Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
ROSSINI
FRUMSÝNING Í HÖRPU
17. OKTÓBER 2015
MIÐASALA Í HÖRPU OG Á TIX.IS
WWW.OPERA.IS
Figaro: Oddur Arnþór Jónsson Almaviva greifi: Gissur Páll Gissurarson
Rosina: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir / Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Doktor Bartolo: Bjarni Thor Kristinsson / Jóhann Smári Sævarsson
Don Basilio: Kristinn Sigmundsson / Viðar Gunnarsson
Fiorello: Ágúst Ólafsson Berta: Valgerður Guðnadóttir
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Leikmynd: Steffen Aarfing
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason
Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar
TAKMARKAÐUR
SÝNINGARFJÖLDI
- bókaðunúna -
50 ára afmælissýning Toyota á Ís-
landi fer fram í Kauptúni í Garða-
bæ í dag, laugardaginn 10. október
frá kl. 12-16. Þetta er þriðja og
jafnframt síðasta stórsýningin á
árinu í tilefni afmælisins.
Ýmislegt verður til skemmtunar
á sýningunni. Fyrir utan afmælis-
tertuna sjálfa má nefna að i-Road
einmenningsfarið frá Toyota verð-
ur sýnt og gestir geta spreytt sig á
fullkomnum Gran Turismo-
aksturshermi.
„Allar nýjustu Toyoturnar verða
til sýnis og tilbúnar til reynsluakst-
urs og þeir sem eru að hugsa um að
fá sér Auris, Yaris, Corolla eða
Land Cruiser ættu að taka daginn
frá því þessum bílum fylgja sérstök
afmælistilboð,“ segir í tilkynningu
frá Toyota á Íslandi.
Síðasta af-
mælissýn-
ing Toyota
Afmæli Gestir geta spreytt sig á
fullkomnum aksturshermi.
„Við vissum að þetta var bilun í
skiptingunni en langaði að vita ná-
kvæmlega hver hún var,“ segir Jón
Arilíus Ingólfsson, rannsókn-
arstjóri á sjóslysasviði Rannsókn-
arnefndar samgönguslysa. Nefndin
hefur lokið rannsókn á strandi
flutningaskipsins Green Freezer í
Fáskrúðsfirði í september á síðasta
ári.
Skipið var að koma inn til Fá-
skrúðsfjarðar til lestunar á frystum
afurðum. Því var siglt á hægri ferð
inn fjörðinn á meðan beðið var eftir
hafnsögumanni. Þegar hann var
rétt kominn um borð festist aðal-
vélin í afturábakgír með þeim af-
leiðingum að skipið sigldi öfugt upp
í fjöru fyrir neðan bæinn Eyri.
Í skýrslu Rannsóknarnefndar-
innar um óhappið kemur fram að
ekki kom leki að skipinu og engin
teljandi mengun hlaust af strand-
inu. Varðskipið Þór dró frystiskipið
af strandstað og að bryggju. Tals-
verðar skemmdir höfðu orðið á
stýris- og skrúfubúnaði. Skipið var
síðan dregið til Póllands þar sem
gert var við skemmdirnar.
Fram kemur í skýrslu Rannsókn-
arnefndarinnar að orsök strandsins
megi rekja til bilunar í skipti-
skrúfubúnaði skipsins. Nefndinni
tókst hins vegar ekki, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir, að fá nákvæm-
ar upplýsingar um eðli og ástæður
bilunarinnar hjá útgerð skipsins
sem skráð er á Bahamaeyjum. Jón
segir að ekki hafi verið miklir ís-
lenskir hagsmunir í húfi og þegar
upplýsingarnar bárust ekki hafi
málinu verið lokað. helgi@mbl.is
Fengu ekki upplýsingar
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður Þór dregur frystiskipið Green Freezer af strandstað.
Ekki upplýst um ástæður bilunar í Green Freezer
Karl Axelsson
hæstarétt-
arlögmaður var í
gær skipaður
dómari við
Hæstarétt Ís-
lands. Karl hefur
lengi starfað hjá
Lex og sérhæft
sig í eignar-,
fasteigna- og
auðlindarétti og kennt eignarrétt
við Háskóla Íslands í 23 ár. Hann
hlaut málflutningsréttindi fyrir
Hæstarétti Íslands árið 1997. Hef-
ur þar flutt fjölmörg mál og sinnt
verjendastörfum í ýmsum erfiðum
sakamálum. Þá var Karl settur
hæstaréttardómari frá 16. október í
fyrra fram til júníloka nú síðastliðið
sumar.
„Ég hlakka mjög til þess verk-
efnis sem bíður mín. Hafandi gert
lögin að ævistarfi þá eru fá við-
fangsefni jafngöfug og að sinna
störfum fyrir æðsta dómstól lýð-
veldisins. Ég mun leggja mig allan
fram,“ segir í tilkynningu frá Karli.
sbs@mbl.is
Skipaður
dómari við
Hæstarétt
Karl Axelsson