Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Skórnir þínir 7.995 Stærðir 36-41 7.995 Stærðir 36-41 9.995 Stærðir 36-41 10.995 Stærðir 36-41 Verð Verð Verð Verð Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég var á þessum traktorsem smákrakki, en þávar ég bundinn með treflivið meyjarsætið og skrölti með úti í túni. Um tíu ára ald- ur fékk ég svo að keyra hann og raka saman á honum. Þetta er fyrsta vélin sem ég keyrði í lífinu og ég á margar góðar bernskuminningar tengdar Deauz-inum. Hann hefur því tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð, en hann gerði fyrir nokkrum árum upp rúmlega hálfrar aldar gamlan Deutz 15. „Þetta er fyrsti traktorinn sem keyptur var á bænum Haga í Gríms- nesi, þar sem ég ólst upp. Afi minn og nafni, Helgi Guðnason, keypti hann árið 1960 hjá Ólafi Jónssyni frá Hlöðum sem var með söluumboðið fyrir austan fjall. Afi þurfti að fara á Selfoss og sækja traktorinn en tveir traktorar voru keyptir þetta ár í sveitinni, þessi sem afi minn keypti og annar nákvæmlega eins sem Sveinn Kjartansson á Seli keypti. Þessir tveir traktorar voru keyrðir samtímis frá Selfossi upp í Grímsnes og þetta var stór stund. En afi stakk Svein af, og var kominn langt á und- an heim í hlað,“ segir Helgi og hlær. Verður alltaf að stoppa ef hann sér Deutz á ferðum sínum Helgi segir að traktorinn hafi verið notaður til allra verka á bæn- um og honum hafi ekkert verið hlíft. „Hann var mikið notaður við slátt fyrsta áratuginn, enda fylgdi honum sláttugreiða sem var fimm Sparitraktor orð- inn hálfsextugur Þegar Helgi Guðnason keypti sinn fyrsta traktor árið 1960 var honum ekkert hlíft, hann var notaður til allra verka og stóð sig vel. Fimm áratugum síðar tók barna- barn hans og nafni sig til að gerði upp traktorinn, Deutz 15, dýrgrip sem gangsettur er á sparidögum og ekið um nágrennið. Ekkert minna en Deutz-höll hýsir hann. Fyrir viðgerð Deutzinn heldur lúinn, Helgi með dóttur sinni Jónu Kolbrúnu. Sundurtekinn Búið að strípa Deutzinn sem hér er tilbúinn í sandblástur. Myndlistarmaðurinn og söngkonan Þuríður Sigurðardóttir heldur reglu- lega námskeið í olíumálun á vinnu- stofu sinni í Kársnesinu í Kópavogi. Námskeiðin eru fyrir alla sem hafa áhuga á að læra að mála með olíu- litum, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Á námskeiðinu er far- ið í grunnþætti olíumálverksins og unnið með aðferðinni „að mála frá mögru upp í feitt“. Þegar málað er með þeirri aðferð er hægt að forðast algeng mistök við olíumálun og litn- um haldið tærum á striganum. Nemendum er kennt að nálgast mál- verkið markvisst og yfirvegað. Fjallað er um tæknileg atriði s.s. íblöndunarefni, grunna, efna- samsetningu lita og íblöndunarefna, hvaða efni henta áferð og yfirborði málverksins o.s.frv. Einnig er fræðsla um pensla og önnur verkfæri tengd málun. Kynning er á mismunandi undirlagsefnum og grunnum og gerðar tilraunir með það. Leitast er við að þjálfa færni nemenda í list- sköpun og auka þekkingu á myndlist, sem auk vinnunnar felst í að flétta inn í kennsluna dæmi og fróðleik úr listasögunni. Ekki komast margir að á hvert námskeið, hámarksfjöldi er átta til níu manns. Uppselt er á næsta nám- skeið sem verður helgina 8.-10. jan- úar en hægt að skrá sig á biðlista á thura@thura.is. Trönur eru á staðn- um, myndvarpi, lyktarlaus terpen- tína, olía og efni til að gera mismun- andi grunna. Heitur hádegismatur og kaffi og meðlæti alla dagana er inni- falið í námskeiðsgjaldinu. Nemendur vinna með eigin hug- myndir og fá aðstoð við að útfæra þær, ef þess er óskað. Þuríður útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands 2001 og hef- ur síðan unnið óslitið að myndlist, haldið 13 einkasýningar og á fjórða tug samsýninga heima og erlendis, og tekið þátt í myndlistarverkefnum. Vefsíðan www.Facebook: Námskeið í olíumálun Á vinnustofunni Notalegt og skemmtilegt er á vinnustofunni hjá Þuru. Góð stemning á olíumálunar- námskeiðum hjá Þuríði Sigurðar Þura Hún er létt í lund og kát. Síðastliðinn föstudag var úthlutað styrkjum, 15,5 milljónum, úr Hönnunarsjóði til framúrskarandi hönnuða og arkitekta. Þetta er fjórða og síðsta úthlutunin á árinu, en styrkina afhenti Ragnheiður El- ín Árnadóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, við formlega at- höfn í Hönnunarmiðstöð Íslands. Að þessu sinni bárust sjóðnum 108 umsóknir af öllum sviðum hönnunar en samtals var sótt um rúmlega 200 m. kr., sem er tífalt hærri upphæð en það sem sjóð- urinn hefur úr að spila. Meginhlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verð- mætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Veittir voru styrkir til margvíslegra verkefna; þróunar og rannsókna, verkefna- og mark- aðsstarfs auk ferðastyrkja. Þrettán verkefni fengu styrk og eru flestar styrkupphæðirnar á bilinu 500. þús. krónur til 1,5 millj- óna. Þrjú verkefni fengu 2 m. kr. í styrk, en það er hæsta upphæðin sem var úthlutað í þessari at- rennu. Verkefni sem hlutu almenna styrki eru eftirfarandi: Framúrskarandi hönnuðir og arkitektar Þrettán verkefni fengu styrk úr Hönnunarsjóði Gleði Ragnheiður Elín önnur f.h. með öllum þeim sem tóku við styrkjum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.