Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
gefðu
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
vívoactive
Verð 46.900
vívofit 2
Verð 19.900
Hvort sem það er einfaldleik-
inn við vívofit 2 sem þarf ekki
að hlaða, snjallsímalausnir og
innbyggði púlsmælirinn í
vívosmart HR eða GPS mót-
takarinn og golfvellirnir í
vívoactive þá eiga heilsuúrin
frá Garmin það sameiginlegt
að hreyfa við þér.
Láttu Garmin hreyfa við þér,
þinn líkami á það skilið!
vívosmart HR
Verð 26.900
Heilsuúrin
sem hreyfa við þér!
Viðskiptablaðið vísar til orðaforsætisráðherra í viðtali á
Bylgjunni varðandi Schengen-
samstarfið. Þar hafi forsætisráð-
herra sagt:
Ef fram heldursem horfir
eins og staðan er
núna, þá er þetta
(samstarf) í raun-
inni bara úr sög-
unni. Því ytri landa-
mærin eru opin.
Það koma þúsundir,
stundum meira en
tíu þúsund manns inn fyrir Scheng-
en á degi hverjum án þess að það
sé með eðlilegum hætti. Fyrir vikið
eru menn farnir að loka landamær-
um hér og þar í Evrópu.“
Sigmundur segir það augljóst að
þetta muni hafa áhrif á okkur ef
þetta breytist ekki.“
Schengen-samstarfið var umdeil-anleg ákvörðun fyrir Ísland.
Þáverandi ríkisstjórn féllst á aðild
að eindreginni tillögu fagráð-
herranna tveggja, utanríkis- og
dómsmálaráðherra, sem töldu kosti
aðildar meiri en galla. Bretar
bentu á að sérstaða Íslands og
þeirra sem eylands yfirskyggðu
meinta kosti.
Kostirnir áttu að felast í nálgunupplýsinga sem Íslendingar
yrðu ella án. Ekki hefur sést með
nákvæmni hvaða upplýsingar það
væru sem ríki beggja vegna Atl-
antshafs myndu leyna fyrir Íslend-
ingum stæðu þeir utan Schengen
og þá hvers vegna. Lítið gagn hef-
ur verið að meintu „upplýs-
ingaaðgengi“ um „flóttamenn“ sem
hafa átt létta leið hingað vegna
Schengen.
Því ættu yfirvöld strax að takaákvörðun um að hverfa úr
þessu samstarfi. Það liggur beint
við.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Ákvörðun nú er
rétt skilaboð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.11., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 4 alskýjað
Akureyri 3 rigning
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 10 skúrir
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Helsinki 5 skúrir
Lúxemborg 10 alskýjað
Brussel 12 skýjað
Dublin 6 skýjað
Glasgow 6 skúrir
London 13 léttskýjað
París 12 alskýjað
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 12 súld
Vín 15 skýjað
Moskva -2 alskýjað
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 7 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 10 heiðskírt
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 6 léttskýjað
Montreal 3 skýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:03 16:24
ÍSAFJÖRÐUR 10:28 16:08
SIGLUFJÖRÐUR 10:12 15:50
DJÚPIVOGUR 9:37 15:48
Lulu Monk Andersen, byggingar-
fulltrúi í Borgarbyggð, segir að
ekki hafi gefist tími til þess að
senda sýslumanni umsögn þar sem
fram kemur að byggingarleyfi gisti-
húss á Egilsgötu 6 í Borgarnesi hafi
verið fellt úr gildi. Sýslumaður gef-
ur út rekstrarleyfi en það hefur
ekki verið fellt úr gildi þrátt fyrir
að úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála hafi komist að þeirri
niðurstöðu að byggingarleyfi sem
gefið var út fyrir tveimur árum hafi
ekki staðist kröfur um málsmeðferð
hinn 24. september sl. Er því enn
starfsemi í húsinu. „Þetta fólk er
náttúrlega búið að breyta húsinu í
góðri trú eins og upprunalega leyfið
gerði ráð fyrir,“ segir Lulu. Hún
segir að málið hafi verið tekið upp í
umhverfis-, skipulags og landbún-
aðarnefnd og ákveðið hafi verið að
grenndarkynna húsið upp á nýtt.
„Þangað til það er búið fer maður
ekki fram á að fólk færi húsið í
upprunalegt form,“ segir Lulu. Hún
segir að málið sé í lagalegu tóma-
rúmi sem stendur. „Það hefur ekki
gefist tími til þess að senda umsögn
til sýslumanns. Það er mikið að
gera hjá okkur og svo hef ég leitað
álits lögfræðings um það hvaða
áhrif úrskurðurinn hefur núna
strax,“ segir Lulu. vidar@mbl.is
Ekki tími til að senda umsögn
Byggingarleyfi fellt úr gildi 24.
september Enn starfsemi í húsinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Borgarnes Enn er starfsemi í
gistihúsi við Egilsgötu 6.
Héraðsdómur
Reykjavíkur hef-
ur sýknað eig-
endur veitinga-
staðarins
Sushisamba í
Reykjavík af öll-
um kröfum er-
lendu veitinga-
keðjunnar
Samba, sem á og
rekur veitinga-
staði í fjórum borgum í Bandaríkj-
unum og einn í Lundúnum undir
sama heiti, þ.e. Sushisamba.
Meðal þess sem krafist var má
nefna viðurkenningar með dómi að
eigendum veitingastaðarins hér á
landi sé óheimilt að nota heitið
Sushisamba í veitingarekstri sínum,
að ákvörðun Einkaleyfastofnunar,
frá 10. október 2013 um að hafna
kröfu um ógildingu á vörumerkja-
skráningu, verði hafnað og að eig-
endur Sushisamba í Reykjavík verði
dæmdir til að greiða erlendu veit-
ingakeðjunni 15 milljónir króna með
dráttarvöxtum.
Samkvæmt dómi verður skráning
á merki Sushisamba í Reykjavík
ekki fellt úr gildi og þarf Samba að
greiða eigendum Sushisamba
1.250.000 krónur í málskostnað.
Tekist var á um
heitið í dómsal.
Mega nota
heitið áfram
Sushisamba hafði
betur í héraðsdómi