Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Page 5

Víkurfréttir - 17.04.1986, Page 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. apríl 1986 5 BYGGA - Alhliða bvggingavöruversluii Beinn innflutningur að stórum hluta svarar til verðlækkunar Um síðustu áramót tók ný byggingaverslun til starfa við Iðavelli í Keflavík, nefnist hún BYGGÁ. Þó nafnið sé nýtt er það styttmg úr Byggingaverslun JÁ sem áður starfaði við Baldurs- götu í Keflavík. En sú versl- un er framhald af VP sem pípulagningaverktakar stofnuðu á sínum tíma. Eigandi Byggingaversl- unar JÁ og nú Byggá er Jón Ásmundsson. Að sögn hans er upphafleg hug- mynd með verslunarrekstri þessum að bjóða upp á alla þjónustu við pípulagnir, en þróunin hefur verið sú að nú býður hann upp á alhliða byggingavöruversl- un að undanskildu timbri og steypustyrktarjárni. Einnig hefur það þróast þannig að hann flytur inn sjálfur beint, þ.e. án milli- liða, allar pípur og járnvör- ur og þýðir það stórlækkun á vöruverði og betri sam- keppnisaðstöðu við Reykjavíkurmarkaðinn. Ætti því að vera orðinn óþarfi að leita til höfuð- borgarinnar til kaupa á byggingavörum, því verðið hjá honum er mun lægra en býðst þar. Við flutninginn á Iðavell- ina varð öll aðstaða betri, enda fór verslunin úr 263 fermetrum í 650. Samfara þessari breytingu hefur ver- ið tekin upp sú þjónusta að bjóða viðskiptavinum að útbúa og snitta röralengdir Jón Ásmundsson ásamt afgreiðslustúlkunum í Byggá, þeim Elínu Jónatansdóttur og Ingibjörgu Aradóttur, (t.h.) Ingibjörg Aradóttir afgreiðir viðskiptavini. eftir pöntúnum. Þá býður verslunin einnig upp á þjónustu við útvegun á byggingavörum eftir sér- þörfum hvers og eins. Og innan tíðar munu bætast fleiri vöruflokkar við versl- unina fyrir ýmsar aðrar iðn- greinar en byggingaiðnað- inn. Jafnhliða versluninni veitir Jón Ásmundsson áfram þá þjónustu sem hann gerði sem pípulagn- ingaverktaki. - epj. 3 bflum stolið Næst síðasta sunnudag eða aðfaranótt mánudags var bifreið sem stolið hafði verið í Reykjavík, skilin eftir á Miðnesheiði, og ann- arri stolið í Sandgerði og fannst hún í Reykjavik. Er grunur um að þarna hafi sömu aðilar verið á ferð, til að komast aftur til síns heima. Þá var á föstudagskvöld stolið bifreið við Holtsgöt- una í Njarðvík og stuttu síðar var henni ekið á ljósa- staur úti á Bergi í Keflavík. Sluppu þeir sem í bifreið- inni voru, en skemmdu bifreiðina lítils háttar. epj- NYJUNG I B AN KAVIÐSKIPTU M Hvað er Hraðbankinn og hvar? Hraðbankinn er heiti á nýju sameig- inlegu þjónustukerfi Sparisjóðanna, Alþýðubankans, Samvinnubankans, Búnaðarbankans, Landsbankans, Útvegsbankans og Verslunarbank- ans. Hraðbankinn ersjálfsafgreiðslu- banki sem þú opnar þegar þér hentar og getur þú notað hvaða af- greiðslustað sem er, svo fremi að þú sért í viðskiptum hjá einhverjum aðildarbankanna. Hvemig kemst ég í viðskipti? Það er einfalt mál. Næst þegar þú ferð í Spari- sjóðinn skaltu spyrja um Bankakortið - lykil- inn að Hraðbankanum. Þegar þú ert kominn með Bankakortið í hendurnar, ertu um leið kominn í viðskipti við Hraðbankann. Til hve'rs nota ég Hraðbankann? Þú getursinnt öllum algengustu bankaviðskiptum þínum í næsta Hraðbanka og sparað þannig bæði tíma og fyrirhöfn. í næsta Hraðbanka getur þú: • tekið út reiðufé, allt að tíu þúsund kr. á dag. • greitt gíróseðla, t.d. rafmagns- og hitaveitu- reikninga og símareikninga, með peningum eða með millifærslu af eigin reikningi. • lagt inn peninga og millifært af sparireikningi á tékkareikning eða öfugt. • fengið upplýsingar um stöðu eigin reikninga í Hraðbankanum. BANKAKORTIÐ - tákn um traust tékkaviðskipti KYNNINGARBÆKLINGUR um bankakerfið og Hraðbank- ann hefur verið sendur öllum tékkareikningseigendum í Sparisjóðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu Sparisjóðsins. Þegar þú greiöir meö tékka, fyrir vöru eða veitta þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir það ábyrgðarskírteini frá við- skiþtabankanum eða sparisjóðnum þín- um, sem ábyrgist innstæðu tékkans að ákveðinni hámarksupphæð og tryggir þannig viðtakandanum innlausn hans. Viðskiptin eiga sér þannig stað, að um leið og þú afhendir tékkann, sýnirðu Bankakortið og viðtakandinn skráir núm- er kortsins á hann. Þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta viðskiptahætti. Haföu bankakortiö því ávallt handbært. Gildir frá 1. mai n.k. Sparisjóðurinn í & OEGN TÖOJ* pESSUM F«> HBONUR SPARISJÓÐURINN TGOO" tíM ser um sina. - Dffii BAHKi .í I «'« tZlZTVr «VU)«UT

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.