Morgunblaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Marie Christine Monfort, ráðgjafi í markaðssetningu sjávarafurða mun halda
erindi um tækifæri Íslands til að ná fótfestu á verðmætari hluta franska
markaðsins, einkummeð þorskafurðir. Björgvin Þór Björgvinsson, verkefnastjóri
hjá Íslandsstofu, fer yfir þróun útflutnings sjávarafurða til Frakklands síðustu ár
og misseri. Tækifæri verður fyrir spurningar og umræður eftir erindin.
Fundurinn, sem er í Háteigi A, er öllum opinn en nauðsynlegt er að forskrá sig
með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is. Nánari upplýsingar á
www.ResponsibleFisheries.is. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.
Fundur um útflutning sjávarafurða
Juraj Kušnierik, út-
varps- og blaðamaður
frá Slóvakíu, lést sl.
föstudag á Landspít-
alanum, 51 árs gam-
all. Hann tengdist Ís-
landi sterkum
böndum og átti stór-
an þátt í því að kynna
íslenska tónlist fyrir
Austur-Evrópubúum.
Hann var áhrifamesti
tónlistarblaðamaður
Slóvakíu. Hann skrif-
aði bók um íslenskt
tónlistarlíf, Hudba ostrova, sem kom
út árið 20013 og gerði stuttmynd um
sama efni sem kom einnig út 2013 og
nefnist Reykjavik Revisited.
Juraj Kušnierik var ritstjóri
menningarefnis á slóvakíska tímarit-
inu Týždeò, stærsta vikuriti lands-
ins. Í því birtust ófá viðtöl við ís-
lenskt tónlistarfólk. Þá var
Kušnierik með vinsælan útvarps-
þátt, sem nefndist Slová FM.
Hann var ráðgjafi á tónlistar-
hátíðinni Pohoda í Slóvakíu þar sem
margir íslenskir tónlistarmenn hafa
stigið á svið og þeim fjölgaði mark-
visst ár frá ári fyrir
tilstilli Kušnierik. Í
sumar var Björk að-
alatriðið á hátíðinni.
Hann var mikill
aðdáandi Sykurmol-
anna og þótti mikið
til þess koma að fá
þrjá upprunalegu
meðlimina á hátíðina.
Auk Bjarkar spiluðu
Einar Örn Bene-
diktsson og Sig-
tryggur Baldursson
með sínum sveitum.
Juraj Kušnierik heimsótti Ísland
oft og myndaði sterk vinabönd við
fjölda íslenskra tónlistarmanna.
Hann kom árlega á tónlistarhátíðina
Iceland Airwaves en fékk hjartaáfall
á hátíðinni sunnudaginn 8. nóv-
ember sl.
Hann skilur eftir sig eiginkonu,
Nataliu Kusnierikovu, og dóttur,
Lenu Kusnierikovu.
Íslenskir tónlistarmenn og félagar
Kušnieriks hér á landi hafa skipu-
lagt minningartónleika sem hefjast
kl. 19 í kvöld á Húrra. Aðgangseyrir
rennur óskiptur til fjölskyldu hans.
Andlát
Juraj Kušnierik
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bolvíkingafélagið stendur fyrir fjár-
öflunartónleikum í Hallgrímskirkju
sunnudaginn 22. nóvember til
styrktar orgelsjóði Hólskirkju í Bol-
ungarvík. „Þetta
er fyrsta skrefið í
að brúa bilið,“
segir Einar
Benediktsson
söfnunarnefnd-
armaður.
Þegar hafa
safnast um 11
milljónir króna
með frjálsum
framlögum en
áætlað er að nýtt
orgel kosti rúmar 20 milljónir
króna.
Formennska í fjölskyldunni
Kristný Pálmadóttir heitin stofn-
aði orgelsjóðinn 5. desember 2008 í
tilefni af 100 ára vígsluafmæli Hóls-
kirkju, en kirkjan var vígð 7. des-
ember 1908. Nefnd innan Bolvík-
ingafélagsins hefur um nokkurt
skeið unnið að því að safna fé í org-
elsjóðinn, en í henni eru Katrín Þor-
kelsdóttir formaður, Einar Bene-
diktsson og Steindór Karvelsson,
formaður Bolvíkingafélagsins. „Nú-
verandi orgel kirkjunnar er barn
síns tíma og lélegt,“ segir Einar um
söfnunina, en orgelið er 55 ára.
Hann segir að Kristný Pálma-
dóttir hafi sungið í kirkjukórnum
allt sitt líf og fundið fyrir brýnni
þörf á nýju orgeli. Því hafi hún
stofnað styrktarsjóðinn.
„Formennska í sóknarnefndinni
hefur verið í fjölskyldu minni frá
1962,“ segir Einar um aðkomuna að
söfnuninni, en föðurfjölskylda hans
gaf kirkjunni nýjar rafstýrðar
kirkjuklukkur 1968. Hann segir að
faðir hans, Benedikt Bjarnason, hafi
setið í nefndinni í tæp 50 ár og þar
af sem formaður um árabil. Afar
hans, Bjarni Eiríksson og Einar
Guðfinnsson, hafi einnig verið í
sóknarnefndinni í áratugi og Einar
lengi sem formaður. „Jón Friðgeir
Einarsson, móðurbróðir minn, tók
við af pabba og Einar Jónatansson,
frændi minn hefur gegnt for-
mennskunni í yfir 20 ár. Guðrún
Bjarnveig Magnúsdóttir, kona hans,
hefur verið organisti Hólskirkju frá
1995 og mamma og pabbi sungu í
kirkjukórnum í samtals 122 ár.“
Hann bætir við að hann hafi alist
upp við það að fara í Hólskirkju
með foreldrum sínum á hverjum
sunnudegi og hátíðisdegi. „Ástæða
og áhugi minn að styrkja kirkjuna
með þessum hætti er ekki síst þess
vegna.“
Á tónleikunum, sem hefjast kl. 16
nk. sunnudag, kemur fram þekkt
tónlistarfólk, sem tengist Bolung-
arvík, og skemmtir það endur-
gjaldslaust. Þar má nefna Karlakór-
inn Esju ásamt Gissuri Páli
Gissurarsyni einsöngvara, Pálínu
Vagnsdóttur og sönghópinn Veir-
urnar, Þorgils Hlyn Þorbergsson,
Karl Hallgrímsson, Eddu Borg og
Jóhönnu Linnet, Salvadore Rahni
og Tuuli Rahni, Herbert Guð-
mundsson og Hjört Howser,
Kirkjukór Bolungarvíkur og Sig-
rúnu Pálmadóttur einsöngvara, og
Ólaf Kristjánsson. Kynnir verður
Benedikt Sigurðsson og hljóðmaður
Kristinn Gauti Einarsson. Frítt er á
tónleikana en óskað er eftir frjáls-
um framlögum.
Rætt hefur verið við Björgvin
Tómasson orgelsmið um að hann
smíði nýja orgelið. Einar segir að
sjóðurinn hafi fengið mikinn með-
byr undanfarin misseri og meðal
annars hafi einn einstaklingur fært
sjóðnum tvær milljónir króna. „Við
erum bjartsýn á að nýtt orgel verði
komið innan tveggja ára,“ segir
hann.
Safna fyrir nýju orgeli í Hólskirkju
Fjáröflunartón-
leikar í Hallgríms-
kirkju á sunnudag
Safnaðarstarf 50. aðventukvöld kirkjukórsins í Hólskirkju verður 6. desember næstkomandi.
Hólskirkja Kirkjan í Bolungarvík
var vígð 7. desember 1908.
Einar
Benediktsson
Rjóðrið, hvíldarheimili Landspít-
alans fyrir langveik börn, fékk í
gær afhenta góða gjöf frá hesta-
mönnum, þegar fulltrúar Hrossa-
ræktar ehf. afhentu ríflega 2,7
milljóna kr. styrk til Rjóðursins.
Það var knapi ársins, Guðmundur
Björgvinsson, og Magnús Bene-
diktsson frá Hrossarækt sem af-
hendu styrkinn í Rjóðrinu.
Styrkurinn er afrakstur söfnunar
sem fór fram í tengslum við Stóð-
hestaveislu Hrossaræktar sem
haldin var fyrr á árinu, þar sem
áhorfendum gafst tækifæri á að
kaupa miða í sérstöku stóðhesta-
happdrætti og bjóða auk þess í fola-
tolla undir flesta af vinsælustu stóð-
hestum landsins. Frá árinu 2011
hefur Hrossarækt, með hjálp hesta-
manna, styrkt þörf málefni um
samtals ríflega 14 milljónir króna.
Rjóðrið Guðmundur Björgvinsson
og Magnús Benediktsson afhenda
Guðrúnu Ragnars, forstöðukonu
Rjóðursins, styrkinn góða.
Gáfu Rjóðr-
inu 2,7 millj-
ónir króna
Lögreglan á Suð-
urlandi hafði af-
skipti af öku-
manni jeppa við
Vík í Mýrdal í
síðustu viku, en
það vakti athygli
hversu mikill
varningur var í
bifreiðinni sem
var á suðurleið. Lögreglu fór að
gruna að þarna væri smyglvarn-
ingur á ferðinni. Greint var frá
þessu á Facebook-síðu lögregl-
unnar á Suðurlandi. Þar segir að
bifreiðin hafi verið stöðvuð síðdegis
sl. þriðjudag. Lögreglan segir að
við nánari skoðun hafi komið í ljós
talsvert magn af áfengi og tóbaki í
bílnum. „Strax vaknaði grunur um
að þetta væri smyglvarningur.
Tveir menn sem voru í jeppanum
voru handteknir og færðir til yf-
irheyrslu. Í framhaldi var einn
handtekinn á höfuðborgarsvæðinu
sem talinn var tengjast málinu. Við
yfirheyrslur viðurkenndu tveir
mannanna að hafa smyglað áfeng-
inu og tóbakinu í land á Reyðar-
firði. Lögreglan lagði hald á um
300 áfengisflöskur, um 2.000 nef-
tóbaksdósir og um 1.500 sígarettu-
pakka,“ segir í færslu lögregl-
unnar. Er nú verið að ganga frá
málinu til afgreiðslu til ákærusviðs
lögreglustjórans á Suðurlandi.
Með smyglvarning í jeppa á suðurleið