Morgunblaðið - 28.10.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
RV
1015
Úti- og innimottur á tilboði
– úrval af frábærum mottum í mörgum
gerðum og stærðum
24/7
RV.is
TilboðVerð frá3.188Kr.
!"
#$
"%%"
"
%#
#
#
$$%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!!
"
"$"
"#%
%#
#!%
"
$!%
$
$%
#%
"
"
%#!%
#!!
!
$#%
%$%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bioeffect húðvörurnar, sem þróaðar
eru og framleiddar á Íslandi, hlutu ný-
lega tvenn ný snyrtivöruverðlaun, í
Finnlandi og í Póllandi. Bioeffect
vörurnar eru framleiddar af dóttur-
fyrirtæki Orf líftækni og hafa þær hlotið
samtals 15 verðlaun víða um heim á
síðastliðnum 5 árum. Á meðal þeirra
eru mörg af virtustu verðlaunum hins
alþjóðlega snyrtivörugeira, að því er
segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Bioeffect vörur eru nú seldar í yfir
eitt þúsund stórverslunum, snyrti-
vöruverslunum, heilsulindum og flug-
félögum í samtals þrjátíu löndum.
Bioeffect hlýtur fimmt-
ándu viðurkenninguna
● Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent
Ríkiskaupum erindi og spurst fyrir um
útboð á flugfarmiðum fyrir ríkið og
stofnanir þess. Á vef FA er vakin athygli
á því að nú, rúmum þremur árum eftir
að Ríkiskaup sögðu upp rammasamn-
ingi um farmiðakaup ríkisins og boðuðu
að efnt yrði til nýs útboðs, hefur slíkt
útboð enn ekki farið fram. Í svari Ríkis-
kaupa við fyrirspurn FA um mitt árið
kom fram að málið hefði frestast en
gert væri ráð fyrir að „auglýsa útboð á
haustmánuðum“, segir á vef FA.
FA spyrst fyrir um
útboð á flugfarmiðum
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Til greina kemur að veita slita-
stjórnum föllnu viðskiptabankanna
lengri frest til að ganga frá nauða-
samningi en til áramóta, eins og lög
um stöðugleikaskatt kveða á um. Í
samtali við mbl.is í gær sagði Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, að hann hefði rætt
þann möguleika við efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis.
„Það er óhætt að segja að það hef-
ur þrengst mjög um þennan tíma-
ramma,“ segir Bjarni, en hann segir
að slitabúin hafi einnig viðrað
áhyggjur sínar. Fram hefur komið í
Morgunblaðinu að til þess að fá
nauðasamninga samþykkta fyrir ára-
mót töldu slitastjórnirnar sig þurfa
skýr svör frá Seðlabanka Íslands í
síðasta lagi síðastliðinn föstudag um
það hvort tillögur búanna um stöð-
ugleikaframlag í ríkissjóð stæðust
þær kröfur sem bankinn gerði á
grundvelli fjármálalegs og efnahags-
legs stöðugleika þjóðarbúsins. Nú er
komið á fjórða mánuð frá því að slita-
búin lögðu fram beiðnir um undan-
þágur frá gjaldeyrishöftum og ósk-
uðu eftir samráði við Seðlabankann
um þau efni.
Bankinn svaraði í gær
Fjármálaráðuneytið greindi frá
því á vef sínum í gær að fjármála- og
efnahagsráðherra hefði borist bréf
frá Seðlabankanum þar sem bankinn
„leitar samráðs við ráðherra vegna
veitingar vilyrða fyrir undanþágum
til slitabúa viðskiptabankanna
þriggja [...]“. Í vef ráðuneytisins
kemur einnig fram að bréfum bank-
ans fylgi greinargerð um áhrif af
uppgjöri þessara búa á greiðslu-
jöfnuð og fjármálastöðugleika. Málið
hefur verið til athugunar í ráðuneyt-
inu frá því að bréfin bárust en lögum
samkvæmt þarf ráðherra að kynna
efnahagsleg áhrif undanþága af þess-
ari stærðargráðu fyrir efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis. Bjarni segir
aðspurður að áfram verði farið yfir
gögnin frá Seðlabankanum, en efni
þeirra var kynnt á ríkisstjórnarfundi
í gærmorgun. Þá fari hin lögformlega
kynning einnig fram á fundi í efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis í
dag.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
fyrr í þessari viku brugðu slita-
stjórnir gamla Landsbankans og
Kaupþings á það ráð í lok síðustu
viku að senda út gögn varðandi frum-
varp að nauðasamningi. Var sú
ákvörðun tekin þrátt fyrir að endan-
leg svör væru ekki komin frá Seðla-
bankanum, þar sem lög í Bandaríkj-
unum kveða á um að slík gögn skuli
kynnt þarlendum kröfuhöfum með að
minnsta kosti fjögurra vikna fyrir-
vara.
Tíminn á þrotum
Slitabúin munu hafa lítið sem ekk-
ert svigrúm til þess að breyta hinum
birtu gögnum innan fjögurra vikna
fyrirvarans. Hafi Seðlabankinn ekki
fallist á útfærslu slitabúanna á
nauðasamningum í greinargerð sinni
til ráðherra munu þau því hugsan-
lega þurfa að fresta fyrirætluðum
fundum með kröfuhöfum, þar sem
ætlunin er að bera nauðasamnings-
frumvörp upp til atkvæðagreiðslu.
Verði af frestun boðaðra funda, sem
Glitnir hyggst halda 16. nóvember,
Kaupþing 24. nóvember og LBI 17.
nóvember, segja heimildir Morgun-
blaðsins að útilokað sé fyrir búin að fá
nauðasamningana samþykkta fyrir
dagslok 31. desember næstkomandi.
Ef svo fer kynnu forystumenn ríkis-
stjórnarinnar, fyrir atbeina Alþingis,
að þurfa að lengja frestinn til búanna
eigi þau að eiga kost á að greiða
stöðugleikaframlag í stað þess að
greiða 39% stöðugleikaskatt.
Lengri frestur mögulega
veittur til nauðasamninga
Höft Seðlabankinn hefur nú lokið við að meta þau áhrif sem stöðugleikaframlag slitabúanna hefur á þjóðarbúið.
Seðlabankinn hefur sent ráðherra greinargerð um áhrif uppgjörs slitabúanna
Morgunblaðið/Rósa Braga
„Með því að slá saman kröftum
okkar við Verne Global höfum við
möguleika á að þjóna viðskiptavinum
okkar betur. Auk þess opnast tæki-
færi fyrir samstarf við erlenda við-
skiptavini sem hafa áhuga á hýsingu
á Íslandi,“ segir Finnur Oddsson,
forstjóri Nýherja, um nýjan samning
sem fyrirtækið hefur gert við Verne
Global í Reykjanesbæ.
Hann segir að Verne Global sé
búið að byggja upp öflugasta gagna-
verið á Íslandi. „Ég er sannfærður
um að við munum uppskera áhuga-
verð tækifæri í framhaldi af þessu
samstarfi. Viðskiptavinir okkar eiga
eftir að finna fyrir jákvæðum breyt-
ingum,“ segir Finnur og bætir við að
það sé fyrst og fremst með auknu
öryggi og áreiðanleika kerfa sem eru
í rekstri Nýherja.
„Í raun erum við að úthýsa verk-
efnum til þeirra sem við teljum vera
framúrskarandi á sínu sviði. Þá gefst
okkur betra svigrúm til að nýta sér-
fræðiþekkingu okkar til hagsbóta
fyrir viðskiptavini okkar.“
Nýherji og Verne Global hyggjast
enn fremur leggja saman krafta sína
um að veita innlendum og erlendum
viðskiptavinum betri lausnir í hýs-
ingarþjónustu og vinna saman að
áframhaldandi uppbyggingu gagna-
versiðnaðar á Íslandi.
„Sú ákvörðun að útvista þessum
mikilvæga hluta af starfsemi Ný-
herja er í takt við þá stefnu sem við
höfum fylgt síðustu ár, að leysa ýmis
verkefni á sviði upplýsingatækni í
samstarfi við öfluga aðila.“
Morgunblaðið/Þórður
Upplýsingatækni Finnur segir
aukið samstarf vera stefnu Nýherja.
Nýherji og Verne
Global í samstarf
Tækifæri til
hýsingar fyrir er-
lenda viðskiptavini