Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 10.04.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 10. apríl 1986 VIKUR-fréttir Orðvar skrifar Hátíðlegar trúarathafnir í einfaldleik sínum Guösdýrkun fer fram alls staðar í heiminum, enda er trúin öllu fólki nauðsynleg. Mönnum ber að virða hin ýmsu trúarbrögð annarra og varast allt trúarofstæki, sem er ein ha ttulegasta og mannskæðasta geð- veiki í heiminum. Trúfrelsi er á íslandi. Langflestir eru kristnir og tilheyra hinni evang- elisku lúthersku kirkju, sem er þjóðkirkja i land- inu. (síendingar eru slappir í guðsdýrkun, innan við 5% safnaðar- ins sækir guðsþjónustur að staðaldri. Margt kem- ur til, en aðal orsökin er ekki síst hjá foreldrum í uppeldinu. Kristni- fræðsla i skólum hefur bæði verið þurr og tor- skilin og þvi oftar en ekki misst marks. Trúlega hefur kvikmyndin um Jesús frá Nasaret, sem sýnd var í sjónvarpinu um páskana og tók um fimm tíma alls, skilið meira eftir hjá mörgum heldur en fimm vetra skólafræðsla. Vel er at- hugandi að nota mynd- ina til kennslu í skólum með faglegum skýring- um í stað núverandi kennslumáta. Almenn þátttaka er þó við nokkrar trúarathafn- ir s.s. skirn, fermingu, giftingu og jaröarfarir. Kirkjusókn um jól hefur stóraukist hin síðari ár. Athafnir þessar eru há- tíðlegar í einfaldleik sin- um og eins og fyrr segir mjög vel sóttar. Velmegun og breyttur tíðarandi síðustu 20-30 árin hafa þó sett blett á þessar trúarathafnir að margra áliti. Tilstandið i kringum t.d. fermingar hefur þróast upp í slíkan ósóma að venjulegt fólk ræður illa við að fjár- magna fyrirtækið. Sýndarmennskan við íburðarmikil veisluhöld og rándýrar gjafir yfir- gnæfir sjálfa athöfnina, sem virkar því nánast eins og forspil að kjöt- kveðjuhátíð. Fermingar- barnið, sem er að taka trúna af fúsum og frjáls- um vilja og ganga í söfnuðinn, ruglast svo í ríminu við allan gaura- ganginn aö það gerir sér jafnvel litla grein fyrir at- höfninni sjálfri og kemur varla í kirkju af trúará- stæðum næstu 20-30 ár- in. Allt snýst um að veisl- an og gjafirnar verði í einhverju samræmi við hin fermingarbörnin. Hvað kostar eitt stykki ferming með öllu? Hálf árslaun verkamanns? Eitt er víst, ekki hefur kirkjan komið þessari óráðsíu á, en mál er að linni. Prestar og félags- ráðgjafar hafa lýst þvi yfir opinberlega að fá- tækt sé margfalt meiri og almennari en almennt er álitið. Fólk kemur til þeirra með yfirþyrmandi félagsleg vandamál vegna fátæktar. Það sjá allir, að viö slíkar að- stæður er erfitt að láta ferma með fárra ára millibili. Fólk, sem kemst þokkalega af, hefur sjálf- sagt aldrei hugsað út í þessi mál, eða látið sér detta í hug að ástandið væri svona slæmt, fyrr en vandamálið var lítil- lega tekið fyrir í sjón- varpinu nýverið. Jarðar- farir eru allt annars eðlis, en hátiðlegar engu að siður. Þar mætir fólk annað hvort af skyldu- rækni eða i virðingar- skyni við hinn látna og aðstandendur hans. Jarðarför er vissulega trúarathöfn, en einnig hátiðleg og virðuleg skilnaðarstund. En rán- dýrar erfisdrykkjur á að leggja niður enda þjóna þær ekki lengur upphaf- legum tilgangi þegar fólk lagði í 5-6 tíma ferðalög á hestum vegna jarðarfara. Að syrgjend- ur tárist í kirkju eða kirkjugarði á skilnaðar- stund er eðlilegt og til- finningalegt en að sama fólkið, hálftima seinna, reiti af sér brandara og öskri af hlátri í erfis- drykkju er eiginlega ekki í takt við það sem á und- an er gengið. Eftir að farið var að tala og skrifa um jóla- gjafafarganið hefurstór- lega dregið úr þeim. Víða kom i Ijós að flest- um var löngu farið að of- bjóða, en enginn kom sér að því að nefna þetta vandamál fyrstur innan fjölskyldunnar, þegar loks var rætt um þessi mál, jafnvel vegna ein- hverrar blaðagreinar, voru allir sammála um að draga saman seglin um næstu jól. Kannski jókst kirkjusókn umjólin þess vegna? Ef fjölskyldur geta ekki, einhverra hluta vegna lagað þessi mál, verður einhver annar að hjálpa þeim, en hvaða aðili getur helst tekið í taumana og afnumið þessar martraðir, sem fylgja nú orðið einföld- um og sjálfsögðum trúarathöfnum (slend- inga? Orðvar Barðinn GK tók niðri 130 tonna stálbátur, Barðirin GK 475 frá Sand- gerði, tók niðri í innsigling- unni til heimahafnar snemma að morgni sl. laugardag. Báturinn, sem var að koma úr róðri vestan undan Jökli, náði ekki beygju innsiglingarinnar og lenti því á grynningum rétt sunnan við hana. Var byrjað að falla út þegar óhappið varð og stóð báturinn því á staðn- um þar til flæddi að. Komst báturinn þá að sjálfsdáðun á flot án teljandi skemmda. epj- EINA VIKUBLAÐ SUÐURNESJAMANNA Slys um borð í togara í síðustu viku kom tog- arinn Skipaskagi AK 102 frá Akranesi með slasaðan skipverja inn til Grinda- víkur. Var hann fluttur á sjúkrahús. Ekki er blaðinu kunnugt um hve mikið maðurinn slasaðist né hvað olli því. epj. Höfum opnað eftir gagngerar breytingar |[g[a[aia[a[agj &gnars Ný búð - Nýjar innréttingar á Hringbrautinni. NÝJUNG Bakað í búðinni HEITAR FORMKÖKUR OG VÍNARBRAUÐ NYJUNG ’jj Heitt kaffi og kakó Svaladrykkir Heitar vöfflur Heitar kleinur Heitir ástarpungar Hringbraut 92 - Keflavík MUNIÐ BRAUÐIN Á LÁGA VERÐINU x Perutertu Tertustykki Kókostertur Sherrytertur Rískaramellutertur Púðursykurtertur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.