Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 3. júlí 1986 13 Ólafur Þór Eiríksson: Það sem þú þarft að vita um Iðnþróunarfélag Suðurnesja í stjórnartíð Hjörleifs fyrr- um iðnaðarráðherra Gutt- ormssonar var iðnþróunarfé- lögum komið upp í hverjum landshluta. Tilgangur og markmið þessara félaga ætti að vera ljós, en ef svo er ekki upplýsi ég hér með, að eins og nafnið bendir til er það þróun (og efling) iðnaðar (skv. orðabók merkir iðn iðja, starf,,handiðn eða iðnaðar-), sem sagt þróun atvinnu. Forstöðumönnum þessara félaga skyldi vegna menntunar sinnar vera unnt að veita ýmsa ráðgjöf og aðstoð til handa þeim mönnum sem þegar hafa komið á fót fyrirtækjunt og eins þeim er viíja fara út í at- vinnurekstur. Hvernig hefur þessum fé- Iögum gengið að fóta sig hingað til í samfélagi við hina misvitru stjórnmálamenn okkar Islendinga? Ekki nógu vel verð ég að segja, mér til sárra vonbrigða, því að per- sónulega tel ég flest félög vera af hinu góða og allt samstarf og samvinna, vegna þess, eins og maðurinn (karlinn eða konan) sagði, að „líftð er alltof stutt og verðmætt til að sóa því í fánýtar deilur um veraldleg- an auð sent maður fær síðan ekki notið að þessu lífi loknu". Það er einmitt lóðið, til hvers er það og hvað er fengið með því að hverjum og einum skuli leyfast að skara eld að sinni köku, án tillits til meðbræðra sinna, í stað þess að sameinast um að gera þessa skömmu jarðvist okkar að einni sælu þar sem öllum Iiði vel? Hver gefur einurn rétt til að fá notið alls hins besta, á sama tíma og aðrir lepja dauðann úr skel? Atvinna er forsenda annars Snemma á þessu ári tók ég að sinna þeirri köllun minni að Ólafur Þór Eiríksson beita kröftum mínum til að efla atvinnulífið á Suðurnesj- um, enda hafði ég orðið hart úti í landlægu atvinnuleysinu hér. En hvernig ætli sé nú best fyrir lítilmagnann að koma eigin hugmyndum á framfæri; kröfuganga eða greinaskrif? Eg valdi síðari kostinn. Árangurinn lét ekki á sér standa. í febrúar, skömmu eftir eina greinina um atvinnu- mál fatlaðra, hefur samband við mig okkar þó nokkuð umdeildi iðnráðgjafi og innir mig eftir hvort ég sé reiðubúinn til að innheimta árgjöld hjá nokkr- um iðnþróunarfélögum, jafn- framt því sem ekki skaðaði að fá fleiri félaga. f Eg beið ekki boðanna, enda orðinn hundleiður á aðgerðar- leysinu í sjálfum mér, setti strax í fjórða gír og hóf leitina eftir stuðningi við þetta þjóð- þrifafélag okkar. Hef ég notast við frasana heimskunnu: „Efldir atvinnuvegir - efldur efnahagur heimilanna - meiri fjármunir í umferð, og á því græða allir, staðreyndir sem hvarvetna hafa sýnt sig réttar: Japan, Bandaríkin, Vestur- Þýskaland. Auk þess gæti Iðn- þróunarfélag Suðurnesja orðið geysiöflugur þrýstihópur og sameiningartákn í hinni geysi- hörðu baráttu um hið tak- markaða íslenska lánafjár- magn, ef og þegar Suðurnesja- menn loks átta sig á gildi fé- lagsins og ganga í það í þús- undavís, og þá ekki einungis fyrirtæki og félög, heldur einnig þú og ég, einstaklingar Suðurnesja. Tökum saman höndum, lyftum grettistakinu og eflum atvinnuvegina á heimaslóð okkar. Göngum öll í Iðnþróunarfé- lagið, Vesturbraut lOa, Kefla- vík, sími 4027. Til hamingju, kratar, -en nú er að sýna að þið séuð betri kosturinn. Þar sem þið kratar voruð eina stjórnmálaaflið sem sýndi félaginu áhuga í stefnuskrá, ætla ég að þið munið halda áfram þeirri miklu uppbyggingu félagsins sem þegar er hafin. Stuðlið að því að sérstökum iðnþróunar- sjoði verði komið á laggirnar í anda framk væmdasjóðs Gunnars Sveinssonar, því að nú fer hver að verða síðastur til aðfá notið einhvers afþvífjár- magni sem flæðir uppi á Velli. Kaninn hefur margoft sýnt okkur, að ekki er hann hér fyrst og fremst okkar vegna. Sanniði til, að um leið og hann sér aðra leið hentugri til að hafa gætur á „óvininum úr austri“, þá kveður hann með kurt og pí. Að óbreyttu at- vinnuástandi verður líf hér ekki eftirsóknarvert. Baráttukveðjur. Ó.Þ.E. ATVIMNA Óska eftir að ráða starfskraft í uppvask. Um er að ræða hálfs dags starf, vakta- vinnu. Upplýsingar gefur yfirkokkur á staðnum. VEITINGAHÚSIÐ GLÓÐIN Vatnsheld málnlng sem hlndrar ekkl útöndun, getur stöðvað og komlð I veg fyrlr alkalískemmdlr. STEINVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlmálning. Hún er gædd þeim einstöku eiginleikum að vera þétt gegn vatni og slagregni, en hleypa jafnframt loftkenndum raka auöveldlega í gegnum sig, rúmlega tvöfalt betur en heföbundin plastmáln- ing. Þessir eiginleikar gera STEINVARA 2000 aö óviöjafnan- legri málningu utan á steinsteypt mannvirki viö íslenskar aö- stæöur. fjdrapími Hafnargötu 90 - Keflav™ - Sfml 2652 Takið steinana umhverfis leiðin burtu Island — Ameríka Beinar siglingar milli Njarðvíkur og Norfolk með M.v. RAINBOW HOPE". Flytjum stykkja-, palla- og gámavöru, frystivöru og frystigáma. Lestunardagar Áœtlun: Njarðvík — Norfolk umboðsmenn okkar eru Gunrur GuðiOmson sf Mafnarstræti 5 P0 Bo* 290 121 PevtJavik simi 29200 Tetex 2014 Mendan Shtp Agencv. inc 201 E Citv Haii Ave Sutte 501 Norfolk Va 23510 USA Simi (8041-625-5612 Tetex 710-881-1256 ti 13. júll 2. ágúst 23. Júli 12. ágúst Ralnbow ™ Navlgation.lnc. Á þessari mynd sést hvað grasið er orðið úftð og illa hirt þar sem um slíka umgjörð er að ræða. Starfsstúlkurnar í nýja kirkjugarðinum móti Mánagrund í Keflavík vilja hér með koma fram áskor- un til aðstandenda þeirra sem þar eru jarðsettir. Er þetta varðandi þau leiði sem eru með kassa eða hleðslu umhverfis leiðin. Þar sem komin eru Iög sem banna slíka umgjörð og miklum erfiðleikum er bundið að klippa grasið sem vex fast að umgjörð- inni hefur verið ákveðið að hætta að snyrta þetta. Vill starfsfólkið því hvetja viðkomandi aðila til að fjar- lægja þessa hleðslu eða um- gjörð svo hægt sé að halda garðinum vel snyrtum sem hingað til. -epj. ÚTGERÐARMENN SMÁBÁTAEIGENDUR FISKVERKENDUR Nú geta allir flutt út í gámum. Útvegum ílát og ís. SIGURJÓN HF. Símar 7678, 7658, 7473

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.