Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 10. apríl 1986 VÍKUR-fréttir Uppskeruhátíð Handknattleiksráðs ÍBK: SIGURÐUR OG FREYR BESTIR Lóa hjá kvenfólkinu Uppskeru- og árshátíð Handknattleiksráðs ÍBK var haldin í Veitingahúsinu Vesturbraut sl. laugardags- kvöld. Afreksmenn í hverjum flokki félagsins voru heiðr- aðir. Hátíðin hófst með ræðu formanns, Gísla Jó- hannssonar, því næst fékk handknattleiksfólk góm- sætan mat í maga og að því loknu var verðlaunaaf- hending. Afreksmenn IBK urðu eftirtaldir tímabilið 1985-86: M.fl. karla: Sigurður Björgvinsson og Freyr Sverrisson. Mestu framfarir: Ein- varður Jóhannsson. M.fl. kvenna: Lóa Braga- dóttir. Mestu framfarir: Unnur Magnadóttir. 2. fl. karla: Jóhann Júl- íusson og Pétur Magnússon Mestu framfarir: Her- mann Hermannsson. 2. fl. kvenna: Fjóla Þork- elsdóttir. Mestu framfarir: Sóley Svavarsdóttir. Veglegir farand- og eign- arbikarar voru veittir, gefn- ir af ýmsum fyrirtækjum hér í Keflavík. I lokin voru skemmtiat- riði og þau ekki af lakara taginu, s.s. söngur, dans, H.R.K.-kvartett, léttur grínþáttur og síðast en ekki síst hinn frábæri „Kan- kan“ hópur. Gerði hann stormandi lukku og á án efa eftir að fá tilboð út á þessa sýningu. Um öll þessi atriði sáu félagar í hand- knattleiksdeild ÍBK. Svo var stiginn dans fram eftir nóttu. -ghj./pket. /-------------------------------------------\ Fyrsta mótið á laugardaginn Fyrsta golfmót ársins verður haldið í Leiru n.k. laugardag kl. 10, ef veður leyfir. Leiknar verða 18 holur. - pket. I___________________________________________/ Litla bikarkeppnin hafín: Jafnt hjá ÍBK ogUBK Fyrsta umferð Litlu bikarkeppninnar hófst sl. laugardag. I Keflavík léku heimamenn við UBK og endaði viður- eignin með jafntefli, 2:2. IBK var fyrr til að skora og var þar Rúnar Georgsson að verki. Þannig var staðan í hálf- leik. I þeim seinni náðu Blikar að jafna og kom- ast yfir þegar um 10 mín. voru til leiksloka. Kefl- víkingar gáfust hiris veg- ar ekki upp og Oli Þór V ___________ Magnússon jafnaði þeg- ar örskammt var til leiksloka. Úrslit þvi 2:2. Keflvíkingar misnot- uðu vítaspyrnu skömmu áður en þeir jöfnuðu leikinn. Rúnar Georgs- son skaut í stöng UBK- marksins. Ekki er hægt að dæma gæði knattspyrnunnar sem á boðstólum var, þar sem veður var leiðin- legt, rok og gekk á með rigningu. - pket. Afreksfólk ÍBK í handknattleik Bikarkeppni HSÍ: Reynir úr leik í 16 liða úrslitum Reynismenn töpuðu naumlega fyrir Þór Ve., er liðin mættust í Bikarkeppni HSÍ í sl. viku. Lokatölur 28:26 fyrir Þór. Staðan i leikhléi var 13:11. Þór hafði ávallt foryst- una þó hún hafi ekki verið stór. Þórsliðið var skipað mjög ungum leikmönnum í þessum leik og voru 7-8 menn er leika með 2. fl. Reynir hefði getað unnið þennan leik, en allan vilja og baráttu vantaði og gerði það útslagið. Mestur var munurinn fimm mörk, 11:6, en Reynir gat minnk- að muninn í tvö mörk fyrir leikhlé, 13:11. Þannig hélst munurinn í seinni hálfleik, þ.e. tvö mörk skildu ávallt á milli, og sigraði Þór eins og áður er sagt, 28:26. Markahæstir Reynis- manna: Heimir K. 10, Daníel 7, Sigurður Óli 3 og aðrir minna. - ghj. Knattspyrnumót lögregluliða Um sl. helgi fór fram Landsmót lögreglumanna í knatt- spyrnu í íþróttahúsinu í Keflavík. Tilþrifm voru mikil, eins og meðfylgjandi mynd sýnir sem tekin var í einum leiknum. Ðyrjunin lofar góðu Byrjunin hjá getraunaspekingunum lofar góðu um framhaldið. Þráttfyrirerfiðan seðil náðu þeir góðum árangri. Studeo-félagarnir Gísli og Björn, Ragnar og Finnbjörn náðu allir sex réttum, en Ólafur fékk fjóra. Sem sagt hnífjafnt strax [ byrjun. Eins og flestir hefa eflaust séð, þá verður Derby-viðureign í bikarúrslitaleiknum á Wembley 10. maí n.k. Liverpool og Everton eigast þá við svo það er sannkallaður draumaúrslitaleikur sem sigurvegari í getraunaleiknum fær. Ferðaskrifstofan Víkinga- ferðir mun gefa ferðina á leikinn eins og áður hefur verið greint frá. En þá drífum við okkur í 2. umferð úrslitakeppninnar. Seðillinn erekki auðveldari en síðast, síður en svo, þannig að það verður spennandi að fylgjast með árangri speking- anna næsta laugardag þegar rauða Ijónið kemur með úrslitin á skjáinn. Sjáumst hress. pket. Leikir 12. apríl: Arsenal - Everton .... Aston Villa - Watford . Ipswich - Man. City .. Luton - Tottenham .. Newcastle - Tottenh. . Nott’. For. - Chelsea . Q.P.R. - W.B.A ...... South’pton - Leicester West Ham - Oxford .. Barnsley - Blackburn Bradford - Norwich .. Middlesbro - Portsm. l-X-2 l-X-2 l-X-2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.