Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 19. júní 1986 5
NJARÐVÍKURBÆR:
Gagngerar
breytingar á
bæjarskrifstofu
og áhaldahúsi
Undanfarna mánuði hafa
staðið vfir breytingar á
skrifstofum og ahaldahúsi
Njarðvíkurbæjar á Fitjum.
Þeim er nú lokið og hefur
bærinn aukið skrifstofu-
rými sitt um 40%. en á
síðustu árum hefur mjög
þrengt að og orðið aðkall-
andi að stækka. Njarðvíkur
bær flutti í núverandi hús-
næði að Fitjum árið 1966 og
hefur nánast ekkaert verið
breytt síðan. Núna eftir
brevtingarnar er afgreiðsla
innheimta, launabókhald
og félagsmálafulltrúi á
neðri hæð sem áður var
skrifstofa rafveitunnar auk
þess sem áhaldahús bæjar-
ins hafði aðsetur fyrir skrif-
stofu verkstjóra svo og
kaffistofu. Aðstaða áhalda-
húss hefur verið færð innar
í húsinu og betrum bætt, ný
kaffistofa, snyrting og skrif
stofa.
A efri hæð verður áfram
aðsetur bæjarstjóra, bygg-
ingafulltrúa og bæjarritara
svo og fundarsalur. Inn-
réttingar á neðri hæðinni
eru allar hinar smekkleg-
ustu, og ætti ekki að væsa
um bæjarbúa þegar þeir
koma að greiða gjöldin sín í
vistlegri afgreiðslunni.
Yfirumsjón með breyt-
ingunum var í höndum
Verkfræðistofu Njarðvík-
ur. Smiðir voru Jón og
Gunnar, pípulagning:
Jónas Guðmundsson, raf-
virkjun: Asmundur Jóns-
son, málning: Aki Granz,
innréttingar: Héðinn
Skarphéðinsson og Ragnar
Halldórsson, múrun: Olaf-
ur Arthúrsson. Einnig tóku
starfsmenn áhaldahúss þátt
í vinnunni við breytingarn-
ar.
Sl. föstudag var starfs-
mönnum, bæjarfulltrúum
og ýmsum gestum boðið í
hið nýja og endurbætta
húsnæði. Við það tækifæri
flutti Albert K. Sanders
stutta tölu og sagði jafn-
framt að öllum líkindum
yrði þetta sitt síðasta
embættisverk fyrir bæinn
en hann hverfur nú frá störf"
um sem bæjarstjóri.
Voru meðfylgjandi
myndir teknar við þetta
tækifæri.
pket.
Drengirnir í 6. flokki Víðis í Garði hlupu nýlega „áheita-
hlaup“ vegna keppnisferðalags þeirra til Vestmannaeyja. Þay
keppa þeir í Tommamótinu ásamt liðum frá öllum landshornum. A
myndinni hér að ofan sjást tveir peyjar ásamt Mark Duffield
skokka eftir Garðveginum. I baksýn sést rútan þar sem afgangurinn
af liðinu hélt sig. Ljósm.: GVK.
Bæjarstjórinn fráfarandi, Albert K. Sanders, ásamt starfsstúlkum á skrifstofu Njarðvíkurbæjar.
Ljósm.: GVK
JÁRN
&
SKIP
Víkurbraut 15
Sími 1505
PINOTEX STRUKTUR
kallar fram náttúrulegt útllt viöarins
Struktur er olíuefni sem er framúrskarandi
yfirborðsviðarvörn. Einnig frábaert til
„andlitslyftingar" á þrýstivörðu tré.
Gegnsætt og fáanlegt í öllum
Sadolin litunum.
PIONOTEX EXTRA
Hálfþekjandi vlöarvörn
meö miklu þurrefnisinni-
haldl.
Lyktarlaust og slettist ekki.
Endist árum saman. Æðar
viðarins njóta sín.
PINOTEX SUPERDEC
Þekjandi viöarvörn þegar breyta á um lit.
Þekjandi viðarvörn úr acryl olíuefnum. Olían síast í
viöinn og acrylefnið myndar yfirborðshimnu.
Hámarksveðrunarþol, lyktarlaust og slettist ekki.
PINOTEX NATUR
er eina glœra viðar-
vörnin sem tryggir aö
viðurinn gráni ekki.
Natur inniheldur Ijóssíur sem verja viðinn fyrir áhrif-
um útfjólublárra sólargeisla. Munið að glæra
viöarvörn, að undanskildu Pinotex Natur, má aldrei
nota eina sem lokameðferð á tréverkinu, því það eru
litarefnin í öörum tegundum sem verja viðinn gegn
sólargeislunum.
GORI - FÚAVÖRN
GORI 22 er grunnur og djúpvörn.
GORI 44 er viðarfrískandi yfirborðsvörn.
GORI 55 er lekafrítt, varanlegtyfirborösefni.
(t.d. þar sem gróður er)
GORI 88 er þekjandi lekafrítt varanlegt yfir-
borösefni. Slettist hvorki né lekur.
GORI tréolfa til viöhalds á þrýsti-
vörðum viði.
GORI INTERIÖR er yfirborðshúð á innan-
hússviö,
GORI Alge fjerne er til eyðingar á sveppum og
mosa á trjám.