Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Sundkortin hækka ekki,“ er fyr-irsögn fréttar á vef Reykjavík- urborgar um hækkun sem borgarráð samþykkti um að hækka aðgang að sundlaugum borgarinnar úr 650 krónum í 900 krónur.    Fyrirsögnin„Sundkortin hækka ekki“ við frétt um hækkun á aðgangi er gott dæmi um ávinning- inn af því fyrir borg- ina að reka stóra áróðursdeild – afsak- ið upplýsingadeild – til að halda borgar- búum rétt upplýstum um starfsemi borg- arinnar.    Þetta dæmi um upplýsingagjöfborgaryfirvalda er auðvitað til- tölulega saklaust, en þau eru það ekki öll og borgarstjóri gengur býsna langt í að nota stjórnkerfið og stöðu sína í eigin pólitíska þágu.    Eitt dæmi um það eru pólitískirfréttapóstar hans sjálfs, sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi gagnrýndi nýlega. Kjartan benti á að í vikulegum pistlum sem borgarstjóri sendir öllum borgarstarfsmönnum og fjölda borgarbúa sem borgin hafi safnað póstföngum hjá stundi hann pólitíska baráttu og ráðist til að mynda á pólitíska andstæðinga.    Borgarfulltrúinn Dagur B. Egg-ertsson getur að sjálfsögðu staðið í slíkri pólitískri baráttu, en borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson getur ekki notað embættið og það sem því fylgir með þessum hætti.    Æskilegt væri að borgarstjóriáttaði sig á þessu sjálfur, en ef ekki væri æskilegt að einhverjir félaga hans í meirihlutanum út- skýrðu þetta fyrir honum. Dagur B. Eggertsson Upplýsingaveita Dags B. STAKSTEINAR Kjartan Magnússon Veður víða um heim 9.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 3 rigning Akureyri 9 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 10 heiðskírt Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 15 heiðskírt Dublin 15 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 16 léttskýjað París 13 alskýjað Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 11 heiðskírt Vín 14 þoka Moskva -1 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 8 alskýjað Montreal 6 súld New York 22 léttskýjað Chicago 14 alskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:03 18:28 ÍSAFJÖRÐUR 8:13 18:28 SIGLUFJÖRÐUR 7:56 18:11 DJÚPIVOGUR 7:34 17:56 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, hefur sætt gagnrýni úr eigin röðum að undanförnu, nú síð- ast í væntanlegri heimildarmynd; Jó- hanna: Síðasta orrustan. Þar er þátt- ur Árna Páls í stjórnarskrármál- inu gagnrýndur og haft eftir Jó- hönnu að hann hafi brugðið fæti fyrir framgang málsins. Hefur stiklu úr mynd- inni verið dreift á netinu. Segist Árni Páll ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en eftir að myndin hefur verið sýnd. Fram kemur í fréttaskýringu um myndina á Eyjunni, að Jóhanna láti þau orð falla í henni að Árni Páll hafi sagt ósatt um umboð sitt til að leggja frumvarp um nýja stjórnarskrá til hliðar. „Hann sagði sjálfur að hann hefði haft umboð þingflokksins, sem hann hafði ekki,“ sagði Jóhanna orð- rétt, að því er fram kemur í áður- nefndri stiklu úr myndinni. Kosning gæti farið fram 2016 Árni Páll var endurkörinn formað- ur á fundi landsfundarfulltrúa Sam- fylkingar 20. mars sl. Kjörið var um- deilt en Árni Páll fékk einu atkvæði meira en mótframbjóðandi hans, Sig- ríður Ingibjörg Ingadóttir. Greidd voru 487 atkvæði í formannskjörinu á landsfundinum. Næsti landsfundur Samfylkingar er áformaður snemma árs 2017. Skv. lögum flokksins gefst færi á allsherjaratkvæðagreiðslu undir lok árs 2016, ef fleiri en eitt framboð ber- ast. Árni Páll hefur lýst sig fylgjandi því fyrirkomulagi. Hann vildi ekki tjá sig um stöðu flokksins. Tjáir sig ekki um gagnrýni  Undiralda í Samfylkingunni Árni Páll Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.