Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lokaði sig inni í sex daga 2. Sá eini sem ekki var boðið 3. Nafn mannsins sem lést 4. Magnús í 18 mánaða fangelsi  Skúli Sverrisson bassaleikari og Kjartan Sveinsson hljómborðsleikari efna til tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 21. Flutt verður tónlist sem upphaflega var samin fyrir Tectonics-tónlistarhátíðina. Morgunblaðið/Golli Tónleikar Skúla og Kjartans í Mengi  Eftir að hafa neyðst til að fresta tónleikum sínum í vor eru norðlensku ten- órarnir Óskar Pét- ursson, Árni Geir Sigurbjörnsson og Kristján Jó- hannsson komnir aftur af stað. Þeir munu syngja í Mið- garði í kvöld kl. 20 og bjóða upp á fjölbreytta efnisskrá þar sem helstu tenórsmellir Íslendinga fá að hljóma, skv. tilkynningu. Norðlensku tenórarn- ir syngja í Miðgarði  Listmálararnir Tolli Morthens og Finnbogi Kristinsson, keramikerinn Lana Matusa, Karl Gústaf Dav- íðsson gullsmiður, Gilbert úrsmiður, Karin Esther glerlistakona og Jón Adólf Steinólfsson mynd- höggvari opnuðu list- sýningu í galleríinu Arti Legi í hollensku ostaborginni Gouda í fyrradag, 8. október. Sýn- ingin stendur til 1. nóv- ember. Opnuðu listsýningu í ostaborginni Gouda FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðaustlæg átt með morgninum og bjart að mestu N-lands, en skýjað með köflum fyrir sunnan. Bætir í vind og úrkomu syðst í kvöld. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag Vestlæg átt 5-10 m/s, en norðaustan 5-13 norðantil. Rigning með köflum, en rigning eða slydda fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig. Á mánudag Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum, en stöku él fyrir norðan. Gengur í sunnan 8-13 með rigningu vestantil síðdegis. Hiti 1 til 9 stig. „Þetta er mesti heiður sem ég get hugsað mér, eitt stærsta félag í heiminum. Þetta er ekki eitthvert venjulegt knattspyrnufélag, þetta er einstakt félag. Þetta er auðvitað al- veg óraunverulegt en ég verð að taka því. Ég vaknaði í morgun og er knatt- spyrnustjóri Liverpool. Ég er tilbú- inn,“ sagði Jürgen Klopp meðal ann- ars á blaðamannafundi í gær. »4 Klopp heillaði alla á blaðamannafundi „Það breytti ekki miklu hvort Janus spilaði á miðj- unni eða sem hægri skytta; hann skoraði bara eða kom með frábæra línusendingu. Það sama má segja um Tjörva. Það var unun að horfa á þá spila og eru þeir báðir með mikla hand- boltahæfileika,“ segir meðal annars í umfjöllun um leik Hauka og ÍR sem Haukar unnu 38:23. »2 Unun að horfa á Janus og Tjörva Verðum að spila betri sóknarleik Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég ætlaði ekki að þora þetta en Andri hvatti mig áfram. Ég er mjög lofthrædd að eðlisfari og þorði því ekki að horfa mikið niður,“ segir Ása Steinarsdóttir sem kleif nýver- ið fjallið Huashan í Kína ásamt kærasta sínum, Andra Wilberg Orrasyni. Huashan, sem er 2.100 metra hátt, er þekkt fyrir eina hættulegustu gönguleið heims, en stígarnir eru þröngir og þverhípt niður. Áður fyrr var talið að um hundrað manns létust í fjallinu á hverju ári. Fjallið er eitt af fimm heilögum fjöllum Kína og víða á því má finna musteri sem tilheyra kín- verskri þjóðtrú (taóismi). Gangan hefur því trúarlega merkingu fyrir marga. Á köflum er gönguleiðin afar háskaleg þar sem grannir tré- plankar eru festir við bergið með nöglum, sem eru sumstaðar vel ryðgaðir, að sögn Ásu. Öryggisbún- aði með línum hefur nýlega verið komið fyrir þar sem fjallgöngugarp- ar geta fest sig við línu. Ekki fyrir lofthrædda Ása og Andri lögðu af stað í fjall- gönguna að nóttu til og voru komin upp á toppinn við sólarupprás. „Þetta er ekki fyrir lofthrædda,“ segir Ása. Hún þorði varla að horfa niður en Andra fannst þetta bara gaman. Þau sögðust bæði hafa verið ánægð með gönguna, sem var nokk- uð strembin, en veðrið var einstak- lega gott þennan dag. Parið hefur flakkað um heiminn frá byrjun árs. Í mars, þegar Morg- unblaðið hafði síðast samband við þau, voru þau nýkomin frá Íran og höfðu ferðast víða um Mið-Austur- lönd. Síðan þá hafa m.a. Indland, Srí Lanka, Kína, Japan og Mongólía bæst við. „Það var mjög gaman í Mongólíu og fróðlegt að sjá hversu frumstætt landið er. Lítið er um vestræn áhrif og margir ferðast enn að mestu um á hestum, ekki ósvipað og á Íslandi fyrir 150 árum,“ segir Andri. Norður-Kórea næst Ferðalagið hefur gengið mjög vel, að þeirra sögn. Þau voru í litlum bæ við landamæri Kína og Norður- Kóreu þegar haft var samband við þau. Í dag eru þau í Norður-Kóreu þar sem þau dvelja í þrjá daga, en þangað komast þau ekki án þess að hafa leiðsögumann með sér. Á þess- um þremur dögum verða þau vitni að 70 ára afmæli kóreska verkalýðs- flokksins. „Þetta er einn af fáum dögum sem Norður-Kóreubúar geta dansað að vild úti á götum höfuð- borgarinnar, Pyongyang,“ segir Andri. Næstu áfangastaðir eru m.a. Filippseyjar og Nepal, en þau stefna á að enda aftur í Mið- Austurlöndum. Þau ætla ekki að koma heim fyrr en snemma á næsta ári eða þegar „fjármagnið klárast“. Hægt er fylgjast með þeim á ferðabloggsíðunni:fromiceto- spice.com. Þorði ekki að horfa niður  Fóru í eina hættulegustu fjallgöngu heims Brosað fyrir myndavélina Ása er lofthrædd en lét slag standa og kleif fjallið Huashan í Kína sem er 2.100 metra hátt. Ekki lofthræddur Andri naut fjallgöngunnar og leit iðulega niður. „Fyrst og fremst verðum við að leika betri sóknarleik gegn Þjóðverjum en við gerðum gegn Frökkum. Við verð- um að skora fleiri mörk,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari. Ís- lenska kvennalandsliðið mætir Þjóð- verjum í undankeppni EM í Vodafone- höllinni á morgun. »3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.