunarvert að hlusta á hana segja okkur meðal annars frá gæs sem hún hafði tekið ástfóstri við og fóðr- að innandyra um nokkurt skeið, eða frá krummanum sem kom ár eftir ár og vildi mat, eða smáfuglunum sem hún sá til að yrðu ekki svangir í köldum vetrinum. Þetta var amma eins og við munum eftir henni. Elsku amma, nú er komið að hvíldinni þinni. Með söknuði kveðjum við þig. Jóhanna Vilborg Eva Björt Rakel Hulda Marinó Bessi „Þá er hún amma dáin,“ sagði bróðir minn í símann þeg- ar hann færði mér fréttirnar um andlát ömmu. Þær fréttir komu ekki á óvart, samt var þetta eitthvað svo óraunveru- legt. Hugurinn fór af stað og sam- stundis spruttu upp lítil minn- ingabrot um heimsóknir til ömmu og afa í Dagsbrún. Amma og afi að koma úr róðri á Glað, amma að stússa í eld- húsinu, amma að dunda í garð- inum sínum. Já, amma var sí- úðrandi, alltaf eitthvað að gera. Hún stundaði sjóinn árum sam- an, vann hin ýmsu störf utan heimilis á sama tíma og hún sá um stórt heimili. Amma var sannkölluð hvunndagshetja í besta skilningi þess orðs. Þegar ég hugsa til baka um ferðirnar með pabba og mömmu á Djúpavog er bílveiki óneitanlega það fyrsta sem kemur upp í hugann enda var hún dyggur fylgifiskur minn á þessari leið langt fram á full- orðinsár. Samt þótti mér alltaf spenn- andi að koma í Dagsbrún til ömmu og afa. Stofan hjá þeim svo leyndardómsfull með öllum sínum blómum og myndum á veggjunum og útsýni yfir höfn- ina og voginn. Ég sé í huganum ömmu standa við stofugluggann, horfa út á voginn þegar bátur kemur að landi og fagna þegar hún sér að það er hennar heittelskaði á Glað. Ég sé líka í huganum mynd af okkur systkinunum, mömmu og pabba á bryggjunni að taka á móti þeim hjónum þegar þau koma brosandi að landi með fullfermi á Glað. Líf ömmu snerist um sjóinn. Þegar hún var ekki sjómaður sjálf var hún sjómannskona. Það er með þakklæti í huga að ég minnist ömmu, þakklæti fyrir ánægjulega samverustund í sumar þegar þau hjónin fögn- uðu níræðisafmælum sínum. Ekki síst er mér í huga þakk- læti fyrir stutta en innihalds- ríka stund með ömmu á hjúkr- unarheimilinu fáum dögum fyrir andlát hennar. Það var kveðjustund sem ekki gleymist. Elsku afi, Guð leiði þig í gegnum þessa erfiðu tíma. Minningin um ömmu mun lifa með okkur öllum um ókomin ár. Hulda Sigurdís. Hulda Kristófersdóttir HINSTA KVEÐJA Og börn þín og frændur, sem fjær eru og nær, við fögnum því öll, að þín hvíld er nú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuð í bólinu því sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný og segja’, að þinn blundur sé sætur. (Þorsteinn Erlingsson) Kæra Hulda, þakka þér fyrir allt. Bryndís Hólmarsdóttir. ✝ Arnlaug LáraÞorgeirsdóttir húsmóðir fæddist 10. ágúst 1932 í Vestmannaeyjum. Hún lést 2. októ- ber 2015 á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum. Foreldrar henn- ar voru Þorgeir Jóelsson skipstjóri, f. 15. júní 1903 í Vestmannaeyjum, d. 13. febr- úar 1984, og Guðfinna Lár- usdóttir, f. 12. júlí 1897 í Mýr- dal, d. 30. nóvember 1956. Systir Láru er Þorgerður Sig- ríður Þorgeirsdóttir, f. 14. ágúst 1943, maki Kjartan Frið- geirsson. Þann 25. desember 1954 giftist Lára Sveini Valdimars- syni, skipstjóra og útgerð- armanni, f. 11. ágúst 1934. Foreldrar hans voru Valdimar Sveinsson, f. 18. júní 1905 á Gamla Hrauni, d. 26. janúar 1947. Margrét Pétursdóttir, f. 3. maí 1911 í Vallarnesi, Skrið- dal, d. 24. ágúst 2002. Dætur þeirra eru Guðfinna og Margrét. Þau eignuðust son árið 1958 sem lést stuttu síðar. Guðfinna, f. 1. maí 1954 í ins með fyrri maka Máni og Birta. Íris Dögg, f. 6. júlí 1981, maki Olgeir Sigurgeirsson. Synir þeirra Pétur Alex og Valdimar Vopni. Guðmundur á tvö börn með fyrri maka, Jó- hönnu, f. 1972, og Elmar Örn, f. 1978. Jóhanna á þrjú börn með Willy Nielsen, Aron Inga, Leif Bergmann og Lovísu Ósk. Elmar Örn á tvær dætur, Önnu Kristínu og Kolbrúnu Ýri með maka sínum Hrafnhildi Sigurð- ardóttur. Lára sótti Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit og útskrifaðist þaðan árið 1953 og fór þá aftur til Eyja. Það ár kynntist hún ást- inni sinni, Svenna í Varmadal. Árið 1954 giftust þau og eign- uðust sitt fyrsta barn, Guð- finnu. Yngri dóttur sína, Mar- gréti, eignuðust þau árið 1956. Alla sína sambúð bjuggu þau í Eyjum fyrir utan rúmt ár eftir að gaus í Eyjum 1973. Þau stýrðu hvort sínu skipi af rögg- semi og alúð, Svenni á sjó en hún sá um heimilið í landi. Lára var fyrirmyndarhúsmóðir og mikil félagsvera. Hún starf- aði lengi vel með Slysavarna- deildinni Eykyndli og var gjaldkeri þar til margra ára. Hún var elskuð og dáð af öllum sínum afkomendum og var þeim alltaf innan handar. Útför Arnlaugar fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 10. október 2015, kl. 14. Vestmannaeyjum, maki Ásgeir Ingi Þorvaldsson. Synir þeirra Sveinn og Borgþór. Sveinn, f. 8. janúar 1974, maki Sigrún Alda Ómarsdóttir. Börn þeirra Guðfinna Dís, Gunnar Bjarki og Ómar Smári. Borgþór, f. 20. mars 1980, maki Birgitta Sif Jónsdóttir. Dætur þeirra Sóley Sif og Salka Sif. Börn Ásgeirs með fyrri maka eru María og Þorvaldur. María, f. 13. desember 1968. Börn hennar með fyrri maka, Tinna Rún, Kolfinna og Kristófer. Þorvaldur, f. 30. nóvember 1971, maki Ásdís Gréta Hjálm- arsdóttir. Börn hans með fyrri maka Ásgeir Þór, Jökull Elí og Kristín Inga. Margrét f. 26. september 1956 í Vestmannaeyjum, maki Guðmundur Guðmundsson. Sonur þeirra Arnar Sveinn, f. 18. september 1996. Margrét á tvær dætur með fyrri maka, Láru Dögg og Írisi Dögg. Lára Dögg, f. 22. júní 1980, maki Huginn Magnús Egilsson. Börn þeirra Hlín og Jóel. Börn Hug- Elsku amma mín. Ég hreinlega veit ekki hvern- ig þetta verður án þín, svo mikið sakna ég þín. Ég á hins vegar ótal minningar til að ylja mér við og er svo þakklát fyrir. Ég á varla æskuminningu þar sem þú kemur ekki við sögu. Við auðvit- að héldum til á Brimó hjá ykkur afa, þar voru alltaf allir velkomn- ir og þar voru margir ævintýra- legir staðir fyrir okkur krakk- ana. Þegar ég fékk að gista, sem var í miklu uppáhaldi, þá vakn- aðir þú með mér og gafst mér ristað brauð með smjöri, marm- elaði og osti og kakómalt með. Þú í mjúkum náttslopp og í mjúkum, krúttlegum inniskóm – þú áttir alltaf svoleiðis inniskó. Góði maturinn, alltaf fínn matur á sunnudögum, góðu kökurnar sem við munum halda áfram að baka og ekki má gleyma heims- ins bestu pönnsum sem eru í sér- stöku uppáhaldi hjá öllum þínum afkomendum. Ísblóm á alltaf eft- ir að minna okkur á þig. Hvað þú hafðir gaman af krossgátum (varst snillingur í þeim) og ferða- lögum þar sem við fengum að koma með og njóta. Hvernig þú dillaðir þér við tónlist og gerðir sérstakt hljóð með. Hvað þú hafðir góðan húmor og axlirnar skoppuðu þegar þú hlóst. Eitt það síðasta sem við gerð- um saman ásamt Arnari Sveini bróður, þegar þú lást á spítalan- um, var að horfa á Fóstbræður og skellihlæja. Það sem þú hefur saumað, föt, dúkar, sængurver og hvert spor af alúð. Þannig varst þú, elsku amma, allt sem þú gerðir, gerðir þú af öllu hjarta og af alúð. Það kom- ast fáir með tærnar þar sem þú varst með hælana hvað varðar góðmennsku. Þú varst með svo hlýtt og fallegt hjartalag. Þú mundir líka allt, nöfn, afmælis- daga, allt um ættirnar og sýndir öllu og öllum áhuga og um- hyggju. T.d. þegar börnin mín fengu flensu hafðir þú alltaf samband til að athuga hvernig þau hefðu það, sama hvernig stóð á hjá þér. Þegar þú fórst í hjartaaðgerð- irnar fyrir fimm árum þá héldum við að það yrði þitt síðasta en aldeilis ekki, kraftaverkakonan, eins og þú varst kölluð á Land- spítalanum. Þvílík hamingja þeg- ar þú jafnaðir þig. Þá græddum við fimm ár með þér og hefur aldeilis margt breyst á þeim ár- um, sex langömmubörn bættust í hópinn þinn og ég á tvö af þeim. Ég er svo þakklát fyrir þessi ár þó svo að ég hefði viljað hafa þau mun fleiri. Fegnust er ég því að börnin mín, Hlín og Jóel, hafi fengið að kynnast þér. Amma mín, þú varst einstök og yndisleg kona, sú allra besta. Ég elska þig og mun alltaf sakna þín. Umfram allt mun ég stolt bera þitt nafn. Hvíldu í friði, amma engill. Þín nafna, Lára Dögg. Elskulega amma. Það er tóm- leg tilfinning að fá ekki að hitta þig aftur, spjalla við þig og hlusta á sögurnar þínar. Minn- ingarnar standa eftir um ynd- islega, hjartahlýja og góða konu. Þrátt fyrir veikindi var húmor- inn aldrei langt undan. Það koma margar minningar upp í hugann og eru margar þeirra frá Vesturveginum síðustu ár. Brimó geymir þó flestar minn- ingar, þar sem ég ólst upp að hluta til inni í eldhúsi þar sem þú færðir mér bestu pönnsur í heimi. Börnin mín pöntuðu þess- ar pönnsur fyrir afmælin sín og ekki stóð á því. Þú mættir með fullan disk af pönnsum sem runnu ljúflega niður. Alltaf átti maður griðastað hjá þér. Sökn- uðurinn er mikill. Við gleymum aldrei þeim stundum sem við átt- um með þér og vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna. Við munum fylgjast með afa fyrir þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði. Sveinn (Svenni), Sigrún og börn. Elsku langa. Ég sakna þín, amma-langamma. Þú ert besta vinkona mín. Þú ert besta langamma mín. Þú varst alltaf að gefa mér gott að borða en samt gafstu mér aldrei hafragraut. Mig langaði svo mikið að knúsa þig einu sinni enn áður en þú færir til himna. Ég elska þig. Hlín (4 ára). Frá því að ég man eftir mér hefur Lára verið mér svolítil ská-amma. Önnur tveggja slíkra á uppvaxtarárum mínum í Eyj- um sem báðar voru ömmur ann- arra barna, en höfðu pláss fyrir eitt stykki barn í viðbót í hjarta sínu. Ég var heppinn að fá að verma slíkt aukapláss hjá Láru. Lára var guðmóðir mín og var mér því sérstaklega mikilvæg, einhver sem áður en ég hafði rænu né vit var falið það fallega hlutverk af foreldrum mínum að vera guðmóðir mín. Ég hefði ef- laust valið hana til þess líka hefði ég haft valið. Þær eru óteljandi stundirnar sem ég dvaldi á heimili þeirra Láru og Svenna, enda ráku faðir minn heitinn og Svenni útgerð saman alla mína æsku. Enn þann dag í dag má ég ekki sjá kögur án þess að detta í tímavél hug- ans og rifja upp sófasettið með kögrinu neðaná. Sterk minning mín af mér rennandi fingrunum yfir kögrið á meðan mamma og Lára ræddu málin á meðan eig- inmenn þeirra réru á VE-22. Svona stund var einhvernveginn svo ótrúlega þægileg fyrir mig eins og öll dvölin var almennt á heimili í nálægð við Láru. Svo öðrum stundum var ég svo hepp- inn að hitta þarna oft Láru Dögg, Írisi Dögg og Bogga og þá fékk Lára heldur betur að stjana við okkur. Lára hafði þann eig- inleika að geisla alltaf með sínu fallega brosi þegar hún hitti mig og svo seinna fjölskyldu mína, en þau fengu svo sannarlega að kynnast öllu því fallega í fari Láru. Ég votta fjölskyldu Láru mína dýpstu samúð. Stefán Þór Steindórsson. Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.