Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 10. apríl 1986 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Glæsilegt einbýlishús á tveim hæöum viö Háholt 5.500.000 5 herb. íbúð við Sunnubraut ásamt bílskúr, sér inngangur ................................. 3.200.000 2ja herb. íbúð við Hringbraut. Skipti á íbúð í Sandgerði koma til greina ................. 1.250.000 2ja herb. íbúð við Faxabraut með sér inngangi 1.050.000 2ja herb. íbúö við Mávabraut, laus strax .. 1.100.000 Iðnaðarhúsnæði við Iðavelli, 500 ferm. grunn- flötur. Möguleiki á millilofti. Nánari uopl. áskrif- stofunni. Fasteignir í smíðum í Keflavík: Höfum ásöluskrá2jaog 3jaherb. íbúðirviöHeið- arholt og Mávabraut. Einnig raöhús viö Norður- velii og víöar. Nánari uppl. á skrifstofunni um söluverö og greiösluskilmála. ATH: Höfum á söluskrá mikið úrval fasteigna iGaröi, Sand- geröi, Grindavík, Njarövík, Höfnum og Vogum. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. ATH: Höfum góöan kaupanda að nýrri eöa nýlegri 3ja herb. ibúö i Keflavík strax. Njarövikurbraut 10, Njarövik: Mávabraut 6D, Keflavík: Hús 130 ferm., bílskúr 50 Raðhús í góðu ástandi. ferm. Húsið er mikiö endur- Skipti á ódýrari ibúð koma nýjað. Skipti á ódýrari eign til greina ...... 2.400.000 koma til greina. 2.400.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Njarðvík Gæsluvöllur Starfskrafta vantar á gæsluvöllinn í Innri- Njarðvík, sem opnaðurverður 15. apríl n.k. Leikvallanefndin Orlofshús VSFK Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 21. apríl n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrif- stofu VSFK að Hafnargötu 80, um dvalar- leyfi í orlofshúsum félagsins, sem eru sem hér segir: í Ölfusborgum í Svignaskarði í Hraunborgum í Húsafelli Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofs- húsunum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 25. apríl n.k. - Leiga verður kr. 2.500 á viku. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Olíutankur festist milli húsa Á miðvikudag og fímmtu- dag í síðustu viku voru gömlu olíutankarnir tveir sem stóðu yfir páskana við Háaleiti í Keflavík, fluttir til sjávar, en eins og fram kom í síðasta tölublaði átti að draga þá sjóleiðis upp í Hvalfjörð. Gekk flutningurinn til sjávar nokkuð vel, með þó einni undantekningu, en það var þegar ekið var með síðari tankinn eftir Brekku- stígnum í Njarðvík. Reynd- ist gatan þá ekki nægilega breið aftan við Netaverk- stæðið og festist tankurinn þar á milli, þrátt fyrir að flutningaaðilar hafi rutt í burtu, án leyfis eiganda, fískkörum sem stöðu utan við ísver. Tókst að lokum að greiða fyrir tönkunum með því að hífa til loðnunót, sem var utan við Netaverkstæðið. epj. Tankurinn fastur á Brekkustígnum í Njarðvík. VÍKUR-fréttir - 100% dreifing , M°lar Njarðvíkingur eða saumaklúbbur? í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja kemur fram að frunihugmyndir um Hitaveituna hafi komið fram 1958 í blaðinu Njarðvíkingi. Ekki voru allir á aðalfundi HS sammála um þetta og m.a. komfram hjáTóni- asi Tómassyni að eins mætti segja að þetta hefði fyrst komið fram í saumaklúbbi íNjarðvík, það væri jafn samkvæmt sannleikanum. Hiðrétta væri að upphafsmaður að þessu gagnmerkasta sameiningartákni okk- ar Suðurnesjamanna, HS, væri Sveinn Einars- son, verkfræðingur. Humor fyrir ellina í síðasta Helgarpósti er rætt um að Karl Stein- ar hafi húmor fyrir ellinni. Er þar tekiðfyrir námskeiðshald VSFK og fleiri félaga, seni haldið var í vetur hér syðra til að búa roskið fólk undir ellina. Segir í greininni í viðkomandi blaði, að Karl Steinar hafi í þessu sambandi greinilega haft tilllnn- ingu fyrir praktísku skaupi, því hann sendi mörgum vinum sínum o g k u n n i n g j u m á miðjum aldri og niður í þrítugt, tilkynningu um mámskeiðið og boð urn að taka þátt t því. Síðan segir orðrétt: ,,Menn • velta því nú fyrir sér hvort þessi gamanmál Karls Steinars beri vitni um elliglöp, en flestir telja að svo sé ekki“. Surtshellir Enn velta menn fyrir sér nöfnum á nýja veit- ingasalinn i KK-húsinu. Sumir hafa létið sér detta í hug nafnið „Blái hellirinn“ vegna þess að salurinn er blár að inn- an. Einn vildi þó bæta um betur og kalla stað- inn „Surtshellir" vegna þess hve mikið er af negrum þarna um helgar. Ófeigur Hansson Miklar vangaveltur eru milli manna um hverjir muniskipafram- boðslistann hjá Gylfa Guðmundssyni í Kefla- vík. Sumir efast að vísu um að hann muni koma fram, en Gylfi hefur sjálfur lýst því yfir að listinn komi frarn og verði þverpólitiskur á alla flokka. Vegna þessa hefur Björn Jóhannsson (Bjössi Jóa Bali) lagt til að eini fjölskyldumeð- limur hans sem ekki er þegar kominn með póli- tíska skoðun, taki sæti á listanum. Er þetta sjálf- ur heiniiliskötturinn, hann Ófeigur. Þar með yrði heimili Bjössa líka orðið þverpólitískt. Væntanlegir bæjarstjórar? Nú, þegar ljóst þykir að hvorki Steinþór júlí- usson bæjarstjóri í Kefla- vík né kollegi hans í Njarðvík, Albert K. Sanders, muni gefa kost á sér til starfa að lokn- um kosningum, eru menn farnir að velta fvrir sér arftökum þeirra. Hafa þrír menn verið nefndir varðandi Keflavík og einn í Njarð- vík. Sem bæjarstjóraefni í Keflavík hafa heyrst nöfn Einars Páls Fær- seth, núverandi bæjar- ritara á Sauðárkróki, Ellerts Eiríkssonar sveit- arstjóra í Garði, og Vilhjálms Ketilssonar, skólastjóra Myllubakka- skóla í Keflavík. En í Njarðvík er það nafn Ólafs Thordersen heild- sala og vcrktaka. Opnar nýr Kostur? Molar hafa fregnað að svo geti farið að ný mat- vöruverslun opni í gömlu Sölvabúð, eða þar sern Kostur var til húsa. Verslunarstjóri Kauðfélagsins að Faxa- braut 27 (stóru blokk- inni), Anna Pálsdóttir, hefur verið orðuð við þessa nýju verslun. Rafbær í Leikhólma Jón Pálmi Skarphéð- insson. eigandi Rafbæj- ar, er búinn að festa kaup á húsi Leikhólma við Hafnargötu. Hyggst hann flytja rafbúð sína, seni nú er í Grófinni, á nýja staðinn, en Leik- hólmi hættir starfsemi sinni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.