Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. júní 1986
VÍKUR-fréttir
V
VÍKUR
Útgefandi: Víkur-fréttir hf.
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar:
Vallargötu 14, II. hæð - Sími 4717 - Box 125 - 230 Keflavík
Ritstjórar:
Emil Páll Jónsson,
heimasími 2677
Páll Ketilsson, Auglýsingastjóri:
heimasími 3707 Páll Ketilsson
Fréttastjóri:
Emil Páll Jónsson
Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypis
um öll Suðurnes hvern fimmtudag.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað
er óheimilt nema heimildar sé getið.
Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík
Fasteignaþjónusta
Suðurnesja
Noröurvellir 54, Keflavik:
Nýlegt 140 ferm. parhús
með bílskúr ... 3.850.000
Hólagata 33, Njarövík:
Einbýlishús m/4 herbergj-
um ásamt bílskúr.
Nónvaröa 10B, Keflavík:
3ja herb. neðri hæð í fjór-
býli ........... 2.250.000
KEFLAVÍK:
3ja herb. risíbúðvið Hátún. Útborgun aðeins45%
á árinu ..................................... 1.200.000
3jaherb. neðri hæöviö Hringbraut, lausfljótlega 1.700.000
2ja herb. neðri hæð við Faxabraut, laus strax . 1.050.000
4ra herb. góö neðri hæð við Hringbraut ...... 2.050.000
4ra herb. neðri hæð m/bílskúr við Hringbraut,
laus strax .................................. 2.100.000
4ra-5 herb. íbúð m/bílskúr við Hringbraut 136.
Skipti möguleg á ódýrari eign ............... 2.050.000
Raðhús við Greniteig, Mávabraut, Miðgarð og
víðar. Verð frá ............................. 2.150.000
Parhús með 60 ferm. bílskúr við Hátún ....... 2.700.000
150 ferm. einbýlishús við Grænagarð m/bílskúr 4.000.000
NJARÐVÍK:
2ja herb. ibúð viö Þórustíg ............. 1.000.000
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir við Fífumóa og Hjallaveg. Nán-
ari upplýsingar á skrifstofunni.
Til sölu er gott einbýlishús ásamt bílskúr viö Njarövíkur-
braut í l-Njarövik á kr. 3.300.000. Góöir greiðsluskilmálar.
Einnig er möguleiki á skiptum á íbúö i Keflavik eöa
Njarövik.
Frágengiö nýlegt einbýlishús (timburhús) viö Bragavelli
ásamt 50 ferm. bilskúr. Teikningar og allar aörar
upplýsingar s.s. um verö o.fl. fást á skrifstofunni.
SANDGERÐI:
Góð 4ra herb. efri hæð með bílskúr við Suður-
götu .................................... 1.700.000
Fasteignaþjónusta Suðurnesja
Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavik - Simar: 3441, 3722
ATVINNA
Starfskraftur óskast allan daginn í afleys-
ingar, ekki yngri en 25 ára. Reynsla æski-
leg.
HANNYRÐAVERLSUNIN ÞYRI
Hafnargötu 6 - Keflavík - Sími 1223
Magnús H. Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi og dýralceknir:
„Tvö til þrjúhundruð
bílhræ á skaganum“
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur nú nýlega
hafið herferð hér á svæðinu sem fyrst og fremst
beinist að brottflutningi bílhræja. Heilbrigðis-
nefnd Suðurnesja hefur á sínum snærum tvo heil-
brigðisfulltrúa þá Magnús H. Guðjónsson og
Jóhann Sveinsson. Það er þeirra hlutverk að
ganga eftir því að fyrirskipanir heilbrigðiseftir-
litsins séu framkvæmdar. Til að forvitnast nánar
um herferð þessa og umhverfis-heilbrigðismál á
Suðurnesjum almennt var Magnús tekinn tali.
Víðtæk völd
„Hlutverk heilbrigðis-
nefnda og heilbrigðisfull-
trúa er að starfa að heil-
brigðismálum almennt.
Við vinnum eftir nýlegum
lögum sem fjalla um „Holl-
ustuhætti og heilbrigðis-
eftirlit." Þessi lög marka
rammann um okkar starfs-
svið. Þau eru merkileg fyrir
þær sakir að þau legja mikla
aherslu á umhverfi og
mengun, miklu meiri en
gömlu lögin gerðu. í þess-
um lögum segir m.a. í
yrstu grein að lögum
óessum sé ætlað að tryggja
andsmönnum svo heilnæm
ífsskilyrði sem á hverjum
tíma eru tök á að veita. I
annari grein segir ennfrem-
ur að með markvissum að-
gerðum skuli vinna að
þessu m.a. með því að
tryggja sem best eftirlit
með umhverfi, húsnæði og
öðrum vistarverum, al-
mennri hollustu matvæla
og annara neysluvara og
vernda þau lífsskilyrði sem
felast í ómenguðu umhverfi
hreinu lofti, úti og inni, og
ómenguðu vatni.
Semsagt okkur er |ert að
tryggja heilnæm lifsskil-
yrði m.a. með eftirliti með
umhverfi, enda er drasl og
óþrifnaður í umhverfinu
mengun, s.k. sjónmengun.
Með stoð í þessum
lögum eru svo settar
heilbrigðisreglugerðir þar
sem heilbrigðisnefndum
eru gefin mjög víðtæk völd.
Heilbrigðisfulltríuar sjá
svo aftur um framkvæmd
starfa fyrir nefndirnar.
I þeim völdum sem heil-
brigðisnefndirnar hafa felst
meðal annars leyfi til þess
að láta hreinsa lóðir einka-
aðila og bæjarfélaga á
kostnað eigenda ef þeir
skirrast við að verða við
fyrirmælum heilbriðisfull-
trúa.“
upp á síðkastið og orðið
mikil breyting til batnaðar.
Þrátt fyrir þetta tel ég að
við stöndum ennþá nokkuð
illa að vígi miðað við önnur
sveitarfélög. Það er meira
drasl hérna hjá okkur, en
jað hefur orðið hugarfars-
íreyting og fólk hérna vill
lafa hreint í kringum sig.“
Er mikið um kvartanir til
ykkar vegna umhverfis-
mála?
„Það er nú kannski ekki
mikið kvartað til okkar þó
það sé nokkuð. A þessum
árstíma eru flestar þessar
kvartanir vegna umhverfis-
mála. Fólk er kannski að
snyrta eigin garða og í
kringum sig en svo er næsti
garður allur í rusli og
kannski fjórum bíilhræjum
staflað upp við húsvegg.
Þetta angrar eðlilega rólk
því það vill ekki svona
umgengni.
Tvö til þrjúhundruð
bílhræ
Er eitthvað á döfinni hjá
eftirlitinu í þessum málumf
„Já við erum að fara af
stað með herferð, þar sem
númerslausir bílar verða
teknir og dregnir í burtu
hvar sem til þeirra næst. þá
gildir einu hvort bílarnir
eru á einkalóð eða
opinberri lóð. Við límum á
bílana miða, þar sem
eigandanum er gefinn viku
frestur til að fjarlægja hann
og þá þýðir ekkert að draga
hann inn á einkalóð því
lögin gera engan greinar-
mun á því hvort um einka-
eða opinbera lóð er að
ræða.“
Er mikið af númerslaus-
um bílum hér á svxðinuf
„Já ég reikna með því að
það séu á milli tvö og
þrjúhundruð bílhræ á
öllum skaganum og stafar
af þeim mikil óprýði.“
Magnús H. Guðjónsson
Hvernig verður staðið að
þessari hreinsunf
„Við erum að semja við
aðila sem hefur kranabíla til
þess að fjarlægja hræin og ef
eigendurnir vilja leysa þau
út, þá verða þeir að borga
áfallinn kostnað. Ef bíll
verður ekki sóttur, þá er
ætlunin að selja hann upp í
áfallinn kostnað."
Hnökralaust
samstarf.
Verða bílarnir þá
farlxgðir á kostnað eig-
enda?
Það er heimild fyrir því í
lögunum og það gildir um
alla lóðahreinsun en sem
betur fer þarf heilbrigðis-
eftirlitið sjaldan að grípa til
slíkra aðgerða. Eg vil ítreka
það að samstarfið við
einstaklinga og eigendur
fyrirtækja hefur yfirleitt
verið hnökralaust.“
Eitthvað að lokum, sem
þú vilt koma aðf
„Þegar heilbrigðiseftir-
litið fer af stað með slíka
herferð þá verður henni
fylgt eftir og engar undan-
tekningar gerðar nema
eitthvað sérstakt komi til,
s.s. ef númer eru lögð inn
einhvern hluta ársins.
Svo vil ég skora á alla
Suðurnesjamenn að fegra
umhverfi sitt og halda
áfram þeirri þróun sem nú á
sér stað í þessum málum.
Með sama áframhaldi
getum við gert öll þvingun-
arákvæði heilbrigðislag-
anna óþörf og því hljótum
við að stefna að,“ sagði
Magnús H. Guðjónsson að
lokum. -gæi
Hugarfarsbreyting
Hver er staða heilbrigðis-
mála á Suðurnesjum í dag?
„Það er ljóst að umhverf-
ismál á Suðurnesjum hafa
tekið stakkaskiptum núna
VIKUR-
FRÉTTIR
VIKULEGA