Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. júlí 1986 15 Tíu tóku sveinspróf Á þessari mynd sjást nokkrir þeirra sem tóku prófið í síðustu viku. Myndir: GKV. Tumer verður ijarlægt í síðustu viku voru tekin sveinspróf í húsasmíði um allt land. í Keflavík fór prófið fram í verknáms- húsi Fjölbrautaskólans við Iðavelli. Að þessu sinni voru það tíu manns sem þreyttu próf- ið, þar af 8 sem voru á námssamningi hjá meist- ara, einn kom beint úr Fjöl- braut og einn var á undan- þágu vegna s.k. 10 ára reglu. Það var fyrsta konan sem vitað er til að tekur sveinspróf í húsasmíði hér á landi, Karólína Þorgríms- dóttir, en hún hefur um langt skeið starfað hjá Ramma hf. Helsta breytingin á sveinsprófinu frá fyrri árum er sú að nú taka allir sam- ræmt próf, þ.e. allir þurfa að glíma við að byggja sama hlutinn. Að þessu sinni var það vinnutrappa, sem sveinarnir verða látnir smíða. Hafði hver og einn 20 tíma til þess að ljúka verkinu. I prófnefnd húsasmiða á Suðurnesjum sitja þeir Hreinn Óskarsson, sem er formaður, og með honum þeir Albert Hinriksson og Sigurður Guðjónsson. Vildu þeir koma því á fram- færi að það er engu minni áfangi hjá fólki þegar það tekur sveinspróf í einhverri iðn heldur en þegar fólk tekur stúdentspróf. Það verður að gera sér grein fyrir því að án iðnaðar- manna væri lítið varið í þetta þjóðfélag. - gæi. Sveinsstykkið: Vinnutrappa. Varnarmáladeild: Draslið við Ef ekið er í gegnum flug- vallarsvæðið út að nýju flugstöðinni eða að Sand- gerðishliði, blasir ófögur sjón ofan við Turner. Hefur þar hrúgast upp bílakirkju- garður og annað drast, sem síður en svo er til prýði. Þar sem svæði þetta er í umsjón Varnarliðsins, þó það sé neðan flugvallargirð- ingar, hafði blaðið sam- band við Sverri Hauk Gunnlaugsson hjá Varnar- máladeild og spurði hvort ekki yrði eitthvað gert í þessum málum áður en nýja flugstöðin yrði tekin í notkun. Hann sagði að þó þeir ættu engan þátt í þessari uppsöfnun á bílhræum o.fl. þarna, myndu þeir láta fjar- lægja þetta áður en nýja flugstöðin yrði tekin í notk- un, sem er áætlað næsta vor. Karólína athugar hvort ekki sé allt pússað samkvæmt kúnstarinnar reglum. Bílakirkjugarðurinn við Turnerhlið. Vegna langra biðlista og fjölda áskorana bjóðum við tveggja vikna aukaferð til RH0Ð0S með möguleika á viðbótardvöl íAmsterdam án aukakostnaðar í flugi Vegna góðrar þátttöku efnum við til sérstakrar aukaferðar til Rhodos dagana 15.-30. september nk. Þetta er snaggaraleg tveggja vikna ferð, flogið er í leiguflugi beinttil Rhodos en heim aftur í áætlunarflugi með millilendingu í Amsterdam. Aukadvöl í borginni fæst því án nokkurs aukakostnaðar í flugi - og að sjálfsögðu útvegum við hótelgistingu, bilaleigubilao.rn.fi. í Amsterdam ávægu verði. Vinsamlegast látið vita um þátttöku sem fyrst. // Takmarkaðsætaframboð. ^ Samvinnuferdir -Landsýn Umboðsmenn: Keflavík: Kristinn Danivalsson, sími 1864 Sandgerði: Egill Ólafsson, sími 7689 Grindavík: Sigurður Sveinbjömsson, sími 8217

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.