Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 270. tölublað 103. árgangur
GETUR VARLA
BEÐIÐ EFTIR
ÓLYMPÍULEIKUNUM
MÖRG NÝ
BIFHJÓL
FRUMSÝND
TUNGUMÁLIÐ
ER SÍLIFANDI
HREYFIAFL
EICMA BÍLAR DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU 31HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félög Rauða krossins á Norður-
löndum búast við frekari straumi
flóttamanna og horfa þar meðal ann-
ars til vaxandi átaka í Afganistan.
Stríð í Sýrlandi, Erítreu og árásir
Ríkis íslams í Írak eru einnig taldar
munu leiða til áframhaldandi flótta-
mannastraums til Evrópu.
Þetta sagði Áshildur Linnet, verk-
efnastjóri hjá Rauða krossinum, að
loknum fundi félaga Rauða krossins
á Norðurlöndum, sem fram fór í
Kaupmannahöfn í gær. Áshildur
segir að þótt hægt geti á straumi
flóttamanna til Evrópu yfir hávetur-
inn sé búist við að straumurinn auk-
ist á ný með vorinu.
„Við vorum að stilla saman
strengi. Við þurfum að fara að hugsa
lengra fram í tímann og umfram þau
neyðarviðbrögð sem hafa verið um
alla álfuna. Það er ljóst að með aukn-
um fjölda hælisleitenda mun aukinn
fjöldi hælisleitenda fá vernd.“
Stuðli að aðlögun fólksins
Áshildur segir að huga þurfi að
næstu skrefum. „Það þarf að tryggja
að þetta fólk fái tækifæri í sam-
félögum okkar og fari í verkefni sem
stuðla að aðlögun. Það er auðvitað
langt ferli. Rauði krossinn er að
skoða hvernig hann getur fundið
sjálfboðaliða til þess að styðja fólk til
lengri tíma,“ segir Áshildur.
Fái hælisleitandi vernd fær hann
að setjast að í viðkomandi samfélagi.
Margt er í undirbúningi vegna
straums hælisleitenda til Íslands.
Búast við frekari straumi flóttamanna
Félög Rauða krossins funda í Kaupmannahöfn Spá því að fólk muni flýja stríð og fara til Evrópu
Koma í desember
» Áshildur segir unnið að því
að 55 kvótaflóttamenn komi til
Íslands í desember.
» Nú sé miðað við að fólkið
komi allt í einu lagi. Börn eru í
meirihluta í þessum hópi.
MAuka þjónustu … »6
Lögregla og Rannsóknarnefnd
samgönguslysa taka nú við Perlu til
rannsóknar en skipið náðist á flot í
gærkvöldi eftir mikla aðgerð í
Gömlu höfninni í Reykjavík.
Leitað verður að orsökum
óhappsins þegar skipið sökk í byrj-
un mánaðarins. Tryggingafélag
skipsins tekur síðan ákvörðun um
framtíð skipsins. »2
Leitað að ástæðum
þess að Perla sökk
Dæling Skrokkur Perlu kemur í ljós.
Allt bendir til
að næsti heims-
forseti Lions
komi frá Íslandi,
og verði að auki
fyrsta konan til
að gegna því
embætti í 100 ára
sögu hreyfing-
arinnar. Guðrún
Björt Yngvadótt-
ir, Lionskl. Eik,
er í framboði ásamt 13 öðrum en
hefur fengið opinbera stuðnings-
yfirlýsingu m.a. frá alþjóðastjórn
Lions og núverandi forsetateymi.
Kjörið fer fram í júní nk. »14
Næsti heimsforseti
Lions frá Íslandi?
Guðrún Björt
Yngvadóttir
Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfi-
leikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, en
lokakvöldið var haldið með pompi og prakt í
Borgarleikhúsinu í gær. „Þetta var öflugt atriði
með sterkri vísun í kvennabaráttuna og femín-
isma,“ segir Héðinn Sveinbjörnsson, verkefna-
stjóri keppninnar, en stelpurnar hafi lagt allt sitt
í atriðið. Árbæjarskóli hreppti annað sætið og
Seljaskóli hið þriðja. Unglingarnir létu sér fátt
óviðkomandi í listrænni sköpun sinni en mikil
fagnaðarlæti brutust út jafnt hjá keppendum og
áhorfendum þegar úrslitin voru gerð ljós.
Morgunblaðið/Golli
Sigurvegarar Skrekks leyfðu gleðinni að taka völdin
Hagaskóli vann hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík
Viðræður um
möguleg kaup ís-
lenskra lífeyris-
sjóða á allt að
83% hlut slitabús
Kaupþings í Ar-
ion banka hófust
í gær. Efnt var til
þeirra í kjölfar
þess að þrír stærstu lífeyrissjóðir
landsins sammæltust um að hafa
forgöngu um viðræður við núver-
andi eigendur. Engin niðurstaða
varð af fyrsta fundi en búist er við
að boðað verði til annars fundar
strax í næstu viku. »15
Viðræður um sölu
Arion eru hafnar
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Hryðjuverk munu aldrei tortíma lýð-
veldinu, því lýðveldið tortímir hryðju-
verkasamtökum,“ sagði Francois
Hollande, forseti Frakklands, þegar
hann ávarpaði þingið í Versölum í
gær í kjölfar hryðjuverkaárásanna í
París á föstudag. Lýsti hann yfir
stríði og sagði að ráðist hefði verið að
landinu því Frakkland væri land
frelsis og mannréttinda.
„Frakkland mun tortíma Ríki ísl-
ams,“ sagði Hollande í ávarpi sínu og
hyggst funda með leiðtogum Banda-
ríkjanna og Rússlands til að ræða
leiðir að því markmiði. „Lýðræðisrík-
ið okkar hefur sigrað andstæðinga
sem voru mun erfiðari en þessir hug-
leysingjar,“ sagði Hollande jafnframt
við þingið. Hét hann því að auka
hernaðaraðgerðir Frakka í Sýrlandi
og kallaði eftir hertu landamæraeft-
irliti innan Evrópusambandsins.
Fátt bendir til að helstu leiðtogar
iðnríkja heims, G-20, hafi náð sam-
komulagi um að samræma aðgerðir
gegn Ríki íslams í Sýrlandi og Írak á
tveggja daga fundi sínum í Tyrklandi
sem lauk í gær. Bandaríkjaforseti átti
óformlegan fund með forseta Rúss-
lands um málið.
Tilræðismaður gengur enn laus
Enn er talið að einn hryðjuverka-
mannanna, Salah Abdeslam, gangi
laus en yfir 20 manns hafa verið hand-
teknir í skjóli neyðarlaga Frakklands
og teknir til yfirheyrslu.
Munum tortíma Ríki íslams
Frakklandsforseti lýsti yfir stríði á þingfundi í Versölum Kallað eftir hertu
landamæraeftirliti í Evrópusambandinu Samkomulag ekki í höfn á G-20 fundi
MHryðjuverk í París »16-17
AFP
Þögn Hollande tók þátt í mínútu
þögn í minningu fórnarlambanna.