Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 10. apríl 1986
VÍKUR-fréttir
Við söfnum þín vegná
GARÐUR: Aðsetur á söfnunardegi:
Kvenfélagið Gefn Dagheimilið
GRINDAVÍK:
Kvenfélag Grindavíkur
JC Grindavík JC heimilið
KEFLAVÍK:
Krabbameinsfélag Suðurnesja
Kvenfélag Keflavíkur Holtaskóli
JC Suðurnes
NJARÐVÍK:
Kvenfélagið Njarðvík Stapi
JC Suðurnes (litla sal)
SANDGERÐI:
Jórunn Guðmundsdóttir Hlíðargata31
VOGAR: \
Kvenfélagið Fjóla : Hafnargötu 9
TILBOÐ
h3 Ú
'////íA
946 rrt1
T5é
TIL SÖLU
Hafnargata 43, Keflavík
Húsið er 3ja hæða með þrem
íbúðum. 60 m2 grunnflötur.
Lóðin er 946 m2. Erfðafestlóð.
Möguleiki á að færa húsið út
að Austurgötu og fá góða'
byggingarlóð við Hafnargötu
á góðum stað.
Tilboð sendist til:
Brynjars Sigmundssonar
Tunguvegi 14 - 260 Njarðvík
Orlofshús VKFKN
Dvalarleyfi
Frá og með mánudeginum 21. apríl n.k.
liggja umsóknareyðublöð frammi á skrif-
stofu VKFKN að Hafnargötu 80, um dval-
arleyfi í orlofshúsum félagsins, sem eru
sem hér segir:
í Ölfusborgum
í Húsafelli
Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofs-
húsum á tímabilinu frá 15. maí til 15. sept-
ember, sitja fyrir dvalarleyfum til 25. apríl
n.k. - Leiga verður kr. 2500 á viku.
Verkakvennafélag Keflavíkur
og Njarðvíkur
Þjóðarátak gegn krabbameini:
fyrir þig og þína“
„Söfnun
Árið 1983 var Norræna
Krabbameinssambandinu fal-
ið það verkefni, af Norður-
landaráði, að á árinu 1986
skyldi efna til sameiginlegs
átaks í baráttunni við krabba-
mein. Á íslandi var það
Krabbameinsfélag íslands
sem tók það verkefni að sér.
í janúar sl. fór Kraþba-
meinsfélag íslands þess á leit
við JC ísland að félagið tæki
að sér skipulagningu þess
átaks. Að hálfu JC er það Karl
Ólafsson sem hefur umsjón
með verkefninu í Gullbringu-
og Kjósarsýslum.
Víkur-fréttir sóttu Karl heim
og spurðu hann út í þetta
verkefni.
Hvað er þetta þjóðarátak
gegn krabbameini?
„N.k. laugardag fer af stað
söfnun þarsem gengiðverður
hús úr húsi og safnað pening-
um. Þarna verður ekkert selt
eða neitt slíkt, heldur verða
þetta algerlega frjáls framlög
til söfnunarinnar. Rauði þráð-
urinn í þessari söfnun er að
það er verið að safna fyrir mig
og þig, svo að við getum notið
þeirrar sérþekkingar sem
búið er yfir í landinu".
Hverjir eru það sem safna?
„Það eru um 480 manns á
okkar svæði, þ.e.a.s. Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Þetta
eru allt félagar úr kvenfélög-
um, krabbameinsfélögum og
JC ásvæðinu. Safnararnireru
auðkenndir með sérstökum
barmmerkjum sem voru út-
búin í tilefni söfnunarinnar.
Þess konar merki fær enginn
nema safnari. Einnig verða
þeir með kvittanabækur og fá
allir kvittanir fyrir framlögum
sínum. Þess má geta að fram-
lög eru frádráttarbær til
skatts".
En þeir sem ekki eru heima
á meðan á söfnunni stendur,
geta þeir komið framlögum til
ykkar?
„Já, þar sem enginn er
heima verða skildir eftir gíró-
seðlar sem fólk getur notað til
að koma framlögum til skila.
Að auki getur fólk komið í
stjórnstöð okkar, sem verður í
Holtaskóla í Keflavík. Þar
verður einnig tekið á móti
framlögum og boðið kaffi og
meðlæti. Rétt er að geta þess,
að öll vinnaviðþettaerunnin í
sjálfboðavinnu".
Hverjar eru helstu ástæður
fyrir því að farið var út í þessa
miklu söfnun?
„Það var Ijóst að það skorti
mikla fjármuni til að geta
stundað grundvallar rann-
sóknir ákraþþameini og ríkis-
valdið í þessum löndum,
þ.e. Norðurlöndunum, hefur
ekki lagt krabbameinsfélög-
um nægilegt lið til að hægt sé
að stunda rannsóknir á þessu
sviði, sem nú eru taldar nauð-
synlegar. Það má geta þess
að þjóðhöfðingjar allra Norð-
urlandanna eru verndarar
þessarar söfnunar, og hér er
það Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands".
Hefur veríð sett eitthvert
takmark sem stefnt er að, og
hvað á að gera við þá pen-
inga sem safnast?
„Takmark höfum við ekki
sett okkur, en Krabbameins-
félag fslands telur sig þurfa
20-25 milljónir út úr söfnun-
inni í heild. Áformað er að á
næstu árum verði stórauknar
rannsóknir og fyrirbyggjandi
aðgerðir, fræðsla verður
aukin, enda ekki vanþörf á.
Einnig eru uppi hugmyndir
um tækjakaup til rannsókna.
Þessi tæki yrðu að öllum
líkindum færanlegar m.a.
vegna landsbyggðarinnar".
Eitthvað að lokum, Karl?'
„Fyrst og fremst vildi ég
koma til skila þakklæti til
kvenfélaganna, en samstarfið
þann félagsskap hefur verið
með eindæmum gott og söfn-
unin hefði líklega orðið ill-
möguleg án þeirrahjálpar. Og
síðast en ekki síst, þá er það
eindregin ósk okkar sem
skipuleggjum þessa söfnun,
að söfnunarfólkinu verði vel
tekið, því þetta er svo sannar-
lega verðugt málefni sem vert
er að styðja". - gjó.
^VERÐGESIA
KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR TÍ/L VERi XÆSLA '?&
Vörutegundir Alg. vcrð í stórmörkuðum Alg. vcrö í kjörbúð á Nafn á búö: Nafn á búö: Nafn á búö:
á höfuöb.sv. höfuöb.sv. K.S., Vogum KSK, Faxabr. 27 N&B, Hólmgarði
Lamhalifur 1 kg 140-150 kr. 140-160 kr. 147,00 147,00 146,00
Ýsuflök, ný 1 kg 160-170 kr. 160-180 kr. 145,00 160,00 150,00
Laukur 1 kg 32-35 kr. 35-40 kr. 33,00 37,00 35,20
River rice hrísgrj. 454 gr. 33 kr. 35 kr. 37,30 38,45 39,60
Paxorasp 142 g 33 kr. 36 kr. 38,30 38,30 38,00
Libby’s tómatsósa 340 g 37 kr. 40 kr. 42,90 42,90 43,00
Sanitas tómatsósa 360 g 33 kr. 37 kr. 38,30 37,15 36,00
K. Jónsson sardínur 106 g 31 kr. 35 kr. 36,50 36,50 36,50
Ora sardínur 106 g 32 kr. 36 kr. 38,50 38,20 35,50
Nesquick kakomalt 400 g »0 kr. 01 kr. Ekki til Ekki til Ekki til
CosiVil 11-13 kr. 11-13 kr. Ekki til Ekki til Ekki til
HiCi'/.l 11-13 kr. 12-14 kr. 14,00 13,50 14,20
SvaliVil 11-13 kr. 12-14 kr. 14,00 13,90 14,20
C-ll þvottaduft650g 53 kr. 62 kr. 62,20 63,40 61,00
Iva þvottaduft 550g 63 kr. 72 kr. 73,50 73,10 74,50
Vexþvottaduft700g 60 kr. 66 kr. 62,40 68,50 69,50
Hreinol uppþv.lögur530 ml 38 kr. 41 kr. 43,13 43,40 43,10
Vex uppþv.lögur330ml 31 kr. 35 kr. Ekki til Ekki til Ekki til
Þvol uppþv.lögur 505 g 43 kr. 47 kr. 49,30 39,70 49,50
875,33 891,00 885,80
VX\FERMINGARSKEYTA AFGREIÐSLAN l
í Skátahúsinu, Hringbraut 101, alla fermingardagana frá kl. 10-19,og
I j Nonna & Bubba, Hólmgarði, frá kl. 13-18. Heiðabúar