Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ROSSINI FRUMSÝNING Í HÖRPU 17. OKTÓBER 2015 MIÐASALA Í HÖRPU OG Á TIX.IS WWW.OPERA.IS Figaro: Oddur Arnþór Jónsson Almaviva greifi: Gissur Páll Gissurarson Rosina: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir / Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Doktor Bartolo: Bjarni Thor Kristinsson / Jóhann Smári Sævarsson Don Basilio: Kristinn Sigmundsson / Viðar Gunnarsson Fiorello: Ágúst Ólafsson Berta: Valgerður Guðnadóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Leikmynd: Steffen Aarfing Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI - bókaðunúna - 50 ára afmælissýning Toyota á Ís- landi fer fram í Kauptúni í Garða- bæ í dag, laugardaginn 10. október frá kl. 12-16. Þetta er þriðja og jafnframt síðasta stórsýningin á árinu í tilefni afmælisins. Ýmislegt verður til skemmtunar á sýningunni. Fyrir utan afmælis- tertuna sjálfa má nefna að i-Road einmenningsfarið frá Toyota verð- ur sýnt og gestir geta spreytt sig á fullkomnum Gran Turismo- aksturshermi. „Allar nýjustu Toyoturnar verða til sýnis og tilbúnar til reynsluakst- urs og þeir sem eru að hugsa um að fá sér Auris, Yaris, Corolla eða Land Cruiser ættu að taka daginn frá því þessum bílum fylgja sérstök afmælistilboð,“ segir í tilkynningu frá Toyota á Íslandi. Síðasta af- mælissýn- ing Toyota Afmæli Gestir geta spreytt sig á fullkomnum aksturshermi. „Við vissum að þetta var bilun í skiptingunni en langaði að vita ná- kvæmlega hver hún var,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson, rannsókn- arstjóri á sjóslysasviði Rannsókn- arnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur lokið rannsókn á strandi flutningaskipsins Green Freezer í Fáskrúðsfirði í september á síðasta ári. Skipið var að koma inn til Fá- skrúðsfjarðar til lestunar á frystum afurðum. Því var siglt á hægri ferð inn fjörðinn á meðan beðið var eftir hafnsögumanni. Þegar hann var rétt kominn um borð festist aðal- vélin í afturábakgír með þeim af- leiðingum að skipið sigldi öfugt upp í fjöru fyrir neðan bæinn Eyri. Í skýrslu Rannsóknarnefndar- innar um óhappið kemur fram að ekki kom leki að skipinu og engin teljandi mengun hlaust af strand- inu. Varðskipið Þór dró frystiskipið af strandstað og að bryggju. Tals- verðar skemmdir höfðu orðið á stýris- og skrúfubúnaði. Skipið var síðan dregið til Póllands þar sem gert var við skemmdirnar. Fram kemur í skýrslu Rannsókn- arnefndarinnar að orsök strandsins megi rekja til bilunar í skipti- skrúfubúnaði skipsins. Nefndinni tókst hins vegar ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá nákvæm- ar upplýsingar um eðli og ástæður bilunarinnar hjá útgerð skipsins sem skráð er á Bahamaeyjum. Jón segir að ekki hafi verið miklir ís- lenskir hagsmunir í húfi og þegar upplýsingarnar bárust ekki hafi málinu verið lokað. helgi@mbl.is Fengu ekki upplýsingar Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Þór dregur frystiskipið Green Freezer af strandstað.  Ekki upplýst um ástæður bilunar í Green Freezer Karl Axelsson hæstarétt- arlögmaður var í gær skipaður dómari við Hæstarétt Ís- lands. Karl hefur lengi starfað hjá Lex og sérhæft sig í eignar-, fasteigna- og auðlindarétti og kennt eignarrétt við Háskóla Íslands í 23 ár. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands árið 1997. Hef- ur þar flutt fjölmörg mál og sinnt verjendastörfum í ýmsum erfiðum sakamálum. Þá var Karl settur hæstaréttardómari frá 16. október í fyrra fram til júníloka nú síðastliðið sumar. „Ég hlakka mjög til þess verk- efnis sem bíður mín. Hafandi gert lögin að ævistarfi þá eru fá við- fangsefni jafngöfug og að sinna störfum fyrir æðsta dómstól lýð- veldisins. Ég mun leggja mig allan fram,“ segir í tilkynningu frá Karli. sbs@mbl.is Skipaður dómari við Hæstarétt Karl Axelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.