Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 10. apríi 1986 VÍKUR-fréttir Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viögerðir a flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viöurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suöurnesja Háaleiti 33 - Keflavík - Simi 2322 Nudd - Nudd Konur - Karlar Losið ykkur við vetrarslenið. - Nudd styrkir slappa vöðva, losar um vöðvabólgur, vinn- ur á móti Cellilite appelsínuhúð. - Góð að- staða. - Tímapantanir í síma 2232. BAÐSTOFAN DÖGG Háaleiti 38 UG ///: Starfsmaður óskast Óska eftirstarfsmanni, helst vönum far- þegaþjónustu, frá 1. maí til 15. október. Óreglulegur vinnutími. Nánari upplýsingar gefur Ingi Gunn- arsson á skrifstofu Arnarflugs, Kefla- víkurflugvelli, þriðjudaga og fimmtu- daga frá kl. 9-12. Þú getur lært að stjórna streitu og lifað hamingjusömu lífi. Námskeið til aðstjóma streitu hefst mánudaginn 14. apríl kl. 20.30 í Safnaðarheimili Aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Upplýsingar og innritun í símum 4222 og 1066. FÍKNIEFNAVANDINN Óskar Þórmundsson, ný- gerður lögreglufulltrúi, fer á kostum í viðtali hér í blað- inu 13. mars sl. um fíkni- efnavandann. Eg hefi aldrei lesið annan eins „gálga- húmor“, því tæpast er mað- urinn heimskur. Nefndum Óskari var falin umsjón og rannsókn eiturmála árið 1978, ef ég man rétt. Síðan hefur nánast enginn árangur orð- ið, nema í einstaka tilfell- um þegar lappir hans hafa beinlínis rekist á þessi efni. Innihald viðtalsins sýnist helst vera lofgjörð um dómsmálaráðherra fyrir ,,dúsu“ þá sem hann rétti Óskari eftir að honum hafði verið hafnað í stöðu yfirlög- regluþjóns í Stykkishólmi nýverið. Þá hafði Óskar frí- hjólað pólitískt í lögreglu- málakerfinu um árabil. Staðreyndin mun vera sú, að Óskar var aflagður sem sérstakur rannsóknarmað- ur í fíkniefnadeild sl. sumar fyrir dugleysi. Hann var endurreistur nú seinni hluta vetrar, fenginn til við- bótar maður, sem á að gera tilraun til þess að hysja upp um lögreglustjóraembættið í þessum efnum. Keyptur nýr bíll, en hver verður ár- angurinn? Öskar leyfir sér að segja að hér á árum áður hafi Keflavík verið „fíkniefna- bæli“. Það var þegar undir- ritaður stjórnaði rannsókn- um í þessum málaflokki, þá var kerfisbundið unnið að eftirliti og uppljóstrun mála. Siðan hefur árangur nánast enginn orðið. I við- talinu stendur að almenn- ingur eigi kröfu á að þessum málaflokki sé sinnt af alefli o.s.frv. Þetta er auðvitað alveg rétt. En hvað hefur verið gert sl. 8 ár? Undirritaður vann að því ásamt öðrum árið 1969 að gera könnun á neyslu fíkni- efna á Suðurnesjum. Þetta Uaukur Guðmundsson. mun hafa verið fyrsta skýrsla varðandi málefni þessi. Síðan eru 17 ár. Margt hefur verið reynt á landsvísu til þess að vinna gegn vanda þessum. Vandamálið hefur tæpast verið viðurkennt i reynd, nema í örfáum tilvikum. Nú er svo komið að mörg undanfarin ár hefur eitrið bókstaflega flætt inn í landið og fjöldi fólks orðið því að bráð. Hér á Suðurnesjum sem annars staðar á landinu er allt vaðandi í hvers konar eiturefnum. Þetta virðast flestir vita nema marg- nefndur lögreglufulltrúi. A meðan hann nær takmörk- uðum árangri þá lokar hann blinda auganu og telur ranglega að það haldi vandanum í skefjum. I viðtalinu er því lýst að stjórnvöld hafa ákveðið að herða tökin og verja aukn- um fjármunum í baráttu við fikniefnavandann. Þessi viðbrögð stjórnvalda eru auðvitað af hinu góða, en ég minnist þess að hafa heyrt eitthvað þessu líkt nokkr- um sinnum áður, en árang- ur hefur þó verið mjög tak- markaður. Þó ber hér að geta þess, að Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum undir forystu Asgeirs Frið- jónssonar dómara, ásamt fikniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík, hefur að mínu áliti skilað frábærum árangri við erfið skilyrði. 3. janúar sl. átti ég tal við bæjarfógeta, Jón Eysteins- son, um þessi mál og fleiri. A þeim degi var engin formleg fíkniefnadeild starfandi hér á Suðurnesj- um. Jón sagði mér þá að þessi mál væru í sérstakri endurskoðun. Nú virðist sem þessari endurskoðun sé lokið. Hver er niðurstaðan? Þessu hefur verið lýst hér að framan. Óskar endurreist- ur, ný bifreið, nýr maður ráðinn og skrípaleikurinn heldur áfram. Þá þegar ég átti tal við bæjarfógeta, bauð ég honum aðstoð mina varðandi eiturefnavand- ann, en hann taldi sig ekki geta þegið hana þá. Hér að framan hafa verið gerðar örfáar athugasemd- ir um framkvæmd lög- gæslu varðandi eiturefna- vandamálin, en af nógu er að taka. Fyrir hönd bæjar- fógetaembættisins sitja tveir menn í Samstarfs- nefnd um fíkniefnavand- ann, þeir Óskar Þórmunds- son lögreglufulltrúi, og Guðmundur Kristjánsson ftr. í þessu sambandi vil ég leyfa mér að beina eftirfar- andi spurningum til Jóns Eysteinssonar bæjarfógeta: 1. Hafa menn þessir fengið laun fyrir störf í nefnd þessari? 2. Hvað mikið, þ.m.t. bifreiða- kostnað? 3. Hafa nefndar- fundir almennt verið haldn- ir utan vinnutíma opinberra starfsmanna? 4. Hver hefur verið kostnaður ernbættis yðar við rekstur Óskars Þórmundssonar, þ.m.t. bif- reiðar, sl. 8 ár? 5. Hver hefur verið árangur af þeim kostnaði? Eg er þess fullviss að rit- stjórar Víkur-frétta fínna stað í blaði sínu fyrir svör við ofangreindum spurn- ingum. Kveðja. Haukur Guðmundsson Hafnahreppur:■ ----------- —= Hreppsnefndin með prófkjör 10 gefa kost á sér til starfa í hreppsnefndina Á fimmtudaginn var rann út frestur sem hrepps- nefnd Hafnahrepps gaf íbú- um sveitarfélagsins til að vera með á lista hrepps- nefndar í komandi kosn- ingum. í Höfnum hefur það viðgengist að öllum hrepps- búum er gefinn kostur á að vera með og síðan er raðað í sæti við prófkjör. Ef annar listi kemur ekki fram, verð- ur því sjálfkjörið miðað við niðurstöður prófkjörsins. VÍKUR-FRÉTTiR Málgagn Suðurnesjamanna Fer prófkjörið fram n.k. laugardag og sunnudag frá kl. 14-19 báða dagana. Þeir 10 aðilar sem gefið hafa kost á sér eru: Björgvin Lúthersson póst- og símstöðvarstjóri, Borgar J. Jónsson trésmið- ur, Hallgrímur Jóhannes- son matreiðslumaður, Jó- hann G. Sigurbergsson verkamaður, Kolbrún Sig- urbergsdóttir húsmóðir, Magnús B.J. Guðmunds- son múrari, Sigurður L. Björgvinsson símvirki, §veinn Númi Vilhjálms- son verkfræðingur, Val- gerður Hanna Jóhanns- dóttir vitavörður og Þór- arinn St. Sigurðsson sveit- arstjóri. - epj. Klippumar ' á lofti Nú mega þeir bifreiða- eigendur sem vanrækt hafa að færa bifreiðar sínar til skoðunar, fara að vara sig, þvi lögreglan er komin með klippurnar á loft. Eru þeir ósparir á að klippa númer- in af slíkum bifreiðum hvar sem til þeirra næst. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.