Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 03.07.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. júlí 1986 VÍKUR-fréttir BÍLARÉTTING Nýtt réttingaverkstæði Nú, ekki alls fyrir löngu, hóf nýtt réttingaverkstæði, Bílarétting, starfsemi sína í Keflavík. Hefur verkstæðið aðsetur sitt í Grófinni 20 A, bak við Sjálfskiptingar- þjónustuna. Aðaleigandi er Rúnar Benediktsson en hann hef- ur einnig fengið til liðs við sig gamalkunnan réttinga- mann, Eirík Eyfjörð. Búa þeir félagar yfir fullkomn- um tækjum til réttinga og annarra þess háttar við- gerða. Að sjálfsögðu sjá þeir svo um sprautningu á þeim hlutum sem þeir gera við. -gæi. Rúnar Benediktsson, eigandi Bílaréttingar. RADIOVIK Nýtt rafeindaverkstæði Nú fyrir skemmstu hóf nýtt rafeindaverkstæði starfsemi sína í kjallaran- um að Hafnargötu 35 í Keflavík. Ber það nafnið Radíóvik og eru það tveir ungir rafeindavirkjar, Engilbert Adolfsson og Michael Sigurjónsson, sem reka það og eiga. Þjónustan sem þeir piltar veita eru viðgerðir á sjón- vörpum, útvörpum, mynd- bandstækjum og öðru þess háttar. Einnig hafa þeir góða aðstöðu til þess að annast ísetningu hljóm- tækja í bíla og svo taka þeir að sér að setja upp loftnet og sjónvarpskerfi fyrir þá sem þess óska. Að sögn þeirra félaga hafa þeir fengið „fljúgandi start“ og viðtökurnar verið vonum framar. Sögðust þeir því engan veginn ótt- ast samkeppnina því útlit væri fyrir að nóg framboð væri á biluðum tækjum. gæi Frá 15 ára afmæli Gefnarborgar. Ljósm.: GKV. ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR Kiddí Dan kippir geð- heilsu manna í lag! Sveillur í geðheiku manna má oft rekja til veðurfars. Það er talað um að þessi sé í sólskinsskapi, þegar hinn er grámyglu- legur, eða hryssingslegur. Júní sl. hefur reynst okkur Suðurnesjamönnum all erfiður veðurfarslega og um leið skapsmunalega. Fyrstu daga mánaðarins voru menn annaðhvort niðurbrotnir eða uppi í skýjunum vegna kosninga- úrslitanna. Nú eru allir á sama strikinu, langt fyrir neðan núll. Sífelldar rign- ingar og þoka gera menn uppstökka, þunglynda, svartsýna og þrasgjarna. Ekki bætir útvarpið sálar- heill manna þessa daga. Síbylja þulanna um 20° hita í Hrísey, 30° á Seyðis- firði og Raufarhöfn glym- ur í eyrum manna allan sólarhiinginn. Það er eins og oliulindir hafi fundist á þessum stöðum. Víða er víst svo komið að fólk hefst ekki við utan dyra vegna góðviðris. En hér rignir og rignir og aldrei sést til sól- ar, það rigndi meira að segja sælgæti í smástund í Njarðvíkunum 17. júní. Sjónvarpið hefur þó kom- ið örlítið tO móts við okkur með beinum útsendingum frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Heilu fjöl- skyldumar liggja fyrir framan imbakassann 4-5 tima á dag, video-eigendur helmingi lengur. Kven- menn og ungpíur, sem hingað til hafa tekið Dallas og Falcon Crest fram yfir allt annað sjón- varpsefni, taka nú símann úr sambandi meðan fót- boltinn er á skjánum og skilja nú loksins tU hvers allt venjulegt fólk þarf að skreppa á völlinn öðru hvoru. Vonandi gefst al- mættinu tími tU að lagfæra veðrið héma, þegar það losnar úr þessu fótbolta- stússi í Mexico. Eina fólkið hér um slóðir, sem getur brosað, em eigendur sólbaðstofa og Kiddi Dan, en hann er snillingur í að sjá þessi rigningarsjúkdómsein- kenni á fólki. Enginn sál- fræðingur gæti kippt geð- heUsu manna í lag á fljót- ari, ánægjulegri og ódýrari hátt en hann. Receptið hljóðar einfaldlega upp á eina sólarlandaferð a.m.k. til að byrja með. Það er synd að sjúkrasamlagið skuli hvergi koma inn í þessa heUsuþjónustu. Hjón ein hér í bæ, sem voru í sumarfríi allan júni fengu slíka sólarþrá eftir glenn- una 17. júní að þau tóku sér bUaleigubíI í viku og skmppu austur á Seyðis- fjörð. Þau komu til baka hress en batinn varð skammvinnur, vikan kost- aði 75 þúsund krónur, 36 þús. fyrir bílaleigubílinn og 39 þús. fóm í fæði og gist- ingu. Hún getur orðið mönnum ansi dýr þessi rigning, ef menn fá víð- áttubrjálæði út úr öUu saman. ORÐVAR Matareitrun í Messanum á Vellinum: BOTNLANGINN FÓR FYRIR LÍTIÐ í síðustu viku varð uppi fótur og fit á Vellinum þegar uppvíst var um mat- areitrun af völdum svína- kjöts, sem veitt var í Mess- anum á Keflavíkurflug- velli. Veiktist nokkur fjöldi vkana“, og er vitað um einn Islending sem lagður var inn á sjúkrahús vegna gruns um botnlangakast. Það kom hins vegar í ljós þegar botnlanginn var farinn, að maðurinn var með matareitrun. Má því segja að sá botnlangi hafi farið fyrir lítið. Allt starfsfólk Messans var sent í rannsókn til að ganga úr skugga um að það hefði ekki smitast, en grunur leikur á að um salmonellu hafi verið að ræða. - gæi. „HANN GEFST EKKI UPP“ Ljósm.: O.K.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.