Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
LÁTTU EKKI HÓSTA
SPILLA SVEFNINUM
Hóstastillandi og mýkjandi
hóstasaft frá Ölpunum
Sími 555 2992 og 698 7999
NÁTTÚRU-
AFURÐ úrselgraslaufum
Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16
www.facebook.com/gaborserverslun
Skór og töskur
Gæði & glæsileiki
í miklu úrvali
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Peysa/Jakki
Verð 8.900
str. M-XXXL
Osta fondue-veisla
Komdu þínum á óvart
4.990,-ámann
bóka þarffyrirfram
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Guðmundur Guð-
mundsson, fyrrverandi
útgerðarmaður á Ísa-
firði, lést síðastliðinn
föstudag, 99 ára að
aldri. Guðmundur
fæddist 11. apríl 1916 í
Hnífsdal þar sem hann
ólst upp.
Hann fór ungur til
sjós og lauk svonefndu
minna fiskimannaprófi
árið 1939 og meira fiski-
mannaprófi, skipstjórn-
arréttindum þess tíma,
árið 1949. Guðmundur
var lengi skipstjóri á Bryndísi ÍS og
síðar Hafdísi ÍS. Á fertugsaldri kom
hann í land og var hafnsögumaður á
Ísafirði um árabil. Árið 1954 sneri
hann sér að útgerð og stofnaði Hrönn
hf. ásamt fleirum. Guðmundur var
lengi í forsvari fyrir útgerðina í landi,
en Ásgeir Guðbjartsson var lengstum
skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, en Hrönn
hf. átti og gerði út mörg skip með því
nafni. Fyrirtækið sameinaðist Sam-
herja hf. á Akureyri árið 1997 en
Guðmundur var við
störf fram á níræð-
isaldur.
Hann var formaður
Útvegsmannafélags
Vestfjarða frá 1963 til
1987, auk þess sem
hann sat lengi í stjórn
Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna
auk þess að gegna fleiri
trúnaðarstörfum og sat
lengi meðal annars í
stjórnum Kaupfélags
Ísfirðinga, Íshúsfélags
Ísfirðinga hf., Olíufé-
lags útvegsmanna og
Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga.
Auk þess starfaði hann mikið á vett-
vangi Slysavarnafélags Íslands.
Eiginkona Guðmundar var Guðrún
Jónsdóttir sem lést árið 1981. Þau
eignuðust þrjár dætur, Bryndísi,
Jónu Margréti og Ingibjörgu sem all-
ar lifa föður sinn.
Guðmundur var í sambúð með
Margréti H. Gísladóttur frá Höfn í
Hornafirði, sem lést árið 2009.
Andlát
Guðmundur
Guðmundsson
Aukablað alla
þriðjudaga
Aðalmeðferð í Stím-málinu hófst í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sak-
sóknari ákærði þá Lárus Welding,
fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jó-
hannes Baldursson, sem var fram-
kvæmdastjóri markaðsviðskipta
Glitnis, og Þorvald Lúðvík Sigur-
jónsson, fyrrverandi bankastjóra
Saga Capital, fyrir umboðssvik í
tengslum við lánveitingar Glitnis til
eignarhaldsfélagsins Stím sem not-
aði þær til að kaupa hlutabréf í Glitni
og FL Group, en FL var á þessum
tíma stærsti hluthafi Glitnis.
20 milljarða lánveiting
Dómari hafnaði kröfu verjanda
ákærðu um að fá aðgang að gögnum
hjá sérstökum saksóknara sem vísað
er til í yfirheyrslu yfir fyrrverandi
starfsmanni Saga Capital hjá sak-
sóknara, í gærmorgun áður en aðal-
meðferð hófst. Reimar Pétursson,
verjandi eins ákærða, sagði að með
þessu væri verið að koma í veg fyrir
réttláta sakarmeðferð.
Í ákærunni segir að upphæð láns-
ins hafi verið tæpir 20 milljarðar og
með veði í hlutabréfunum sjálfum.
Þá hafi upphæðin verið hærri en
áhættunefnd bankans mátti afgreiða
án samþykkis stjórnar en lánveiting-
in var þó ekki borin upp fyrir stjórn-
ina líkt og skylt var að gera.
Jóhannes var yfir markaðsvið-
skiptum Glitnis, en í ákærunni er
hann sagður hafa misnotað aðstöðu
sína og stefnt fjármunum GLB FX
fjárfestingasjóðs í verulega hættu
þegar hann gaf fyrirmæli um að
kaupa víkjandi skuldabréf af Stím
fyrir rúman milljarð króna.
Vildi ekki tjá sig í fjölmiðlum
Lárus Welding, fyrrverandi for-
stjóri Glitnis, sagði í skýrslutöku
sinni í héraðsdómi í gær að hann
hefði allan tímann ekki haft neinn
áhuga á að tjá sig í fjölmiðlum heldur
ætlaði hann að kynna sitt mál í dóm-
sal þar sem hann teldi að horft yrði á
mál hans fordómalaust án neikvæðr-
ar umræðu í fjölmiðlum sem gæti
haft áhrif á dómara.
Ítrekaði hann orð verjanda síns
um að hann hefði reynt að fara eftir
ferlum og reglum og reynt að taka
bestu ákvörðunina hverju sinni fyrir
bankann.
Aðalmeðferð í Stím-máli
hófst þrátt fyrir ágreining
Ákært er fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar
Morgunblaðið/Eggert
Stím Aðalmeðferð hófst í Stím-
málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt Erlend Eysteinsson í 14
mánaða fangelsi fyrir ítrekaðar hót-
anir í garð fyrrverandi sambýliskonu
sinnar, Ásdísar Viðarsdóttur. Áður
hefur verið fjallað ítarlega um mál
þetta eftir að Ásdís sagði sögu sína í
Kastljósi Ríkisútvarpsins í maí árið
2014.
Erlendur var ákærður í septem-
bermánuði fyrir að hafa á tímabilinu
3. júlí til 15. ágúst árið 2015 marg-
ítrekað sent Ásdísi hótanir í texta-
skilaboðum. Segir í niðurstöðum
dómsins að sum skilaboðin hafi verið
til þess fallin að vekja hjá brotaþola
ótta um líf, heilbrigði eða velferð
sína.
Í ákærunni voru talin upp rúm-
lega 50 skilaboð sem Erlendur sendi
Ásdísi á tímabilinu. Viðurkenndi
hann fyrir dómi að hafa sent skila-
boðin en fullyrti á sama tíma að ekki
væri um hótanir að ræða. Segir hann
í skýrslu fyrir dómi að fyrir sér hafi
aðeins vakað að fá föðurarf sinn frá
brotaþola, og vísaði hann þar til stóls
sem verið hefði í eigu föður hans.
Meðal þeirra skilaboða, þar sem
ekki þótti leika vafi á um að þar væri
hótað refsiverðri meingerð eru til
dæmis eftirfarandi:
„Or shall one be haunted for the
rest of his/?her life?“
„Honteted for the years to come.“
„Rest of life.“
„Þar til ég dey.“
Erlendi hefur enn fremur verið
gert að greiða málsvarnarlaun skip-
aðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar hæstaréttarlögmanns,
upp á 400 þúsund krónur.
Dæmdur fyrir
ítrekaðar hótanir
Hótaði fyrrverandi sambýliskonu sinni