Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ✝ Guðný ÓskFriðriksdóttir fæddist á Siglu- firði 6. júní 1932. Hún lést á Siglu- firði 26. sept- ember 2015. Foreldrar henn- ar voru Friðrik I. Stefánsson verka- maður, f. á Steina- völlum í Flókadal, Skagafirði, 13.9. 1897, d. 16.11. 1976, og Mar- grét Marsibil Eggertsdóttir húsmóðir, f. á Melabergi, Mið- neshr. 23.4. 1903, d. 9.7. 1985. Friðrik og Margrét áttu þrjú börn. Elsta dó í frumbernsku, Guðný Una, f. 19. apríl 1931, d. 13. nóv. 1932. Systir Guð- nýjar, Guðbjörg, f. 10. apríl 1936. Samfeðra, Gunnfríður, f. 24. ágúst 1920, d. 4. nóv. 1996, Jóna, f. 4. okt. 1922. d. 15. sept. 1999, Stefán, f. 18. nóv. 1923, d. 4. apríl 2001, og Guðni, f. 28. ágúst 1928, d. 22. mars 1963. Uppeldisbróðir, sonur Jónu, Eggert, f. 16. okt. 1942, d. 24. júlí 2015. Hinn 6. júní 1954 giftist Guðný Steingrími Kristinssyni, f. 21. feb. 1934. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmunds- maí 1975. Börn Aron Ingi, f. 26. júlí 1995, Margrét Selma, f. 10. maí 1998, og Embla Mist, f. 20. sept. 2009. Stein- dór Örvar Guðmundsson, f. 8. mars 1974. Eiginkona Anna Rós Ívarsdóttir, f. 7. sept. 1977. Börn Ásta, f. 25. sept. 2005, og Bjarki, f. 4. apríl 2008. Guðný Ósk Gottliebs- dóttir, f. 17. feb. 1984. Eig- inmaður Jóhannes T. Svein- björnsson, f. 19. júní 1972. Barn Nývarð Ólfjörð, f. 8. ágúst 2011. Konráð G. Gott- liebsson, f. 6. júlí 1991. Krist- inn, f. 5. sept. 1960. Eiginkona Elínborg Ágústsdóttir, f. 28. des. 1963. Börn Ágúst Már, f. 3. okt. 1985. Sambýliskona Vasiliki Sofokleous, f. 16. des. 1988. Silja Sif, f. 8. janúar 1991. Sambýlism. Halldór Arn- ar Karlsson, f. 10. des. 1978. Börn Naomi Rós, f. 28. nóv. 2013, drengur óskírður, f. 13. sept. 2015. Arnór Elí, f. 25. janúar 1998. Guðný Ósk kom víða við á langri starfsævi og starfaði við almenn verkamannastörf og verslunarstörf í eigin at- vinnurekstri og hjá öðrum. Síðustu starfsárin starfaði hún við aðhlynningu og í þvotta- húsi Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði. Guðný var virk í félagsstörfum og nutu mörg félög hennar starfskrafta. Útför Guðnýjar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 10. október 2015, kl. 14. son, f. 24. des. 1914, d. 5. okt. 1980, og Valborg Steingrímsdóttir, f. 1. feb. 1914, d. 10. nóv. 1973. Börn Guðnýjar og Steingríms: Valbjörn, f. 13. des. 1953. Eig- inkona Álfhildur Halldórsd., f. 13. apríl 1959. Börn þeirra Ragnheiður Lárey, f. 22. mars 1977. Eiginmaður, Baldur Þ. Baldursson, f. 8. júní 1981. Barn Láreyjar frá fyrri sambúð er Birgitta Ósk Örvarsdóttir, f. 23. apríl 1998. Börn Láreyjar og Baldurs eru Viktor Máni, f. 8. júní 2004, og Indís Una, f. 4. apríl 2008. Valbjörn Ingvar, f. 22. júní 1980. Eiginkona, Jóhanna Dagbjartsdóttir, f. 18. sept. 1983. Börn Ísak Máni, f. 6. júní 2009, og Hilmir Þór, f. 9. feb. 2014. Hermann Valdi, f. 11. apríl 1988. Barnsmóðir Sólveig Valgeirsdóttir. Barn Selma Lárey, f. 23. mars 2009. Margrét, f. 11. feb. 1955. Börn Steingrímur Örn Eiðs- son, f. 6. ágúst 1972. Eig- inkona Fjóla Kristinsd., f. 2. Guðný í Bakka, móðir okkar og tengdamóðir, er kvödd í dag og fer athöfnin fram frá Siglu- fjarðarkirkju en kirkjan sú var henni afar kær en hún var byggð og tekin í notkun á fæðingarári hennar. Siglufjarðarkirkja var á þeim tíma ekki bara guðshús heldur var hún einnig skólabygg- ing og börn þess tíma áttu þar langa viðveru við leik og störf. Árgangur 1932 á Siglufirði hefur alla tíð talið sig eiga hvað mest allra í kirkjunni og var mamma ein af þeim. Mamma fæddist á Siglufirði, ólst þar upp og átti þar heima alla tíð. Hún var lífs- glöð og hress og var afar fé- lagslynd. Hún fylgdist vel með lífshlaupi barna, barnabarna og barnabarnabarna sem sakna móðurömmu og langömmu sinn- ar sárt. Litið yfir farinn veg þá stend- ur upp úr minningin um hve barngóð hún var og hænd að börnum og þau að henni og skipti þá engu máli hvort þar voru fjöl- skyldutengsl eða ekki. Margir eru svo heppnir að eiga dýrmæt- ar og góðar minningar um ömm- ur sínar. Börnin okkar og öll ömmubörnin og langömmubörn- in hennar Guðnýjar í Bakka eru í þeim hópi að eiga góðar minn- ingar um ömmu Guðnýju. Þau sakna hennar mikið. Einnig koma upp í hugann mörg önnur minningarbrot en mamma hafði gaman af því að ferðast og fór víða. Siglingar með pabba á Haferninum og Hvalvík- inni standa þar upp úr auk fjöl- margra annarra ferðalaga sem þau fóru í saman eða hún ein. Hún var afar ættrækin og dugleg að rækta fjölskyldutengsl en þau skiptu hana miklu máli en dæmi um það var hve gott sam- band hennar var við móðurfjöl- skylduna á Suðurnesjum. Síð- ustu árin í lífi hennar voru henni erfið því þá voru veikindi farin að knýja dyra en alltaf var hún samt brosmild og jákvæð út í lífið og tilveruna og sagði svo oft þegar spurt var hvernig hún hefði það, „þetta gæti verið verra“ hvað á ég með að kvarta“ verandi búin að lifa góðu lífi öll þessi ár? Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna – þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst af fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum.) Takk fyrir allt, elsku mamma og tengdamamma, blessuð sé minning þín. Valbjörn og Álfhildur (Alla). Elsku amma Guðný er látin. Ég hafði rétt lokið við að þjálfa laugardaginn 26. septem- ber þegar mamma hringdi í mig og tilkynnti mér að amma væri að kveðja. Ég, Fjóla konan mín og börnin okkar Aron Ingi, Mar- grét Selma og Embla Mist drif- um okkur upp í bíl og keyrðum strax inn á Sigló og náðum að kveðja hana. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að halda í höndina á henni þegar hún kvaddi. Minningarnar um hana ömmu eru margar og þá fyrst og fremst fyrir hversu hún var góð og alltaf til staðar fyrir okkur ömmubörn- in og svo langömmubörnin þegar þau komu. Ég var mikið hjá ömmu og afa og naut þess að vera hjá þeim. Amma dekraði mikið við mig og fannst mömmu stundum einum of. Meðan ég bjó hjá þeim var alltaf heitur matur tilbúinn á borðinu þegar ég kom heim af fótboltaæfingu þó svo að þau hafi verið löngu búin að borða, hún mætti á alla þá fótboltaleiki sem hún komst á þegar ég spilaði á Sigló. Amma hafði mikinn áhuga á íþróttum og þá sérstaklega fót- bolta og handbolta. Horfði mikið á íþróttir í sjónvarpi og hafði un- un af, hrópaði og kallaði og reyndi að stjórna leikmönnunum í sjónvarpinu. Ég og Dóri bróðir bjuggum hjá ömmu í um 3-4 ár og svo þegar ég svo kynntist Fjólu konunni minni tóku þau ekki annað í mál en að hún kæmi inn á heimilið og við byggjum hjá þeim þar til við fengum íbúð. Alla tíð síðan hefur Fjóla kallað þau ömmu og afa. Frá því að við fluttum frá Sigló fórum við eins oft og við gátum í helgarheim- sóknir til ömmu og afa og var fastur liður hjá okkur á vorin að fara til þeirra og þrífa og snyrta stéttina og planið fyrir framan húsið. Hún ljómaði alltaf af gleði þegar við komum í heimsókn og lék á als oddi, söng og lék og spil- aði á spil við langömmubörnin og oftar en ekki gripum við í spil með henni þegar börnin voru sofnuð. Eftir að hún veiktist reyndum við að fara oftar og eft- ir að göngin komu þá var oft skotist í dagsferðir í kaffi. Ég var lengi búinn að kvíða þessum degi að þurfa að kveðja elsku ömmu sem var mér svo mikils virði. Við höfum alltaf ver- ið svo náin og er ég afar þakk- látur fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði, elsku amma mín, við munum hugsa vel um afa. Steingrímur Örn, Fjóla Kristjánsdóttir og börn. Elsku amma mín Mikið eigum við „gullin þín“ eftir að sakna þín en allar minn- ingarnar um þig eiga eftir að lifa með okkur. Elsku afi, megi góður guð gefa þér styrk í sorg þinni. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka, amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá, þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð, í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Silja Sif og Arnór Elí. Kæra amma. „Gullið þitt“ skrifar, það sem ég mun sakna nærveru þinnar, hláturs og bingókvölda. Senni- lega fyrirfinnst ekki önnur eins amma, sem fært hefur barna- börnunum sínum slíka hlýju, hlátur og sælgæti. Þú ert kona með hjarta sem gefur steypi- reyði minnimáttarkennd, hlátur sem þaggar niður í ljónum og umhyggju sem upplýsir um- hverfið. Við íþróttaviðburði öskraðir þú bullurnar í kaf og er þreyta lét fyrir sér finna söngstu okkur ljúflega til svefns. Þú ert dýravinur af guðs náð og með nærveru sem bræðir hörðustu refi. Ykkur afa tókst að búa til stórt fjölskyldutré og þrátt fyrir allan þennan fjölda barnabarna, tókst þér að láta okkur öllum líða sem þínu uppáhalds. Nú dansar þú syngjandi á skýjum Siglufjarðar og munt með ljóma þínum sjá til þess að okkur öllum líði sem best uns við hittumst á ný. Ágúst Már. Í dag kveðjum við yndislega vinkonu, Guðnýju Ósk frá Siglu- firði. Árið 2003 fórum við að venja komur okkar til Siglufjarðar og fljótlega var okkur sagt frá ljós- myndasnillingi og sögumanni nyrst á Hvanneyrarbraut 84, í stóru bláu húsi, oft nefnt Bakki. Þar bjuggu þau hjónin Stein- grímur og Guðný Ósk. Einu sinni sagði Guðný Ósk okkur að Steingrímur hefði feng- ið lánaða myndavél hjá sér og þannig hefði hún smitað hann af alvarlegri ljósmyndadellu. Sameiginleg áhugamál og for- vitni gerðu heimsóknir til þeirra tíðar og það að verkum að við vorum oft boðin í kaffi og spjall. Guðný Ósk var ævinlega glöð og kát og sprellandi af fjöri. Hún hafði frá mörgu að segja, var hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum. Hún galdraði alltaf fram veisluborð á augabragði, a.m.k. fjórar sortir. Það þekktu flestir keppnis- skapið og íþróttir allskonar voru hennar mál. Þessi smágerða, fín- lega kona var algjör skörungur. Börnin og stórfjölskyldan veittu þeim hjónum mikla gleði og sam- heldni þeirra var til mikillar fyr- irmyndar. Nú eru 10 ár síðan Guðný Ósk og Steingrímur voru með okkur að fagna fimmtugsafmælum okk- ar. Þar var hún hrókur alls fagn- aðar. En tíminn líður eins og leiftur. Sporin þín gengin, elsku Guðný Ósk. Elsku Steingrímur, Valbjörn, Margrét, Kristinn, börn og barnabörn, við sendum ykkur samúðarkveðjur á þessari kveðjustund. Hljóðlausum hæglátum skrefum fer haustið um dalinn Fumlaus er slóðin af fundvísi valin í fótsporum sjáum við lífsviljann kalinn (Njörður P. Njarðvík) Baldvin Einarson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Guðný Ósk Friðriksdóttir Það var mikið áfall, þegar ég fékk þá frétt í síðasta mánuði, að æsku- vinur minn, Hilmar Bragason, væri alvarlega veikur. Þegar ég minnist Hilmars koma svo sterkt fram í hugann þessir gömlu góðu tímar. Tím- arnir, þegar við Himmi vorum táningar, og bjuggum skammt frá hvor öðrum í Bústaðahverf- inu. Hilmar var góður félagi, heið- arlegur, sanngjarn og áræðinn við leik og nám. Þegar ég hugsa aftur til þess tíma, sé ég lífið allt í hillingum. Hilmar brosandi, með sína gullnu lokka og fullur af sjálfs- trausti og lífslgeði. Í þá gömlu góðu daga urðum við að leggja ýmislegt á okkur, t.d. við íþróttaiðkanir. Þá var ekki verið að keyra okkur fram og til baka, til að mæta á æfing- ar, heldur urðum við að koma okkur sjálfir á æfingastað. Sér- staklega er mér minnisstætt, þegar við Hilmar fórum á æfing- ar í Hálogaland, sem var gamall stór, herbraggi og stóð ekki langt frá, þar sem nú er Mennta- skólinn við Sund. Þá var ekki byrjað að byggja þar sem Mörk- in og Skeifan eru núna. Við Hilmar máttum sjálfir ganga yfir mýrar og skurði, þangað niður eftir og aftur til baka upp hæðina heim í Bústað- arhverfið. Þá fannst mér Hilmar sýna dugnað og mikla staðfestu, við að vera ekkert að drolla eða hangsa með okkur hinum strák- unum eftir sunnudagsæfingar, heldur þurfti alltaf flýta sér strax heim, til að geta fengið sinn skerf af sunnudagssteik- inni. Já , það eru breyttir tímar í dag. Það eru líka minnisstæðir þeir tímar, þegar við Hilmar byrjuð- um að læra á skíði. Þá tíðkaðist það, að skíðin væru það stór/ löng, að þegar staðið var upprétt og annarri hendinni lyft beint uppí loft, átti skíðið að ná upp í Hilmar Jón Bragason ✝ Hilmar JónBragason fæddist 5. ágúst 1948. Hann lést 24. september 2015. Útför hans var gerð 2. október 2015. lófann. Á þannig skíði byrjuðum við Hilmar að læra og var getan og leiknin í samræmi við það. Ég man líka eftir ánægjulegum skíðaferðum okkar upp í Hveradali, þar sem nú til dags er ekki skíðað lengur. Ekki síður minnist ég skíðaferða okkar upp í Jósepsdal, Þaðan, sem við þrömmuðum frá skíðaskálanum upp í kofa langt fyrir ofan, sem kallaður var Himnaríki, þar sem við urðum hálf villtir í snjó- muggu og það, á stóru skíðun- um, sem voru ekki beint með- færileg. Við fórum meira að segja saman í skemmtilega skíðaferð í Kerlingafjöll, sem bætti færnina nokkuð. Himmi var þó ætíð betri skíðamaður en ég. Eftir menntaskóla fór Hilmar í nám til Þýskalands og skildu þá leiðir, þó svo að vinátta okkar héldist, en sambandið varð öðru vísi. Þegar ég hugsa til þessara ára þar sem vinátta okkar Hilmars var sterkust, æsku okkar, þegar ég kynntist fyrri konu minni og eignaðist minn einkason, gat ég alltaf treyst vináttu Hilmars. Þetta voru ógleymanleg ár. Síðustu árin höfum við Hilmar alltaf hist öðruhvoru. Það var yndislegt að heimsækja hann að Laugavatni með afastelpurnar mínar, þar sem hann var kennari við Menntaskólann. Þær voru alltaf spenntar að fara og heilsa upp á vininn hans afa, sem átti bæði hund og kött. Enginn veit, hvenær kallið kemur og það var erfitt samtalið við Agnesi, systur Hilmars, Þeg- ar hún sagði mér, að honum væri vart hugað lif. Ég átti fyrir höndum 12 daga ferð erlendis, en sem betur tók ég þá ákvörðun kvöldið áður að fljúgja til Ísafjarðar, þar sem Hilmar lá alvarlega veikur, til að kveðja þennan góða æskuvin minn. Daginn eftir var þessi jafn- aldri og vinur allur. Ég kveð æskuvin minn með miklum söknuði og sendi öllum aðstandendum, dýpstu samúðar- kveðjur. Elías Gíslason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.