Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Menningarhátíð Seltjarnarness nýt- ur liðsinnis um tvö hundruð manna sem munu leggja sitt af mörkum við að skora á skilningarvit gesta á fjög- urra daga hátíð sem fer fram dagana 15.-18. október. Sérstakur gaumur verður gefinn að verkum Helga Hrafns Jónssonar sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistar- umhverfi auk þess sem rithöfund- urinn Jenna Jensdóttir verður heiðruð ásamt fjölda viðburða. Há- punktur hátíðarinnar verða tón- leikar með Helga og dönsku söng- konunni Tinu Dickow auk félaga, sem nýlega fóru í tónleikaferðalag um Evrópu. Tónleikarnir verða í Fé- lagsheimili Seltjarnarness á laugar- dag, 17. október, og er uppselt á þá. Aukatónleikar verða haldnir á sunnudeginum en einnig er uppselt á þá. Meðal viðburða má nefna að Tónlistarhátíð Nesbúa verður haldin á laugardeginum, 17. október, í Sel- tjarnarneskirkju. Þar mun klassísk tónlist fá að njóta sín bæði í hljóð- færaleik og söng. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Þá býður ungmennaráð Seltjarn- arness öllum í lauflétt „pop quiz“ föstudaginn 16. október á veit- ingastaðnum Rauða ljóninu. Spurn- ingahöfundur og spyrill er sjón- varpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson. Jenna heiðruð Sérstök heiðursdagskrá verður um hinn ástsæla rithöfund Jennu Jensdóttur (f. 1918). Sem rithöf- undur og persóna hefur Jenna verið áhrifavaldur í lífi margra þjóð- þekktra einstaklinga, sem nú stíga fram og varpa ljósi á líf og verk Jennu. Fram koma Ásgerður Hall- dórsdóttir, Egill Eðvarðsson, Jenna Jensdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jak- obsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Þorgrímur Þráinsson. Ótaldir eru margir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Seltjarnar- nesbæjar. Morgunblaðið/Kristinn Heiðruð Jenna Jensdóttir rithöf- undur verður heiðruð á hátíðinni. Skorað á skilningar- vitin á Seltjarnarnesi Myndlistarmað- urinn Joris Rademaker opn- ar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Ak- ureyri í dag kl. 14. Á henni sýn- ir hann ný verk eftir sig og eru þau bæði í tví- vídd og þrívídd. Sýningin stendur til 18. október og er opin frá kl. 14-17 helgarnar 10. og 11. október og 17. og 18. október. Rademaker í Mjólkurbúðinni Joris Rademaker TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Maður er alltaf að leita eftirtónlist. Alltaf. Eitthvaðnýtt, eitthvað spennandi, eitthvað sem passar vel við hjartað og sáluna. Maður er drifinn áfram af hálfgerðum ótta, ótta við að maður sé mögulega að missa af „uppáhalds“ plötunni sinni sé mað- ur með eyrun í skauti. Hvað ef ég hefði ekki keypt þetta Melody Ma- ker þarna árið 1991 og ekki lesið viðtalið við Mark Hollis um nýút- komna plötu Talk Talk, Laughing Stock? Það er því betra að vera á verði og með alla anga úti (OK, þetta er farið að hljóma hálf geð- veikislega en þetta er skrifað undir miðnætti í enda langs dags. Stund- um eru það reyndar bestu pistl- arnir. Stundum ekki). Smá Einu sinni rambaði ég á plötu sem heitir Silver Bell eftir söng- konuna Patty Griffin. Ég kannaðist við nafnið en hún fyllir flokk amer- ískra söngkvenna sem syngja tón- list sem er á mörkum þjóðlaga- tónlistar, kántrís, blús og allra handa tónlistar sem liggur í rótum Ameríkunnar. Lucinda Williams, Sarah Harmer, Tift Merrit eru nöfn sem falla öll undir þennan hatt og andleg systir er líka Em- mylou Harris sem kemur reyndar við sögu á nefndri plötu. Ég smellti plötunni á og bjó mig undir þetta vanabundna, þekkilega róta-rokk; eitthvað hugljúft og þægilegt og var því í raun að leita eftir ein- hverju kunnuglegu fremur en ein- hverju nýju eins og ég lýsti að of- an. Það var samt eitthvað við umslagið sem vakti forvitni mína, mér rann sá grunur í hug að það væri mögulega eitthvað óvanalegt þarna líka. Og svo var, fyrsta lagið, „Little God“, var óvenjumyrkt, snúið og skælt og með því var tónn Í þjónustu ástarinnar Beintengd Hin bandaríska Patty Griffin er hljómlistarkona af Guðs náð. plötunnar settur. Ég varð hugfang- inn. Komst svo að því að þessi plata átti að koma út sem þriðja plata Griffin árið 2000 en var sett í skúffu af útgáfunni hennar. Kom svo út 2013 loksins eftir að Glyn Johns hafði endurhljóðblandað upptökurnar sem sjálfur Daniel Lanois hafði gert (en hann tók ein- mitt upp hina glæstu Wrecking Ball sem Emmylou Harris gaf út 1995). Kvöldúlfur Það sem fram hefur komið er upptaktur að nýrri plötu Griffin, Servant of Love, sem kom út í end- aðan september. Í þetta sinnið er ekki um þrettán ára gamlar upp- tökur að ræða heldur spánnýjar og hér fer Griffin – að vanda – þær leiðir sem hana fýsir að fara. Áferðin hér er mjög athyglisverð. Þung, án þess að vera þunglynd- isleg. Lögin taka sér tíma og það er krossað yfir í hina og þessa stíla og þeim óhikað blandað saman. Fyrsta lagið er nokkurs konar jaðardjass en svo er þarna þjóðlagatónlist, blús, rokk og honkítonk. Allt er þetta þó framreitt í höfgi bundinni leiðslu nánast, draumkenndur blær liggur yfir öllu hérna. Hljómar frá Austurlöndum fjær læðast meira að segja inn og manni verður þá óneitanlega hugsað til Roberts gamla Plants sem hefur dýft tám í þá strauma einnig. Griffin og Plant voru par lengi vel en skildu um það leyti sem Silver Bell kom út. Úr því er og unnið í nokkrum lögum hér. Griffin á nú að baki ansi til- komumikinn feril, listamenn eins og Joan Baez og Dixie Chicks hafa t.a.m. breitt yfir lög hennar, og hún nýtur óskoraðrar virðingar. Þessi plata færir heim sanninn um af hverju svo er. » Allt er þetta þóframreitt í höfgi bundinni leiðslu nánast, draumkenndur blær liggur yfir öllu hérna.  Patty Griffin er með merkari söngvaskáldum Bandaríkjanna  Servant of Love er níunda breiðskífa hennar  Fer þær leiðir sem hana fýsir að fara KLOVN FOREVER 2,5:50,8,10:10 THE MARTIAN 3D 7,10 EVEREST 3D 2,5,8 SICARIO 10:30 PAN 2D ÍSL - FORSÝNING 4:30 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 1:50 HÓTEL TRANSYLV. 2D ENS 3:50 (ótextuð) LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:50 FORSÝND UMHELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.