Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn
mánudaginn 30. nóvember n.k kl. 18:00 að
Hlíðarenda
Dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum
félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995.
1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Önnur mál.
AÐALFUNDUR VALSMANNA hf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki hefur verið ákveðið hvað gert
verður við dæluskipið Perlu sem
náðist af botni Gömlu hafnarinnar í
Reykjavík í gærkvöldi. Undir mið-
nættið var lokið við að dæla sjó úr
skipinu og gengið frá því við Ægis-
garð.
Mikið var lagt í aðgerðina í gær.
Starfsmenn útgerðarinnar, Björgun-
ar hf., stjórnuðu aðgerðum í umboði
tryggingafélags skipsins. Tveir
dráttarbátar og ekjubrú Faxaflóa-
hafna héldu við skipið á bakborða og
haldið var í það frá hinni hliðinni með
togspilum hafrannsóknarskipsins
Árna Friðrikssonar sem var hinum
megin Ægisgarðs og sneri skut sín-
um að bryggjunni. Öflugur krani var
á bryggjunni.
Mikill undirbúningur hafði farið
fram áður en dæling hófst eftir há-
degið í gær. Meðal annars höfðu ver-
ið reiknaðar nákvæmlega út breyt-
ingar á stöðugleika skipsins við
dælingu. Öflugar dælur voru notaðar
og lyftist skipið hægt framan af degi.
Um miðjan dag þurfti að gera við
rúðu sem brotnaði í stýrishúsinu.
Þegar dæling hófst á ný virtist skipið
losna úr leðjunni á botni hafnarinnar
og komast á flot. Eftir það var dælt
varlega og skipið stillt jafnóðum af
til að tryggja að það sykki ekki aftur.
Ástæðurnar rannsakaðar
„Það er farið að birta yfir mann-
skapnum. Mér sýnist þetta vera að
hafast,“ sagði Gísli Gíslason hafnar-
stjóri í gærkvöldi. Seint í gærkvöldi
var Perla farin að fljóta og þá var
farið með skip og búnað sem notaður
var til að styðja við hana.
Gísli sagði að markmið hafnarinn-
ar hefði verið að tryggja að mengun
bærist ekki frá skipinu og koma því
frá bryggjunni. Framhaldið væri í
annarra höndum, svo sem hvað yrði
um skipið. Hann bjóst við að Perla
yrði við Ægisgarð á meðan Rann-
sóknarnefnd samgönguslysa, lög-
reglan og tryggingafélagið rannsök-
uðu skipið til að leiða í ljós orsakir
óhappsins.
Morgunblaðið/Júlíus
Blár skipsskrokkur Vel sást í meginhluta skrokks Perlu snemma kvölds í gær. Áfram var haldið að dæla úr því. Mikill tækjabúnaður var á staðnum.
Dæluskipið þurrausið
Dælt var úr Perlu fram eftir kvöldi í gær og stöðugleiki tryggður við Ægisgarð
Við tekur rannsókn á ástæðum óhappsins og ákvörðun um framhaldið
Dæling Mikið verk var framundan þegar dæling hófst eftir hádegið í gær.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
telur nauðsynlegt að ná fiskiskipinu
Jóni Hákoni BA 60 sem sökk við Að-
alvík í byrjun júlí sl. af hafsbotni til
að ljúka rannsókn slyssins. Nefndin
hefur ákveðið að það verði reynt og
hefur innanríkisráðuneytið lýst því
yfir að það muni styðja verkefnið,
gerist þess þörf.
Jón Arilíus Ingólfsson, rann-
sóknarstjóri sjóslysa hjá nefndinni,
segir að frumrannsókn sé lokið.
Nefndin telji að rannsókninni verði
að ljúka með því að taka bátinn upp.
Þar er bæði um að ræða rannsókn á
ástæðum þess að bátnum hvolfdi og
ástæðum þess að björgunarbúnaður
hans virkaði ekki rétt, þar á meðal
gúmbjörgunarbátar. Einn maður
fórst í slysinu en þrír björguðust
naumlega.
Ekki liggur fyrir hvenær farið
verður í aðgerðir til að ná bátnum
upp. Hann liggur á um 80 metra
dýpi. Jón segir að reyna verði að
koma böndum á skipið og færa það á
grynnri sjó til þess að kafarar geti
komist að því og fleytt því áfram. Jón
segir að þetta krefjist sérfræðivinnu
sem þurfi að skoða betur. Segir hann
að ómögulegt sé að segja til um
kostnað við aðgerðina. Hann fari eft-
ir veðri og öðrum aðstæðum.
Komnir á þann stað núna
„Ákveðin frumrannsókn fór af
stað. Við þurftum að hafa ástæðu til
þess að biðja um að skipið yrði híft
upp. Nú erum við komnir á þann stað
í rannsókninni,“ segir Jón Arilíus
þegar hann er spurður hvers vegna
ekki hafi verið gengið í það í sumar
að ná skipinu upp.
helgi@mbl.is
Styðja aðgerðir til að ná
Jóni Hákoni af hafsbotni
Rannsóknarmenn þurfa flakið til að ljúka rannsókn
Kröfur
» Samtök sjómanna og út-
vegsmanna og fleiri hafa kraf-
ist þess að Jón Hákon verði
hífður af hafsbotni þannig að
hægt verði að ljúka að fullu
rannsókn á ástæðum slyssins
og virkni björgunarbúnaðar.
Íslensku karlalandsliðin byrja illa á
Evrópumóti landsliða sem fram fer
í Reykjavík þessa dagana. A-lið Ís-
lands tapaði fyrir Ítalíu í 4. umferð-
inni í gær með 1,5 vinningum gegn
2,5 vinningum. Hannes Hlífar Stef-
ánsson tapaði á fyrsta borði.
A-liðið er í 29. sæti af 36 liðum.
Færeyingar unnu Skota með 3,5
vinningum gegn hálfum. Er það
fyrsti sigur landsins á EM enda að
taka þátt í fyrsta skipti.
Gullaldarliðið tapaði fyrir Lett-
landi með 1 vinningi gegn 3. Helgi
Ólafsson gerði jafntefli við Alexei
Shirov og Margeir Pétursson hélt
einnig jöfnu í sinni viðureign.
Landslið kvenna gerði jafntefli
við sterkt lið Svía. Lenka Ptacni-
kova og Guðlaug Þorsteinsdóttir
unnu sínar skákir.
Íslensku liðin byrja
illa á Evrópumóti
landsliða í skák
Morgunblaðið/Eggert
Höllin Þungt hugsi landsliðsmenn.
Spár gera ráð fyrir því að loftið yfir
landinu verði upp úr miðri viku með
því kaldasta sem gerist í nóvember.
Búist er við 10 til 12 stiga frosti á
norðan- og austanverðu landinu á
fimmtudag en eftir það fari aftur að
hlýna með vestlægri átt.
Veðurstofan spáir norðaustanátt
í dag með slyddu eða snjókomu
norðan- og austanlands, en að
mestu þurru á sunnan- og vestan-
verðu landinu. Veður fer kólnandi.
Á morgun herðir frostið fyrir norð-
an og á fimmtudag verður frostið 4
til 12 stig, kaldast fyrir norðan og
austan.
Kuldakast á fimmtu-
dag og föstudag
Jarðskjálfti upp á 3,2 stig varð í
öskju Bárðarbungu í hádeginu í
gær.
Á mælum Veðurstofunnar hefur
komið fram merkjanlega meiri
jarðskjálftavirkni að undanförnu
en verið hefur lengst af frá gosinu í
Holuhrauni. Einar Hjörleifsson
náttúruvársérfræðingur segir að
Veðurstofan fylgist grannt með
þróuninni.
Fylgjast grannt
með Bárðarbungu