Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er í þriðja sinn semvið höldum hrekkjavöku-boð hér heima fyrir vinistrákanna okkar í hverf- inu. Boðið er á föstudeginum fyrir sjálfan hrekkjavökudaginn og þá koma krakkarnir hingað eftir skóla og við skerum út grasker, skreyt- um með köngullóarvefjum, haus- kúpum og öðru viðeigandi. Síðast en ekki síst pöntum við hrekkja- vökuköku í Mosfellsbakaríi þar sem bakararnir töfra fram hrekkjavöku- kökur með rúllandi augum, af- skornum fingrum og öðru girnilegu. Krakkarnir koma til veislunnar í hrekkjavökubúningunum sínum, gæða sér á kökunni og horfa svo saman á hryllingsmynd,“ segir Gerður Kristný og Skírnir, 10 ára sonur hennar, grípur orðið: „Núna verður það teiknimyndin Para- Norman, en hún segir frá strák sem sér drauga og þegar upp- vakningar ætla að ráðast á bæ- inn þarf hann að gera eitthvað í málinu, því hann getur talað við uppvakningana.“ Gerður Kristný segist kunna vel að meta hrekkja- vökuna og henni finnst gam- an að halda hrekkjavökuboð. „Hér verða um tuttugu manns, því vinirnir fá að taka litlu systkini sín með.“ Amma í Skagafirði sér um að sauma búningana Í Skerjafirði þar sem Gerður Kristný býr, er mikið fjör á hrekkjavökunni, þá ganga krakkarnir í búningunum sínum milli húsa og fá nammi hjá þeim sem þau gleðja með nær- veru sinni. „Krakkarnir vita alveg hvar þeim er óhætt að banka því þeir íbúar sem vilja fá krakkana á tröppurnar hjá sér setja lifandi ljós, blöðrur, slaufur eða miða utan við dyrnar hjá sér til að gefa til kynna að þau séu vel- Grasker, nornir og nammi á hrekkjavöku Hrekkjavakan verður um næstu helgi og þá ætlar Gerður Kristný að bjóða krökkum að koma í búningum og hlusta á lestur upp úr nýjustu barnabókinni sinni, Dúkku, en sagan sú er með þónokkru hryllingsívafi. Gerður Kristný er ánægð með hrekkjavökuhefðina í hverfinu heima í Skerjafirði þar sem börnin ganga milli húsa í búningum sínum. Hún heldur líka hrekkjavökuveislu með afskornum kökufingrum, köngullóarvefjum og öðrum mátulegum óhugnaði. Namm Afskornir fingur og köngulló á kökunni sem Gerður býður upp á. Bókakaffið er viðburður sem er á mið- vikudagskvöldum á kaffihúsinu í Gerðu- bergi í Breiðholti, en þá er spjallað um bækur af ýmsu tagi á léttum nótum á meðan gestir njóta veitinga í notalegu andrúmslofti. Bókakaffið í kvöld hefst kl. 20 og er yfirskrift þess: „Á landamærahafinu“ en þar ætlar Daisy Neijmann að spjalla um sögur Svövu Jakobsdóttur. Verk Svövu hafa heillað ótal marga í hálfa öld, en hún birti fyrstu smásögur sínar á sjöunda ára- tugnum. Samt eru þær jafn ferskar, slá- andi og áhrifamiklar í dag og þegar þær komu fyrst út. Sögur hennar virðast búa yfir þeim galdri að tala til lesenda á öllum aldri og hvaðan sem er í heiminum. Í erindi sínu ætlar Daisy að fjalla, frá persónulegu sjónarhorni, um þennan töfraheim Svövu þar sem landamæri mynda lykilstef. Daisy er hollensk að uppruna en hefur lært íslensku í fjölda ára og kennt í ís- lenskudeild ucl í London og er nú flutt til Íslands þar sem hún er fastráðin í kennslu í deild íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún hefur gefið út og komið að útgáfu á kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga og hún ritstýrði íslensku bókmenntasögunni sem kom út á ensku nokkrum árum eftir aldamótin. Daisy hefur verið að rannsaka stríðsbókmenntir sérstaklega, með áherslu á kvenímyndir. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Svava Á leið úr Alþingishúsinu 1978. Hún sat á þingi á árunum 1971-1979 og hafði afgerandi áhrif á umræður um jafnréttismál í íslensku samfélagi. Spjall um sögur Svövu Jakobs- dóttur á bókakaffinu í kvöld Daisy Býr og starfar á Íslandi. Hljómsveitirnar Par-Ðar, AVóKA og SíGUll halda tónleika á Kex Hosteli í kvöld kl 20. Hljómsveitirnar þrjár deila innbyrðis með sér meðlimum sem koma úr tónlistarbænum Reykjanesbæ. Árið 2015 hefur verið gjöfult hjá þessum sveitum þar sem þær náðu langt í Músíktilraunum í ár, Par-Ðar náðu öðru sæti, AVóKA því þriðja og var SíGull valin hljómsveit fólksins. Par-Ðar vinna hörðum hönd- um að sinni fyrstu breiðskífu og gáfu á dögunum út sitt fyrsta myndband við lagið „I Don‘t Know Who I Am“. Par-Ðar spila nútímalegt og sveim- kennt hipparokk sem kallar upp í hugann áhrif frá upphafsárum Sigur Rósar sem og Tame Impala. AVóKA spilar draumkennt og ljúf- sárt popp sem m.a. framkallað er með málmblæstri, harmónium, hljóð- gervlum og fallegum röddum. Hljóm- sveitin stefnir á útgáfu á sinni fyrstu þröngskífu í janúar á næsta ári. SíGull spila framsækið fönk. Frítt er inn á tónleikana. Ókeypis tónleikar Þrjár hljómsveitir úr Reykjanes- bæ troða upp á KEXinu í kvöld AVóKA Hljómsveitin sú lenti í þriðja sæti á Músíktilraunum í ár. Skannaðu kóð- ann til að fara inn á vefsíðuna. Stara Gerði fannst dúkkurnar óhugnanlegar sem störðu á hana margar sam- an í búðarhillum í Bandaríkjunum og fékk þá hugmyndina að bókinni sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.