Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 ekkert eftir þeim tíma: „Fyrirtækið heyrir sögunni til en Tæknivals- starfsfólk heldur enn hópinn.“ Eftir að Rósa hætti hjá Tæknivali stofnaði hún, ásamt manni sínum, fé- lagasamtökin Unga frumkvöðla, árið 2002. Samtökin voru tengd alþjóðlegu samtökunum Junior Achievement. Þau stóðu fyrir námskeiðum fyrir nemendur frá sex ára og upp á há- skólastig, m.a. Fyrirtækjasmiðjunni, sem var starfrækt í 12 ár og laut eink- um að fjármálalæsi og viðskiptasið- ferði. Rósa var þar verkefnastjóri lengst af með öðrum störfum. Rósa lauk leiðsögumannsprófi árið 2009 og lauk prófum sem ferðamála- fræðingur frá Háskólanum á Hólum 2014. Samhliða verkefnum fyrir Unga frumkvöðla starfaði Rósa við ráðgjöf hjá IBT sem heldur námskeið fyrir fyrirtæki í þeim tilgangi að auka af- köst og skilvirkni starfsmanna. Rósa stundaði leiðsögn fyrir er- lenda ferðamenn á Íslandi frá 2009- 2011. Árið 2014 tók hún á leigu félagsheimilið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, leigir það fjóra mánuði yfir sumartímann og starf- rækir þar veitingahús, gestastofuna Þjórsárstofu sem er upplýsinga- miðstöð og sýning um Þjórsá, Þjórs- árdalinn og hreppinn, auk þess sem þau starfrækja þar tjaldstæði: „Þarna er yndislegt að vera á sumrin og gott samfélag. Þessir fjórir mán- uðir eru auðvitað mikil og ævintýra- leg vertíðarstemming, en þetta á vel við mig. Þetta er líka kjörinn staður fyrir ferðamenn. Í nágrenninu er að finna margar helstu sögu-, jarðfræði- og náttúruperlur landsins og auðvitað er svo í boði frábær matur sem ég elda og baka af hjartans lyst, enda líður mér yfirleitt alltaf best í eldhús- inu.“ Rósa hefur lengi haft áhuga á söng, sótt söngnámskeið, hefur sungið í Kvennakór Reykjavíkur frá 2007 og er formaður kórsins frá 2012. Hún starfaði lengi í JC á árum áður og er þar Senator. Fjölskylda Eiginmaður Rósu er Gunnar Jón- atansson, f. 10.2. 1962, framkvæmda- stjóri IBT. Foreldrar hans voru Jón- atan Kristleifsson, f. 19.5. 1919, d. 9.10. 2002, sjómaður, og Málfríður Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 25.4. 1922, d. 12.7. 1995, verkakona. Þau bjuggu í Reykjavík. Fyrri maður Rósu er Sverrir Her- bertsson, f. 1957. Börn Rósu og Sverris eru Sunna Hrund Sverrisdóttir, f. 28.7. 1995, nemi við HÍ, og Hilmar Benedikt Sverrisson, f. 25.3. 1998, nemi við MS. Sonur Rósu og Gunnars er Brynjar Kári Gunnarsson, f. 7.2. 2005. Stjúpbörn Rósu og börn Gunnars eru Berglind Gunnarsdóttir, f. 1.10. 1983, læknir í Hafnarfirði en sam- býlismaður hennar er Bjarmi Hall- dórsson byggingafræðingur og eru dætur þeirra Katrín Þóra og Hildur, og Óli Þór, f. 23.9. 1990, nemi í tölvu- fræði við HR en sambýliskona hans er Kolbrún Ósk Eyþórsdóttir þroska- þjálfi og eru börn þeirra Róbert Þór og Kristín Hanna. Alsystur Rósu eru Hrönn Bene- diktsdóttir, f. 3.5. 1967, húsfreyja í Hafnarfirði; Hildur Benediktsdóttir, f. 3.5. 1967, skrifstofumaður hjá Garðabæ, og Jóhanna Benedikts- dóttir, f. 6.8. 1956, fararstjóri á Spáni. Foreldrar Rósu eru Benedikt Björnsson, f. 19.6. 1923, d. 15.7. 2006, húsgagnasmiður, og Ólöf Helga Guðnadóttir, f. 25.9. 1930, d. 8.9. 2006, hússtjórnarkennari. Þau bjuggu í Garðabæ. Úr frændgarði Rósu Kristínar Benediktsdóttur Rósa Kristín Benediktsdóttir Rósa Tómasdóttir húsfreyja í Öxnadal og á Akureyri Kristján Gíslason b. víða í Öxnadal og síðar á Akureyri Jóhanna Kristjánsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Guðni Ágúst Þórarinsson húsasmiður í Hafnarfirði Ólöf Helga Guðnadóttir hússtjórnarkennari í Garðabæ Helga Guðnadóttir húsfr. á Grunnavatni Guðmundur Þórarinn Ketilsson b. á Grunnavatni á Jökuldalsheiði og á Leifsstöðum í Vopnafirði Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja Einar Einvarðsson b. víða og verkam. í Rvík og í Hafnarfirði Stefanía Þórný Einarsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Björn Benediktsson húsasmiður í Hafnarfirði og gullgrafari í Bandaríkjunum Benedikt Björnsson húsgagnasmiður í Hafnarfirði Sesselja Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja Benedikt Jónsson b. á Mosfelli og Rútsstöðum í Svínadal og Bjargarstöðum í Miðfirði Broshýr í sveitinni Rósa og Gunnar. Jakob fæddist á Geirastöðum íÞingi 28.10. 1920. Foreldrarhans voru Jónas Stefánsson, bóndi þar og pakkhúsmaður KEA á Akureyri, og Aðalbjörg Signý Valde- marsdóttir. Foreldrar Jónasar voru Stefán Stefánsson, b. á Syðri-Ey og á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi, og Ingileif Guðmundsdóttir húsfreyja. Foreldrar Aðalbjargar Signýjar voru Valdemar Hallgrímsson, bóndi á Hólabaki í Sveinsstaðahreppi, og Ingunn Þorsteinsdóttir húsfreyja. Jakob missti móður sína er hann var tæplega sjö ára en stjúpmóðir hans frá 1932 var Jónasína Þor- steinsdóttir, húsfreyja á Akureyri. Eiginkona Jakobs: Christel Hil- degard Jónasson húsfreyja og eru börn þeirra Hildigerður Marta við- skiptafræðingur og Finnbogi, sér- fræðingur í taugasjúkdómum. Jakob lauk stúdentsprófum frá MA 1942, prófi í læknisfræði frá HÍ 1951 og öðlaðist sérfræðileyfi í tauga- og geðsjúkdómum 1958. Jakob var kandidat við Landa- kots- og Landspítala, var við sér- fræðinám við Institute of Psychi- atry, Maudsley and the Bethlem Royal Hospital í London, Long Grove Hospital í Epsom í Surrey, Sundby sjukhus í Strängnäs í Sví- þjóð, geðdeild Sjukhuset í Kristian- stad, Centrallasarettet í Karlskrona og háskólasjúkrahúsið í Lundi. Jakob var aðstoðarlæknir við Länssjukhuset í Halmstad 1958-60, sérfræðingur í Reykjavík 1960-62, við geðdeild barna á Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur 1961-70, við Vinnuheimilið á Reykjalundi 1961- 65, starfaði við sálfræðideild skóla í Reykjavík 1961-65, var aðstoðaryf- irlæknir við Kleppsspítalann 1963- 67, yfirlæknir á Kleppsspítala, Flókadeild, 1967-68, sérfræðingur við geðdeild Borgarspítalans 1968- 70 og á Kleppsspítala 1970-86 og á geðdeild Landspítalans 1986-96. Jakob var formaður Geðlæknafélags Íslands, ritari Læknafélags Reykja- víkur og fulltrúi Íslands í aðalráði Alþjóðadýraverndunarsambandsins 1970-79. Hann var heiðursfélagi Geðlæknafélags Íslands. Jakob lést 8.7. 2003. Merkir Íslendingar Jakob V. Jónasson 90 ára Ingibjörg Erla Egilsdóttir Kristján Blær Ásmundsson 85 ára Ásta Guðmundsdóttir Margrét Halla Jónsdóttir Sigríður Þorbergsdóttir Sigurbjörg Valmundsdóttir Steinar Ingimundarson 80 ára Anna Lilja Kvaran Guðbjörg Jónsdóttir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson 75 ára Ásrún Ingiþórs Ingadóttir Björn Ragnarsson Elísabet Þorgeirsdóttir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir Jakob Óskar Jónsson Sigrún Skaftadóttir Sigurður Haraldsson 70 ára Ari Sigurvin Sigurjónsson Bergþóra Jónsdóttir Birgir Hjaltason Birgitta Guðlaugsdóttir Helgi Jóhannes Ísaksson Ingi Friðbjörnsson Sigurlaug Þórðardóttir Örvar Sigurðsson 60 ára Eiríkur Ásmundsson Jóhanna Kristín Arndal Jón Ómar Jóhannsson Lilja Pálsdóttir Piotr Kaczmarek Sæmundur Runólfsson 50 ára Helga Jakobsdóttir Hrafnkell Sigtryggsson Kristján Þór Ingvarsson Pétur Kristinn Hilmarsson Ríkharður Sigurðsson Sigurrós Sigurjónsdóttir 40 ára Einar Örn Jónsson Gunnar Birgir Ólafsson Helga Jónína Guðmundsdóttir John Harmon Grant Kristín Auður Halldórsdóttir Laufey Leifsdóttir Ólafur Þór Ágústsson Petrína Berta Jónsdóttir 30 ára Ásmundur Ove Johannesen Guðný Þórfríður Magnúsdóttir Haukur Már Guðmundsson Heiða Ósk Úlfarsdóttir Ísey Hrönn Steinþórsdóttir Kristbjörg Gunnarsdóttir Maria Victoria Ventura Cabral Michal Olowiecki Ólöf Mjöll Guðjónsdóttir Reynir Liljar Þorvaldsson Sebastian Antoni Kozuch Sonja Kjartansdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Valgarður býr á Akureyri, lauk prófum í viðskiptafræði frá HA, er rekstrarstjóri hjá Bjargi og tónlistarmaður. Maki: Sveinbjörg Smára- dóttir, f. 1985, nemi. Dætur: Emelía Ólöf, f. 2009, og Rósanna Björg, f. 2013. Foreldrar: Ómar Val- garðsson, f. 1957, verk- smiðjustjóri, og Birna Friðrika Jónasdóttir, f. 1959, ræstitæknir. Valgarður Óli Ómarsson 30 ára Kristín ólst upp í Keflavík, er nú búsett á Hvolsvelli, lauk MSc-prófi í umhverfis- og auðlinda- fræði frá HÍ og kennir á fiðlu við Tónlistarskóla Rangæinga. Maki: Davíð Jónsson, f. 1984, nemi í kjötiðn. Foreldrar: Björg Sigurð- ardóttir, f. 1957, ljós- móðir, og Jökull Einars- son, f. 1957, sjómaður. Þau eru búsett í Reykja- nesbæ. Kristín Þóra Jökulsdóttir 30 ára Jón Þór ólst upp á Hellu, er nú búsettur í Reykjavík, lauk sveins- prófi í rafvirkjun frá Fjöl- brautaskólanum í Breið- holti og starfar við rafvirkjun hjá Fagtækni. Maki: Ása Guðbrands- dóttir, f. 1985, sjúkraliði. Foreldrar: Þröstur Jóns- son, f. 1940, rafvélavirki, og Ragnheiður Skúladótt- ir, f. 1948, fyrrverandi matráður. Þau eru búsett á Hellu. Jón Þór Þrastarson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.