Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 3. júlí 1986 VÍKUR-fréttir Enn eitt tap Víðis 2-3 gegn ÍBV , - Daníel rekinn útaf Víðismenn léku sinn síð- asta leik í fyrri umferð Isl- andsmótsins gegn Eyja- mönnum í Eyjum sl. mánu- dagskvöld. Upphaflega átti leikurinn að fara fram sl. föstudag, en þá var ekki flug til Heimaeyjar. Það munaði heldur ekki miklu að ekkert yrði úr leiknum á mánudag- inn vegna þess að Víðismenn rétt náðu í hann, ef svo má segja. Þeir lentu ekki fyrr en kl. 19.10 og leikurinn átti að hefjast kl.20. Leikurinn var hinn í]ör- ugasti og náði Víðir forystu 1:0 úr vítaspymu. Guðjón Guðm. skoraði úr henni. Vestmannaeyingar náðu að jafna og komast yfir 2:1. Þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik var Daníel Ein- arssyni vikið af leikvelli fyrir gróft brot. Urðu því Víðis- menn að leika tíu það sem eftir lifði leiksins. Þrátt fyrir það sóttu þeir mikið og_ fengu aðra víta- spymu. Úr henni skoraði Guðjón aftur. Eftir það var mikið barist á báða bóga og tókst IBV að tryggja sér sig- urinn með marki þegar lítið .lifði eftir af leiknum. Víðismenn hafa því enn ekki hlotið fleiri en 8 stig í mótinu en eiga jafnvel von á þremur í viðbót, allt eftir því hvernig dæmist í „Sigurðar- málinu“. -gæi. Vinabæjamótið í körfuknattleik: gæi. Hafnir töpuðu stórt 5:2 gegn Arvakri Hafnir léku sinn sjötta leik í 4. deildinni um helg- ina. Leikið var gegn Ar- vakri frá Reykjavík og byrj- uðu Hafnamenn leikinn af krafti. Komust þeir strax í upphafi í 1:0. Það var Guð- mundur Frans Jónasson sem lék vörn Arvakurs sundur og saman og vipp- aði síðan knettinum létti- lega yfir markvörðinn og í netið. Árvakur náði að jafna leikinn en Hafnamenn komust aftur yfir með marki Annels Þorkelssonar sem komst einn inn fyrir vörnina og skoraði af ör- yggi, 2:1. Rétt áður en blásið var til hálfleiks náðu Árvakursmenn svo enn að jafna leikinn. I síðari hélfleik fór heldur að draga af Hafna- mönnum og skoraði Ár- vakur þrjú mörk án þess að svar kæmi frá Höfnum. Lokatölur urðu því 5:2. Hafnamenn mættu aðeins með ellefu leikmenn í þenn- an leik og gátu því ekkert skipt inn á. - gæi. íslandsmótið 4. deild: Hilmar Hjálmarsson, Jjjálfari Hafna, í harðri baráttu um knöttinn við einn Arvakursmann. Algerir yfírburðir Keflvíkinga - sigruðu bæði í pilta- og stúlknaflokki Það hefur varla farið fram hjá nokkrum bæjar- búa að fjöldi krakka á aldr- inum 14 til 15 ára, frá vina- bæjum Keflavíkur, heim- sótti okkur í síðustu viku. Þau voru hingað komin til þess að taka þátt í móti sem bæirnir skiptast á að halda ár hvert. Skipt er um íþróttagrein í hvert skipti og að þessu sinni var keppt í körfuknattleik. Keflvíkingar eiga sterk körfuknattleikslið í yngri flokkunum og kom það berlega í ljós að við stöndum vinum okkar á Norðurlöndum mun fram- ar í þessari íþróttagrein. Keppnin hófst á föstu- daginn eftir hádegið og henni lauk um kvöldmat- arleytið á laugardag. Eftir keppnina var öllum þátt- takendum boðið í mat á Glóðinni af bæjarstjórn Keflavíkur, en bærinn ber allan kostnað af keppni sem þessari. Piltarnir frá Keflavík stóðu sig mjög vel á þessu móti og sigruðu alla and- stæðinga sína með miklum mun. Þeir léku til úrslita við jafnaldra sína frá Kerava í Finnlandi og höfðu algera yfirburði, sigruðu 43:18. Úrslit annarra leikja þeirra urðu þessi: Keflavík-Kristiansand 52:21 Keflavík-Hjörring 58:18 Keflavík-Trollhattan 78:20 I öðru sæti á mótinu hafnaði Kerava, 3. Kristian- sand, 4. Trollhattan og 5. urðu Danirnir frá Hjörring. Stúlkurnar stóðu sig engu síður en piltarnir og unnu einnig sigur i öllum sínum leikjum. Komust stúlkurnar frá hinum N orð- urlöndunum ekki með tærnar þar sem þær höfðu hælana, enda höfðu þær sumar lítil sem engin kynni haft af körfuknattleik fyrr en nú í ár að farið var að æfa á fullu fyrir þetta mót. Úrslit í leikjum stúlkn- anna urðu þessi: Keflavík-Kerava 22:15 Keflavík-Kristiansand 22:4 Keflavík-Hjörring 19:14 Keflavík-Trollhattan 41:4 I 2. sæti í stúlknaflokki varð Kerava, 3. Kristian- sand, 4. Hjörring og í því 5. stúlkurnar frá Trollhattan í Svíþjóð. Liðsstjóri Keflvísku stúlknanna var Anna María Sveinsdóttir. í hófinu sem haldið var á Glóðinni voru veitt verð- laun fyrir stigahæstu leik- menn í hverjum flokki. I piltaflokki hlaut Guðni Hafsteinsson verðlaunin, en hann stóð sig mjög vel á mótinu. I stúlknaflokki hlaut Kristín Blöndal verð- launin, en hún er mikil íþróttamanneskja og stend- ur sig vel í hvaða grein íþrótta sem keppt er í. Mótsstjóri var Helgi Hólm og stóð hann sig vel, enda vanur samskiptum við vinabæi okkar. Þess má svo geta hér í lokin, aðígærfóru 16 piltar héðan úr Keflavík ásamt fararstjórum til Hjörring í Danmörku að keppa i knatt- spyrnukeppni sem þar er haldin annað hvert ár. Þar leika einnig piltar frá hin- um vinabæjunum. Eru þeir á aldrinum 13-14 ára. Stelpurnar í „óki-hóki-póki“ Sigurlið Keflavíkur í piltaflokki. Strákarnir kampakátir ásamt Einari þjálfara lengst t.h. Stúlknalið Keflavíkur, sem einnig sigraði á vinabæjamótinu. Einar Einarsson, þjálfari: „Auðveldara en ég bjóst við“ Einar Einarsson sá um þjálfun og liðsstjórn pilta- liðsins á vinabæjamótinu og var einnig til aðstoðar hjá stúlknaliðinu. Stjórnaði hann strákunum af rögg- semi og rak þá áfram með hörðum höndum. Eftir að úrslit mótsins lágu fyrir og stórsigur var unninn í úr- slitaleiknum var Einar tek- inn tali. Ertu ánægður með frammistöðu þinna manna á mótinu? „Já, ég get ekki sagt ann- að. Þetta var miklu auð- veldara en maður bjóst við, hin liðin voru svo miklu slakari en við gerðum ráð fyrir. Svo komu líka þrír menn í mínu liði mjög á óvart með góðri frammi- stöðu, þeir Kristinn, Júlíus og Birgir“. Finnst þér sniðugt að halda svona mót? „Já, það er virkilega gaman að þessu og líka gaman að kynnast krökk- um frá öðrum löndum“. Æfðuð þið stíft fyrir mótið? „Ég get nú varla kallað það stíft, en við höfum verið með svona á að giska tvær æfíngar á viku í sumar“. En hvort voruð þið svona góðir eða hin liðin svona slöpp? „Við vorum náttúrlega góðir, en hin liðin voru bara hálfgerð „leikfímilið“ og gátu ekkert umfram það“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.