Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
30%
afslátturaf speglum
-VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA
Opið alla virka daga 08:00-17:00
Sendum um allt land
SPEGLAR SKORNIR AÐ
ÞÍNUM ÓSKUM
LED LÝSING - SANDBLÁSUM
ispan@ispan.is • ispan.is
Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 30
nemendur frá Jarðhitaskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex
mánaða þjálfun í jarðhitavísindum
eða verkfræði.
Frá því að skólinn var stofnaður
fyrir 37 árum hafa 613 nemendur
lokið námi í þeim 8 sérhæfðu braut-
um sem starfræktar eru við skólann
í hinum ýmsu greinum tengdum
jarðhita. Nemendurnir í ár eru frá
15 löndum. Fimm nemendur luku
meistaraprófi í jarðhitavísindum eða
verkfræði frá Háskóla Íslands síð-
astliðið vor á vegum Jarðhitaskólans
og 11 stunda nú slíkt nám við HÍ og
Háskólann í Reykjavík. Þá eru þrír
nemendur í doktorsnámi í jarð-
hitavísindum við HÍ með styrk frá
Jarðhitaskólanum.
Grunnfjárveiting til Jarðhitaskól-
ans kemur frá utanríkisráðuneytinu
og er hluti af aðstoð Íslands við þró-
unarlöndin. Skólinn hefur einnig
staðið fyrir námskeiðum víðsvegar
um heim auk þess sem hann hefur
haldið fjölmörg sérsniðin námskeið í
þróunarlöndunum undanfarin ár og
eru þau kostuð af viðkomandi sam-
starfsaðila. Útskrift Nemendur og kennarar 37. árgangur Jarðhitaskólans útskrifaðist fyrir helgi eftir sex mánaða þjálfun.
Jarðhitaskólinn útskrif-
ar 30 erlenda nemendur
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Listamenn víða að úr veröldinni
dvelja í Nesi, listamiðstöðinni á
Skagaströnd, um lengri eða
skemmri tíma í senn, 8 til 15 lista-
menn í einu. Margir þeirra koma
oftar en einu sinni til að sinna hugð-
arefnum sínum og skapa.
Einn þessara listamanna er Karl
Chilcott frá Svíþjóð. Hann dvaldi í
Nesi sumarið 2013 í tvo mánuði. Nú
er hann kominn aftur í stutta heim-
sókn til að kynna nýútgefna ljós-
myndabók með myndum af innsetn-
ingum sem hann skapaði á Íslandi,
einkum í nágrenni Skagastrandar,
meðan hann dvaldi hér. Bókina
kallar Karl Jarðteikn – Art in Nat-
ure en Karl vinnur með efnivið úr
náttúrunni, steina, blóm, bein,
rekavið og fleira, sem hann setur í
nýtt samhengi í náttúrunni sjálfri.
Myndirnar í nýju bókinni tók dóttir
Karls, Christine Chilcott, en þau
feðgin hafa farið víða um heim og
unnið að svipuðum bókum.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna
sér fyrri verk Karls geta farið inn á
heimasíðu hans: www.karlchilcott-
art.com/sculpture-portraits.html
Morgunblaðið/Ólafur
Ljósmyndabók Karl Chilcott sýnir
myndir úr nýju bókinni.
Jarðteikn
úr náttúr-
unni sýnd
Ung kona hlaut opið beinbrot á fæti
eftir að hún rann með fæturna und-
ir afturdekk strætisvagns í Mjódd í
gærmorgun. Að sögn lögreglu var
hún að hlaupa á eftir vagninum
þegar slysið varð.
Konan var flutt á slysadeild
Landspítalans til aðhlynningar og
er málið í rannsókn hjá lögreglu.
Bílstjórinn sem ók strætisvagninum
tók ekki eftir slysinu og hélt áfram
ferð sinni. Annar bílstjóri hringdi í
Neyðarlínuna og óskaði eftir að-
stoð. Svo virðist sem farþegar
vagnsins hafi heldur ekki orðið var-
ir við neitt. Að sögn Jóhannesar
Rúnarssonar, framkvæmdastjóra
Strætó bs., fær bílstjórinn áfalla-
hjálp vegna slyssins.
Lenti undir stætó og
hlaut opið beinbrot