Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 9
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 3. júlí 1986 9 KÆLITÆKI - Ný verslun í Njarðvík Þann 6. júní opnaði við hliðina á Sparisjóðnum í Njarðvík ný verslun. Ber hún nafnið Kælitæki og eins og það gefur til kynna þá er verslað með ísskápa og frystikistur. Auk þess eru á boðstólum þvottavélar, þurrkarar og ryksugur. Vörumerkin sem boðið er upp á hafa ekki verið fáanleg á Suðurnesjum áður en þau eru Snowcap og Liberherr kæliskápar, Eu- menia þvottavélar og þurrkarar og Tumulus ryk- sugur. Samhliða verslun- inni er einnig rekin viðgerð- arþjónusta fyrir öll heimil- istæki. Eigandi verslunarinnar er Erling Agústsson og sagði hann það löngu tíma- bært að verslun sem þessi kæmi í Njarðvíkurnar og sagðist-.síður en svo bang- inn við samkeppnina á þessu sviði. Hann sagði Suðurnesjamenn það greinda að þeir hlytu að sjá kostina við að versla þar sem fullkomin viðgerðar- þjónusta væri á staðnum, frekar en þurfa að eltast við slíkt til Reykjavíkur. -gæi Skólastjórastaðan í Gerðaskóla: SEX UMSÆKJENDUR Erling Ágústsson í verslun sinni. Alls bárust sex umsóknir um stöðu skólastjóra við Innbrot í Ramma Fremur rólegt var hjá lögreglunni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu í síðustu viku. Þó var á laugardagsmorgun til- kynnt um innbrot í verk- smiðjuhús Ramma hf. í Innri-Njarðvík. Ekki er vit- að hvort einhverju hafi verið stolið. - epj. Gerðaskóla áður en um- sóknarfrestur rann út að sögn Guðmundar Krist- bergs Helgasonar for- manns skólanefndar. Þessir sóttu um: Eiríkur Hermannsson, Garði; Ein- ar Valgeir Arason, Garði; Halldóra Ingibjörnsdóttir, Miðneshreppi; Einar Ólafs- son, Vogum; Eygló Gísla- dóttir, Keflavík og Hjörtur Jónsson, Kópavogi. Sagði Guðmundur Krist- berg að á'næstunni yrði tekin ákvörðun um ráðn- ingu í stöðuna. -epj. Stjórn Stuðningsmannafélags Víðis, Arnór, Óiöf og Ástþór. Stuðningsmannafélag Víðis Á fimmtudag í síðustu viku var stofnað stuðnings- mannafélag Víðis. Sigurður Ingvarsson setti fundinn og bað fundargesti að koma með tillögur um stjórn fyrir félagið. Var stungið upp á Arnóri Ragn- arssyni, Ólöfu Hallsdóttur og Ástþóri B. Sigurðssyni og voru þau sarnþykkt með lófaklappi. Var Ástþór kos- inn formaður. Ekki er félag án hugmynda um starfsemi, og var ákveðið að félagið myndi beita sér fyrir því að það verði saminn baráttu- söngur og gerðir hvatning- arborðar og fánar. Einnig var kosinn ,,Manolo“ (bumbuslagari) félagsins og verður ekki ljóstrað upp hér hver hann er. Fundargestir voru um eitt hundrað. - bangsi. ÚT OG SUÐUR MEÐ SBK SBK býður nú fullkominn hópferðabíl til lang- ferða. Bíllinn er með öllum helstu þægindum, s.s. sjónvarpi, videotæki, og umfram allt þægi- legum sætum. SBK-hópferðabíllinn er tilbúinn í stutt ferðalög og langferðir, jafnt fyrir félög, fyrirtæki, skóla og aðra hópa. - Hafið samband við afgreiðslu í síma 1590. - SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR - - Vaxandi fyrirtæki - 10-20c á öllum til 20. l/o afsláttur rúmum júh'. [MIO©® TJARNARGATA 2 230 KEFLAVÍK SÍMI 92-3377

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.