Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. apríl 1986 13 BRUnnBÚTBFÉlBCÍSlflnDS UMBOÐ, KEFLAVlK-NJARÐVlK Hafnargötu 58 - Keflavik - Símar 3510, 3511 fyrst og fremst til að kanna náin samskipti milli skól- anna. „Eftir að bréfasamband hófst á milli nemendanna og ég kynnti mínum nem- endum Island meira og meira, hefur áhugi þeirra á landinu stóraukist. Island er nú paradís í þeirra augum, þar sem glæpir eru fátíðir og enginn herþjón- usta“, sagði Francois og hélt áfram: „Það erákveðið að ég komi með einn bekk á síðasta aldursári (9 bekk) til íslands næsta ár. Undir- búningur er þegar hafinn. Nemendur eru byrjaðir að fjármagna ferðina með ýmsu móti, brauðasölu í skólanum, þau þvo bila fyrir fólk og ýmislegt ann- að. Við vonumst síðan til að nemendur úr Holtaskóla komi í heimsókn til Frakk- lands næsta ár á eftir. Á meðan heimsóknin stendur yfir munu nemendur mínir sækja tíma í Holtaskóla. Kennsla verður þá hugsan- lega eitthvað samrýmd". Svo mikill er áhugi frönsku nemendanna, að þau búa til skólablað á 6 vikna fresti og senda nem- endum Holtaskóla. Þau senda vinsælustu sönglög- in á milli landa, og tala inn á snældur á ensku til að kynnast nánar. ,,Það er gaman að fylgjast með krökkunum á báðum stöðum, því áhuginn er geysimikill", sagði Francois. „Gaggó Vest“ á toppnum í Frakklandi Holtaskólakrakkar sendu vinum sínum meðal annars plötuna Borgarbrag, sem hefur að geyma m.a. lögin „Gaggó Vest“ og „Gull“. Það fyrrnefnda er nú topp- lagið í St. Paul og hefur einnig verið leikið í svæðis- útvarpi í Hem og vak- ið feikna athygli. Síðar- nefnda lagið, Gull, er einnig mjög vinsælt. „Krakkarnir trúðu vart sinum eigin eyrum þegar þau fóru að hlusta á ís- • • Olvaður ökumaður ók út af Á miðvikudag í síðustu viku ók ölvaður maður bif- reið sinni út af þjóðvegin- um til Garðs, um 200metru frá fyrstu húsunum. Stöðv- aðist bifreiðin ekki fyrr en um 10 metrum frá vegin- um, mikið skemmd. Slapp ökumaðurinn ó- slasaður út úr þessari öku- ferð sinni og lét sjálfur vita af óhappinu. - epj. lensku lögin“, sagði Francois. Áhugavert og spennandi „Þetta er mjög áhugavert og spennandi allt saman. Maðurinn er fullur áhuga og það sem hann hefur verið að gera er mikil og góð landkynning fyrir Keflavík og Island í Frakk- landi. Með frekari sam- skipti og ferðalög í huga verður að skoða gaumgæfi- lega. En það er alla vega ör- uggt að hann kemur með nemendur sína í tveggja vikna ferð hingað næsta vor“, sagði Ingvar Guð- mundsson, yfirkennari í Holtaskóla. Vakið athygli Frakklandi Þessi mýkli áhugi Francois á Islandi og til- raun hans í að koma á samskiptum skólanna, hefur vakið athygli. Tvö frönsk blöð hafa tekið við hann viðtal og birt myndir frá Keflavík. Annað þeirra hefur á milli 3-4 milljónir lesenda. Einnig hefir Fran- cois komið fram í útvarps- viðtali. Allt þetta hefur aug- lýst ísland og Keflavík í Frakklandi, og því ekki ólíklegt að ferðamanna- straumur þaðan til íslands muni aukast næstu ár. - pket. Þessi mynd er af húsakynnum gagnfræöaskólans Saint Paul, i Hem. vátryggingarinnar og hagstæðari iðgjöld. Að ógleymdu höfuðeinkenninu: Þú sníður þinn pakka sjálfur. Brunabótafélagið hefur fullgert og sett á markað með mjög góðum árangri pakka fyrir: O sveitarstjórnir O verslunarfyrirtæki O iðnaðarfyrirtæki Nú býður félagið einnig pakka fyrir: O fjölskyldur O bændur O ýmsir sérpakkar Frá Brunabót Frumkvæði Brunabóta- félagsins er fólgið í því, að í stað þess að bjóða mark- aðnum eins og félögin hafa gert til þessa hefðbundnar tryggingagreinar með samræmdum skilmálum og iðgjöldum, þá snýr félagið sér beint að hverjum einstökum tryggingataka og spyr hann: Hvaða áhættur ert þú að taka í þínum rekstri og þínu lífi? Þegar vátryggingarþörfin liggur fyrir eftir sameiginlega skoðun áhættunnar er pakkinn sniðinn með samsettum tryggingum í samræmi við vátryggingaþörfina. Helstu einkenni pakkans eru öruggari vátryggingarvernd, einfaldari framkvæmd

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.