Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Tollstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá
dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 16. nóvember 2015, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember
2015 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með
16. nóvember 2015, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti,
virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu,
fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi,
kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna,
vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum,
aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum,
fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun,
eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing-
og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald
í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur
og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan
fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi,
búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald
alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. nóvember 2015
Margir velta því fyrir sér hvers vegna Frakkland hafi nú
orðið skotspónn hryðjuverka IS fremur en eitthvert ann-
að öflugt Evrópuríki. Stjórnmálaskýrendur benda á að
hluti skýringarinnar sé að saga Frakklands valdi því að
landið sé ávallt ofarlega í huga araba.
Frakkland var lengi annað öflugasta nýlenduríki
heims á eftir Bretlandi, réð yfir stórum hluta Norður-
Afríku og miklum svæðum í Suðaustur-Asíu. Árið 1922
tóku Frakkar við stjórn í Sýrlandi og Líbanon eftir hrun
Tyrkjaveldis, löndin tvö fengu sjálfstæði við lok seinni
heimsstyrjaldar. En Frakkar réðu lengur yfir Túnis,
Alsír og Marokkó. Alsírmenn unnu loks mannskætt
frelsisstríð gegn Frökkum 1962.
Loks bera að geta þess að Frakkar hafa síðustu árin
ekki hikað við að senda herlið til að kveða niður upp-
reisnir í Afríkuríkjum að ósk ráðamanna umræddra
ríkja. Þeir hafa einnig beitt hervaldi gegn íslamistum í
Malí. kjon@mbl.is
Söguleg tengsl við araba
AFP
Samkennd Enn ráða Frakkar yfir eyjum og litlum skikum víða um heim. Hér leggja íbúar í Papeete á Kyrrahafs-
eynni Tahiti blóm við minnismerki um helgina til að heiðra þá sem létu lífið í hryðjuverkunum í París.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Tekið getur áratugi að sigra IS en
það er hægt að ná því takmarki með
þeim aðferðum sem beitt hefur verið
í Írak og Sýr-
landi, segir Dan-
inn Johannes Ri-
ber Nordby,
lektor við háskóla
danska hersins, í
viðtali við Jyl-
landsposten.
Bandamenn geta
haldið áfram að
styðja herlið
Kúrda, gera loft-
árásir og mennta
og þjálfa íraska herinn.
„Þetta er besta áætlunin,“ segir
Nordby og vísar á bug hugmyndum
um að senda öflugan landher vest-
rænna ríkja á staðinn. Það sé eins og
stinga hendinni inn í geitungabú, IS-
menn myndu umsvifalaust telja al-
menningi trú um að Vesturlönd ætli
nú að gera arabalöndin aftur að ný-
lendum sínum. „Ef okkur finnst að
Írak sé flókinn vígvöllur vil ég bæta
við að þetta er enn flóknara dæmi.“
Nordby segir að óhjákvæmilegt sé
að á endanum samþykki vestræn ríki
þá kröfu Rússa að Bashar al-Assad
forseti hafi áhrif á niðurstöðu mála í
Sýrlandi. Og hann muni ekki verða
leiddur fyrir rétt vegna stríðsglæpa.
Stjórnmál Mið-Austurlanda
Hagsmunir margra voldugra aðila
gera þau að fjendum IS en jafnframt
hafa þeir aðra hagsmuni sem rekast
stundum illilega á innbyrðis.
Ríki Evrópusambandsins, Rúss-
land, Tyrkland og Bandaríkin, óttast
öll að vígamenn sem barist hafa með
IS snúi aftur heim og efni til hryðju-
verka í heimalöndum sínum. En
Bandaríkin undir forystu Obama
vilja helst draga sig alveg út úr
flækjum Mið-Austurlanda.
Tyrkir óttast IS en líka
sjálfstæðistilburði kúrdíska þjóðar-
brotsins sem á hinn bóginn styður
baráttu íraskra Kúrda gegn IS í Sýr-
landi og Írak. Allt að 8.000 Rússar
munu hafa barist með IS og Pútín
vill því brjóta samtökin á bak aftur.
En jafnframt vill hann tryggja áhrif
Rússa í Mið-Austurlöndum með því
að styðja áfram Assad. Einnig vill
hann að vestræn ríki bindi enda á
viðskiptalegar refsiaðgerðir vegna
Úkraínu.
Sýrland flókn-
ara en Írak
Geta sigrað IS ef beitt er þolinmæði
Johannes Riber
Nordby
Leiðtogar 20 helstu iðnríkja heims,
G-20, luku í gær tveggja daga fundi
sínum í Antalya í Tyrklandi og hétu
að auk samstarf varðandi upplýs-
ingaöflun og aðgerðir gegn fjár-
mögnun hryðjuverka. En fátt bendir
til þess að náðst hafi samkomulag
um að samræma aðgerðir gegn Ríki
íslams, IS, í Sýrlandi og Írak.
Hryðjuverkin í París á föstudags-
kvöld voru mönnum eðlilega efst í
huga. Barack Obama Bandaríkjafor-
seti og Vladímír Pútín Rússlandsfor-
seti ræddust óformlega við í hálfa
klukkustund fyrir fundinn, sama
gerðu þeir Pútín og David Cameron,
forsætisráðherra Bretlands. Obama
hvatti rússneskan kollega sinn til að
taka þátt í samræmdum aðgerðum
með vesturveldunum gegn IS.
Donald Tusk, forseti ráðherraráðs
Evrópusambandsins, sagði umbúða-
laust að loftárásir Rússa í Sýrlandi
þyrftu að beinast í auknum mæli
gegn IS en ekki öðrum uppreisnar-
hópum sem sumir njóta stuðnings
vesturveldanna. Einnig fullyrti Tusk
að aðgerðir Rússa væru þegar farn-
ar að ýta undir flóttamannastraum
frá Sýrlandi til Evrópu.
Cameron tvístígandi
Enn er óljóst hvort Bretar muni
ákveða að taka þátt í loftárásum á IS
í Sýrlandi. Þingið felldi árið 2013 til-
lögu Camerons sem vildi aðstoða
með hernaði uppreisnarmenn er
berjast gegn Bashar al-Assad, Sýr-
landsforseta og skjólstæðingi Rússa.
Ljóst að Cameron er ekki viss um að
hafa þingmeirihluta fyrir því að
senda flugherinn á vettvang.
Cameron sagði mikið geta áunnist
með gagnkvæmri upplýsingaöflun
sem merkir að ríkin liggi ekki á því
sem njósnarar þeirra komast að um
starf hryðjuverkahópa. Ráðherrann
sagði að enn greindi menn á um
framtíð Assads, sem vestræn ríki
segja að verði að fara frá völdum. En
Cameron sagði að menn hefðu nálg-
ast lausn. kjon@mbl.is
AFP
Þíða? Vel fór á með Barack Obama og Vladímír Pútín áður en seinni hluti
fundahaldanna í Antalya í Tyrklandi hófst í gær.
Lítill árangur
á G-20 fundi
Skiptast á gögnum njósnara