Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Side 2

Víkurfréttir - 17.04.1986, Side 2
2 Fimmtudagur 17. apríl 1986 VÍKUR-fréttir MlKUtÍ juitít Útgefandi: Víkur-fréttir hf. Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 14, II. hæð - Sími 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Ritstjórar: Emil Páll Jónsson heimasími 2677 Páll Ketilsson, heimasími 3707 Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson Auglýsingastjóri: Páll Ketilsson Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Fasteignaþjónusta Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: Góð 3ja herb. íbúð við Nónvörðu í fjórbýlishúsi, sér inngangur.............'.................... 2.400.000 2ja herb. neðri hæð við Faxabraut, sér inngangur 1.050.000 Efri hæð við Faxabraut, 3ja herb. íbúð......... 1.500.000 Góð 3jaherb. neðri hæðvið Hringbraut, sér inng. 1.700.000 Raðhús við Mávabraut ca. 95ferm., í góðu standi 2.100.000 Einbýlishús (Selfosshús) við Freyjuvelli ...... 2.700.000 138 ferm. raðhús með bílskúr við Greniteig, skipti möguieg ................................ 2.900.000 Raðhús við Miðgarð með bílskúr. Góður staöur, laust strax, skipti möguleg á minni íbúð ...... 3.200.000 100 ferm. parhús við Heiðarholt með bílskúr. skipti möguleg ................................ 2.800.000 170ferm. einbýlishús með bílskúr við Suðurvelli Tilboð 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðirvið Fífumóaog Hjalla- veg. Verð frá.................................. 1.250.000 Gott einbýlishús við Holtsgötu 2 með bílskúr . 5.500.000 Einbýlishús ígóðu ástandi með bilskúrvið Njarð- víkurbraut. Skipti möguleg á íbúð i Keflavik eða Njarðvík. Góðir greiðsluskilmálar ............. Tilboð GRINDAVÍK: Heiöarhraun 18: Glæsilegt einbýlishús með bílskúr. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. 4ra herb. íbúð við Víkurbraut 52 á neðri hæö, með bílskúr .................................. 1.900.000 Ca. 120ferm. gott raðhús með bílskúrvið Heiðar- hraun ........................................ 2.700.000 Viðlagasjóðshús við Suðurvör og Staðarvör. Verð frá 2.200.000 Austurvegur 45, góð efri hæð, mikið endurbætt. Greiðsluskilmálar ............................... Tilboð Höfum úrval annarra eigna á skrá. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Húsgrunnur viö Bragavelli tii sölu. Skemmtilegar teikn- ingar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. lönaöarhúsnæöi við Iðavelli i Keflavík. Allar nánari uppl. um kjör og fleira fást á skrifstofunni. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavfk - Símar: 3441, 3722 ÚTBOÐ Njarðvíkurbær óskar eftir tilboðum í slátt og umhirðu á grassvæðum bæjarins, sumarið 1986. Útboðsgögn eru afhent hjá bæjarverk- stjóra. Frestur til að skila tilboðum er til 30. apríl. Bæjarverkstjóri Starfsfólk og eigendur Þvottahússins við nýju vélina. F.v. Gunnar Jónsson, Hrefna Sigurðar dóttir og Hrólfur Gunnarsson. Þvottahúsið í nýtt húsnæði: „Vélakosturinn sá full- komnasti sem til þekkist“ - segja þau Hrefna Sigurðardóttir og Gunnar Jónsson, eigendur Þvottahúss Keflavíkur Nú um sautján ára skeið hafa þau hjónin Hrefna Sigurðardóttir og Gunnar Jónsson rekið Þvottahús Keflavíkur. Keyptu þau fyrirtækið 1969 af Sveini Sigurjónssyni, en þá var það rekið í bakhúsi við Suðurgötuna í Keflavík og ráku þau það áfram í sama húsnæði næstu 10 árin. Þá fluttu þau það í bílskúr við hús sitt í Vallartúni. Og nú hafa þau enn á ný flutt fyrirtækið eða úr þess- um 50 ferm. bílskúr í 100 ferm. húsnæði að Grófinni 17a í Keflavík. En þarstarf- ar auk þeirra hjóna, sonur þeirra, Hrólfur. Vegna þessara tímamóta spjölluðu Víkur-fréttir við þau nýlega. Sögðu þau að á Vallartúninu hefði vinnu- aðstaðan verið mjög farin að há þeim vegna þrengsla, en nú með bættri aðstöðu hafa þau fjölgað vélakosti og tekið í notkun eina þá fullkomnustu vél sinnar tegundar sem væri á mark- aðinum í dag. Væri þessi vél mun fljótvirkari og af- kastameiri en hinar sem fyrir væru. Sögðu þau að aðal uppi- staðan í viðskiptum þeirra væri við Sjúkrahúsið en einnig væri KK-húsið stór viðskiptaaðili. Einnig hafa viðskipti einstaklinga aukist og með bættri að- stöðu ættu þau enn eftir að aukast, „enda getum við boðið upp á það, að ekki borgi sig að þvo stórþvott heima“ sagði Gunnar, „og ef eitthvað bráðnauðsyn- legt kemur upp á, getum við bjargað þvotti með eins til tveggja sólarhringa fyrir- vara“ bætti Hrefna við. Þá hafa þau tekið upp nýja þjónustu, sem er dúka- leiga og hafa þau ekki ann- að eftirspurninni, en á því verður að þeirra sögn gerð bót fljótlega. En auk venjulegs þvotts taka þau að sér þvott á öllum gervi- efnum, gardínum og að sjálfsögðu stífingu á dúk- um o.fl. En gefum Hrefnu loka- orðin: „Við þessa breytingu sem er samfara stærra og betra húsnæði, munum við sem áður bjóða upp á eins góða þjónustu og hægt er og er það von okkaraðfólk nýti sér hana.“ -epj. Bakað í búðinni Það er ekki ofsagt að „kaffikonditorið“ hans Ragnars í Ragnarsbakaríi sé bjart yfirlitum og vist- legt í alla staði. Hafa breyt- ingarnar tekist í alla staði mjög vel. Auk þess sem rekið er þarna nokkurs konar kaffi- hús.þáeráboðstólum mik- ið úrval af brauðum og kök- um, og-jxá.m. kökur sem bakaðar eru í búðinni, og gefst viðskiptavinum því kostur á að snæða þær heit- ar. - epj. Um afgreiðsluna sjá þær Ásta Guðmundsdóttir (t.h.) og Steina Þórey Ragnarsdóttir, og sjást þær hér bak við afgreiðsluborðið.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.